Ástin á þingræðinu 13. júní 2004 00:01 Þingræði - Sigurjón Þórðarson Nokkuð hefur borið á því að ráðherrar og jafnvel stjórnarþingmenn hafi kvartað undan fyrirspurnum þingmanna og jafnvel leyft sér að tala um mikinn kostnað við að svara þeim. Davíð Oddsson sló því fram að svör við einni fyrirspurn þingmanns væri vel á þriðja tug milljóna króna. Ekki fylgdi neinn rökstuðningur þessu kostnaðarmati Davíðs Oddssonar með málefnalegum hætti heldur virtist sem þessu væri að venju slegið fram í einhverri ólund yfir því að þurfa yfirleitt að svara nokkrum sköpuðum hlut. Undirritaður hefur borið upp nokkrar spurningar í þinginu og hefur orðið var við að svör ráðherra eru oft fremur rýr í roðinu. Stundum hafa svörin beinlínis verið röng, s.s. þegar Guðni Ágústsson reyndi að skella skuldinni á úreldingu minni sláturhúsa á tilskipun Evrópusambandsins. Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að tryggja sanngjarna samkeppnisstöðu fyrirtækja og þá sérstaklega að tryggja eðlilegt og sanngjarnt svigrúm fyrir minni fyrirtæki. Má nefna að minni fyrirtæki, sem veita t.d. internetþjónustu í samkeppni við Landssímann, telja að fyrirtækið fari ekki að heiðarlegum starfsreglum né úrskurðum samkeppnisyfirvalda. Mér var því bæði ljúft og skylt að vekja athygli fjármálaráðherra á þessum grun manna með tveim spurningum sem ég bar upp í þinginu. Að óreyndu hefði ég talið að Geir Haarde hefði tekið þessari fyrirspurn fegins hendi og reynt að afla gagna til að hreinsa Landssímann af þeim grun að hann stæði í óheiðarlegri samkeppni. Ef athugun hans hefði leitt til þess að eitthvað væri bogið við starfshætti Landssímans, sem ég á ekkert endilega von á, hefði verið sjálfsagt að greina frá því og lofa bót og betrun. Í stað þess kaus ráðherrann að víkja sér undan að svara og eru svörin honum til mikillar skammar; svörin eru mótsagnakennd og ómerkilegt orðagjálfur sem lítið hald er í. Vegna þess hve svörin eru ómerkileg óskaði ég þess munnlega við ráðherrann að hann svaraði spurningunum á ný en hann hefur ekki enn orðið við þeirri ósk minni. Ég tel að það væri öllum málsaðilum til framdráttar að ráðherrann hefði sig í að afla umbeðinna gagna. Þingmenn stjórnarliðsins og ráðherrar hafa reynt að réttlæta þá furðulegu andstöðu sína við að þjóðin lýsi afstöðu sinni í þjóðaratkvæðagreiðslu til umdeildra fjölmiðlalaga þannig að það væri verið að fara gegn þingræðinu. Ef "þingræðissinnarnir" í stjórnarliðinu teldu að umrædd löggjöf efldi þjóðarhag þá væri í raun eðlilegt að stjórnarliðar fögnuðu því að þjóðin fengi að segja álit sitt á verkum þeirra og hefðu engu að kvíða. Nei, skyndilegt tal ráðherra um að þeir séu nú gríðarlegir þingræðissinnar og ekki megi kasta nokkurri rýrð á það eru stórundarleg í ljósi þess að hvernig sömu ráðherrar hafa svarað þjóðkjörnum fulltrúum á Alþingi Íslendinga. Eitt af hlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdavaldinu (ráðherrum) aðhald og kemur það eðli málsins í hlut þingmanna stjórnarandstöðu að gera það. Að svara þingmönnum með ólund, út í hött eða með villandi hætti er vanvirðing við þingræðið og er það von mín að ráðherrar sem skyndilega hafa uppgötvað ást sína þingræðinu taki upp breytta siði. Góð byrjun væri ef Geir Haarde sæi sóma sinn í að svara fyrirspurn minni varðandi starfshætti Landssímans með viðunandi hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Þingræði - Sigurjón Þórðarson Nokkuð hefur borið á því að ráðherrar og jafnvel stjórnarþingmenn hafi kvartað undan fyrirspurnum þingmanna og jafnvel leyft sér að tala um mikinn kostnað við að svara þeim. Davíð Oddsson sló því fram að svör við einni fyrirspurn þingmanns væri vel á þriðja tug milljóna króna. Ekki fylgdi neinn rökstuðningur þessu kostnaðarmati Davíðs Oddssonar með málefnalegum hætti heldur virtist sem þessu væri að venju slegið fram í einhverri ólund yfir því að þurfa yfirleitt að svara nokkrum sköpuðum hlut. Undirritaður hefur borið upp nokkrar spurningar í þinginu og hefur orðið var við að svör ráðherra eru oft fremur rýr í roðinu. Stundum hafa svörin beinlínis verið röng, s.s. þegar Guðni Ágústsson reyndi að skella skuldinni á úreldingu minni sláturhúsa á tilskipun Evrópusambandsins. Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að tryggja sanngjarna samkeppnisstöðu fyrirtækja og þá sérstaklega að tryggja eðlilegt og sanngjarnt svigrúm fyrir minni fyrirtæki. Má nefna að minni fyrirtæki, sem veita t.d. internetþjónustu í samkeppni við Landssímann, telja að fyrirtækið fari ekki að heiðarlegum starfsreglum né úrskurðum samkeppnisyfirvalda. Mér var því bæði ljúft og skylt að vekja athygli fjármálaráðherra á þessum grun manna með tveim spurningum sem ég bar upp í þinginu. Að óreyndu hefði ég talið að Geir Haarde hefði tekið þessari fyrirspurn fegins hendi og reynt að afla gagna til að hreinsa Landssímann af þeim grun að hann stæði í óheiðarlegri samkeppni. Ef athugun hans hefði leitt til þess að eitthvað væri bogið við starfshætti Landssímans, sem ég á ekkert endilega von á, hefði verið sjálfsagt að greina frá því og lofa bót og betrun. Í stað þess kaus ráðherrann að víkja sér undan að svara og eru svörin honum til mikillar skammar; svörin eru mótsagnakennd og ómerkilegt orðagjálfur sem lítið hald er í. Vegna þess hve svörin eru ómerkileg óskaði ég þess munnlega við ráðherrann að hann svaraði spurningunum á ný en hann hefur ekki enn orðið við þeirri ósk minni. Ég tel að það væri öllum málsaðilum til framdráttar að ráðherrann hefði sig í að afla umbeðinna gagna. Þingmenn stjórnarliðsins og ráðherrar hafa reynt að réttlæta þá furðulegu andstöðu sína við að þjóðin lýsi afstöðu sinni í þjóðaratkvæðagreiðslu til umdeildra fjölmiðlalaga þannig að það væri verið að fara gegn þingræðinu. Ef "þingræðissinnarnir" í stjórnarliðinu teldu að umrædd löggjöf efldi þjóðarhag þá væri í raun eðlilegt að stjórnarliðar fögnuðu því að þjóðin fengi að segja álit sitt á verkum þeirra og hefðu engu að kvíða. Nei, skyndilegt tal ráðherra um að þeir séu nú gríðarlegir þingræðissinnar og ekki megi kasta nokkurri rýrð á það eru stórundarleg í ljósi þess að hvernig sömu ráðherrar hafa svarað þjóðkjörnum fulltrúum á Alþingi Íslendinga. Eitt af hlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdavaldinu (ráðherrum) aðhald og kemur það eðli málsins í hlut þingmanna stjórnarandstöðu að gera það. Að svara þingmönnum með ólund, út í hött eða með villandi hætti er vanvirðing við þingræðið og er það von mín að ráðherrar sem skyndilega hafa uppgötvað ást sína þingræðinu taki upp breytta siði. Góð byrjun væri ef Geir Haarde sæi sóma sinn í að svara fyrirspurn minni varðandi starfshætti Landssímans með viðunandi hætti.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun