Kostnaður hugsanlega ofmetinn 13. júní 2004 00:01 Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins nær kostnaður við þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin ekki fjörutíu milljónum. Forsætisráðherra hefur sagt við fjölmiðla að hann telji að kostnaðurinn muni verða á bilinu 100-200 milljónir. Þegar hann var beðinn að útskýra þá tölu nánar sagði hann að þar kæmi inn í prentunar- og dreifingarkostnaður við frumvarpið. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru um 213 þúsund manns á kjörskrá. Prentsmiðjan Gutenberg prentar töluvert af efni fyrir Alþingi. Þar fengust þær upplýsingar að kostnaður við prentun frumvarpsins í 213 þúsund eintökum væri rúmar sjö hundruð þúsund krónur. Kostnaður við dreifingu frumvarpsins til allra kosningabærra manna með Íslandspósti myndi nema um 6,7 milljónum. Í síðustu fjárlögum er gert ráð fyrir tæpum 27 milljónum vegna forsetakosninganna í sumar. Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sjálfrar verði svipaður enda um mjög sambærilegt fyrirkomulag að ræða. Aðeins er prentaður einn kjörseðill og kosið er um hið sama í öllum kjördæmum ólíkt því sem gert er í alþingiskosningum eða sveitarstjórnarkosningum. Samtals nemur kostnaðurinn því um 34,4 milljónum króna. Fréttablaðið hafði samband við forsætisráðuneytið vegna þessa máls. Spurt var hvaða aðrir þættir kæmu inn í kostnað vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar en prentun og dreifing frumvarpsins auk kostnaðs vegna atkvæðagreiðslunnar sjálfrar. Ekki fengust neinar frekari upplýsingar frá ráðuneytinu og vildi talsmaður þess ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Fyrst yrði nefnd sem stofnuð var til undirbúnings lagasetningar um þjóðaratkvæðagreiðslu að skila áliti sínu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins nær kostnaður við þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin ekki fjörutíu milljónum. Forsætisráðherra hefur sagt við fjölmiðla að hann telji að kostnaðurinn muni verða á bilinu 100-200 milljónir. Þegar hann var beðinn að útskýra þá tölu nánar sagði hann að þar kæmi inn í prentunar- og dreifingarkostnaður við frumvarpið. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru um 213 þúsund manns á kjörskrá. Prentsmiðjan Gutenberg prentar töluvert af efni fyrir Alþingi. Þar fengust þær upplýsingar að kostnaður við prentun frumvarpsins í 213 þúsund eintökum væri rúmar sjö hundruð þúsund krónur. Kostnaður við dreifingu frumvarpsins til allra kosningabærra manna með Íslandspósti myndi nema um 6,7 milljónum. Í síðustu fjárlögum er gert ráð fyrir tæpum 27 milljónum vegna forsetakosninganna í sumar. Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sjálfrar verði svipaður enda um mjög sambærilegt fyrirkomulag að ræða. Aðeins er prentaður einn kjörseðill og kosið er um hið sama í öllum kjördæmum ólíkt því sem gert er í alþingiskosningum eða sveitarstjórnarkosningum. Samtals nemur kostnaðurinn því um 34,4 milljónum króna. Fréttablaðið hafði samband við forsætisráðuneytið vegna þessa máls. Spurt var hvaða aðrir þættir kæmu inn í kostnað vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar en prentun og dreifing frumvarpsins auk kostnaðs vegna atkvæðagreiðslunnar sjálfrar. Ekki fengust neinar frekari upplýsingar frá ráðuneytinu og vildi talsmaður þess ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Fyrst yrði nefnd sem stofnuð var til undirbúnings lagasetningar um þjóðaratkvæðagreiðslu að skila áliti sínu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira