Samkomulagt um verð fyrir Geest 21. desember 2004 00:01 Bakkavör hefur náð samkomulagi um verð í breska matvælafyrirtækinu Geest. Tilboð Bakkavarar mun hljóða upp á 655 pens á hlut, en samkvæmt því er markaðsvirði Geest um sextíu milljarðar króna. Á óvart kemur hversu hratt sú niðurstaða fæst, en það bendir til þess að góð samstaða hafi náðst milli Bakkavarar og stjórnar Geest. Með kaupum á Geest verður Bakkavör stærsti framleiðandi tilbúinnar ferskrar matvöru í Bretlandi, en breski markaðurinn er lengst kominn allra markaða heims í þessari grein. Hjá sameinuðu fyrirtæki myndu starfa 12.500 manns og gera má ráð fyrir að samanlögð velta næsta árs nemi um 150 milljörðum króna. Hlutfafar Geest fá einnig greidd sjö pens í arð, en Bakkavör fær fimmtungshlut af þeirri arðgreiðslu í samræmi við eignarhlut sinn í breska fyrirtækinu. Núverandi markaðsvirði Bakkavarar er um 40 milljarðar króna. Heildarlánafyrirgreiðsla vegna kaupanna mun nema milli 120 og 130 milljörðum króna og er það enn eitt metið sem viðskiptalífið slær á skömmum tíma. Erlendir bankar, meðal þeirra Bank of Scotland, Royal Bank of Scotland og Rabo, hafa lýst sig reiðubúna til að fjármagna kaupin. Stjórn Geest er samþykk verðtilboði Bakkavarar og segir Sir John Banham stjórnarformaður viðræðurnar hafa verið bæði faglegar og vinsamlegar. "Miðað við þetta verð gefum við Bakkavör heimild til áreiðanleikakönnunar og áframhaldandi viðræðna í kjölfarið." Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, segir þetta miklvægt skref. "Það sem skiptir mestu í svona viðræðum er verðið og svo aðgengi að rekstrartölum fyrirtækisins." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Bakkavör hefur náð samkomulagi um verð í breska matvælafyrirtækinu Geest. Tilboð Bakkavarar mun hljóða upp á 655 pens á hlut, en samkvæmt því er markaðsvirði Geest um sextíu milljarðar króna. Á óvart kemur hversu hratt sú niðurstaða fæst, en það bendir til þess að góð samstaða hafi náðst milli Bakkavarar og stjórnar Geest. Með kaupum á Geest verður Bakkavör stærsti framleiðandi tilbúinnar ferskrar matvöru í Bretlandi, en breski markaðurinn er lengst kominn allra markaða heims í þessari grein. Hjá sameinuðu fyrirtæki myndu starfa 12.500 manns og gera má ráð fyrir að samanlögð velta næsta árs nemi um 150 milljörðum króna. Hlutfafar Geest fá einnig greidd sjö pens í arð, en Bakkavör fær fimmtungshlut af þeirri arðgreiðslu í samræmi við eignarhlut sinn í breska fyrirtækinu. Núverandi markaðsvirði Bakkavarar er um 40 milljarðar króna. Heildarlánafyrirgreiðsla vegna kaupanna mun nema milli 120 og 130 milljörðum króna og er það enn eitt metið sem viðskiptalífið slær á skömmum tíma. Erlendir bankar, meðal þeirra Bank of Scotland, Royal Bank of Scotland og Rabo, hafa lýst sig reiðubúna til að fjármagna kaupin. Stjórn Geest er samþykk verðtilboði Bakkavarar og segir Sir John Banham stjórnarformaður viðræðurnar hafa verið bæði faglegar og vinsamlegar. "Miðað við þetta verð gefum við Bakkavör heimild til áreiðanleikakönnunar og áframhaldandi viðræðna í kjölfarið." Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, segir þetta miklvægt skref. "Það sem skiptir mestu í svona viðræðum er verðið og svo aðgengi að rekstrartölum fyrirtækisins."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira