Feysknar stoðir stóryrða um BNA 13. júní 2004 00:01 Utanríkisstefna Bandaríkjanna - Jón Valur Jensson Í Fréttablaðsgrein 13. maí telur Ragnar A. Þórsson illsku Bandaríkjanna útiloka samstarf við þau í varnar- og utanríkismálum, kennir þeim um helztu stríðsátök liðinna áratuga, með miklu mannfalli, "enda varla háð orrusta án þeirra". Telur upp 12 dæmi því til staðfestingar, sem hér verða hrakin. Halda mætti að ekki sé lengur vert að minnast á önnur stríð í veröldinni, s.s. hryllinginn í Kongó á síðustu árum eða innrás Sovétríkjanna í Afganistan (1,5-1,6 milljónir fallnar 1979-89), auk íhlutana þeirra víðar, hvað þá stríð milli Indlands og Pakistans, þjóðanna í Júgóslavíu og mörg Afríkustríð. RAÞ tíundar einungis innrásir og íhlutanir Bandaríkjanna, sem allflestar kostuðu lítið mannfall í samanburði, nema í Kóreu og Víetnam. Ameríkönum verður aðeins óbeint kennt um upptök Kóreustríðsins: þeir sýndu það andvaraleysi að flytja hersveitir úr S-Kóreu 1949 í fánýtu trausti á friðsemi kommúnista. Eftirgjöf gagnvart illræðisöflum er háskaleg: kostaði hér innrás frá N-Kóreu og hertöku mestallrar S-Kóreu með blessun og stuðningi Stalíns. Þegar fjöldi ríkja í umboði SÞ hafði hrakið norðanmenn burt 1950-53, hafði þetta útþenslustríð kommúnismans kostað 2,4 millj. manna lífið. Skýrt dæmi þess, að uppgjöf varna getur verið svæsið ábyrgðarleysi. Afglöp aðgerðaleysisEinhver verstu afglöp í utanríkisstefnu Bandaríkjanna birtast á stundum í aðgerðaleysi fremur en athöfnum.Víetnamstríð Bandaríkjamanna 1960-75 kostaði a.m.k. 1.750.000 mannslíf á báða bóga. Ýmsar hernaðaraðferðir þeirra voru óverjandi, þótt upptök stríðsins hafi verið að norðan og enda þótt sigur kommúnista krenkti lýðréttindi í landinu (flóttastraumur 'bátafólksins', 1,1-2 millj., var toppur á ísjaka). En þetta er eina stríðið sem Bandaríkin hafa háð með mjög miklu mannfalli sl. hálfa öld, þ.e.a.s. miklu ef miðað er við mannfall í öðrum stríðum þá. T.d. féllu í Afganistanstríði Sovétmanna nær hundrað sinnum fleiri en í Íraksstríðinu 2003-4. Við má bæta fjölda dæma, m.a. frá Kína, Kambódíu, Indónesíu, Tímor, Pakistan og Alsír, Líbanon, Nígeríu, Úganda, Angóla og Mósambík, Kólumbíu, stríði Íraks og Írans 1980-88 (fallnir um 0,9-1,5 millj.), stríði Saddams gegn sjítum og Kúrdum, þjóðerna- og útrýmingarstyrjöldum í Júgóslavíu, Rúanda, Kongó og Súdan (nær 2 millj. látnir aðeins í því landi). Hvert þessara stríða kostaði margfalt (sum yfir hundraðfalt) meiri mannfórnir en núverandi Íraksstríð, þar sem 16-18.000 manns hafa fallið í allt. Í Persaflóastríðinu 1991 féllu 25-75.000 manns. Stríðið var háð af mörgum þjóðum undir merki SÞ, er Írak hafði lagt undir sig aðildarríki SÞ, Kúweit. Til að hindra þjóðarmorðÍhlutun Bandaríkjanna o.fl. í Kosovo og Serbíu var til að hindra hliðstætt þjóðarmorð og átti sér stað í Bosníustríðinu 1992-95, þar sem 278.000 manns fórust. En í 78 daga loftárásum NATO á Júgóslavíu 1999 féllu um 500 borgarar skv. nákvæmum útreikningum Human Rights Watch (Serbar halda fram 1.200-5.000). Önnur dæmi RAÞ sýna feysknar stoðir fullyrðinga hans: Innrásin á Svínaflóa 1961 kostaði nokkur hundruð mannslífa, herforingjabyltingin í Chile 1973 o.áfr. 2.800-4.200 drepna. Í innrás Bandaríkjanna og sex karabískra ríkja á Grenada 1983 féllu 102 manns. Loftárásir á skotmörk í Benghasí og Trípólí 1986 munu hafa grandað 50-60 Líbýumönnum. Í skæruhernaði Contra-sveita gegn Sandinistastjórn Nicaragua 1981-88 féllu nál. 30.000 manns; Contra-liðar voru studdir af Bandaríkjastjórn sem var því samábyrg með stríðsaðilum. Innrásin í Panama 1989 kostaði 350-750 fallna. Íhlutun Bandaríkjanna til að stöðva hungursneyð vegna stjórnleysis í Sómalíu leiddi 1992-3 til vopnaðra átaka við einn stríðsherrann: mörg hundruð innfæddra féllu og 43 Bandaríkjamenn. Þrátt fyrir stóryrði RAÞ er ljóst, að fyrir utan Víetnamstríðið var beinn íhlutunarhernaður Bandaríkjanna frá 1950 ýmist með fjölþjóðaþátttöku (Júgóslavía, Íraksstríðið) og jafnvel með blessun SÞ (Kóreustríðið, Persaflóastríðið) ellegar átök sem flest blikna hjá stórum stríðsviðburðum sem áttu sér stað á sama tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Utanríkisstefna Bandaríkjanna - Jón Valur Jensson Í Fréttablaðsgrein 13. maí telur Ragnar A. Þórsson illsku Bandaríkjanna útiloka samstarf við þau í varnar- og utanríkismálum, kennir þeim um helztu stríðsátök liðinna áratuga, með miklu mannfalli, "enda varla háð orrusta án þeirra". Telur upp 12 dæmi því til staðfestingar, sem hér verða hrakin. Halda mætti að ekki sé lengur vert að minnast á önnur stríð í veröldinni, s.s. hryllinginn í Kongó á síðustu árum eða innrás Sovétríkjanna í Afganistan (1,5-1,6 milljónir fallnar 1979-89), auk íhlutana þeirra víðar, hvað þá stríð milli Indlands og Pakistans, þjóðanna í Júgóslavíu og mörg Afríkustríð. RAÞ tíundar einungis innrásir og íhlutanir Bandaríkjanna, sem allflestar kostuðu lítið mannfall í samanburði, nema í Kóreu og Víetnam. Ameríkönum verður aðeins óbeint kennt um upptök Kóreustríðsins: þeir sýndu það andvaraleysi að flytja hersveitir úr S-Kóreu 1949 í fánýtu trausti á friðsemi kommúnista. Eftirgjöf gagnvart illræðisöflum er háskaleg: kostaði hér innrás frá N-Kóreu og hertöku mestallrar S-Kóreu með blessun og stuðningi Stalíns. Þegar fjöldi ríkja í umboði SÞ hafði hrakið norðanmenn burt 1950-53, hafði þetta útþenslustríð kommúnismans kostað 2,4 millj. manna lífið. Skýrt dæmi þess, að uppgjöf varna getur verið svæsið ábyrgðarleysi. Afglöp aðgerðaleysisEinhver verstu afglöp í utanríkisstefnu Bandaríkjanna birtast á stundum í aðgerðaleysi fremur en athöfnum.Víetnamstríð Bandaríkjamanna 1960-75 kostaði a.m.k. 1.750.000 mannslíf á báða bóga. Ýmsar hernaðaraðferðir þeirra voru óverjandi, þótt upptök stríðsins hafi verið að norðan og enda þótt sigur kommúnista krenkti lýðréttindi í landinu (flóttastraumur 'bátafólksins', 1,1-2 millj., var toppur á ísjaka). En þetta er eina stríðið sem Bandaríkin hafa háð með mjög miklu mannfalli sl. hálfa öld, þ.e.a.s. miklu ef miðað er við mannfall í öðrum stríðum þá. T.d. féllu í Afganistanstríði Sovétmanna nær hundrað sinnum fleiri en í Íraksstríðinu 2003-4. Við má bæta fjölda dæma, m.a. frá Kína, Kambódíu, Indónesíu, Tímor, Pakistan og Alsír, Líbanon, Nígeríu, Úganda, Angóla og Mósambík, Kólumbíu, stríði Íraks og Írans 1980-88 (fallnir um 0,9-1,5 millj.), stríði Saddams gegn sjítum og Kúrdum, þjóðerna- og útrýmingarstyrjöldum í Júgóslavíu, Rúanda, Kongó og Súdan (nær 2 millj. látnir aðeins í því landi). Hvert þessara stríða kostaði margfalt (sum yfir hundraðfalt) meiri mannfórnir en núverandi Íraksstríð, þar sem 16-18.000 manns hafa fallið í allt. Í Persaflóastríðinu 1991 féllu 25-75.000 manns. Stríðið var háð af mörgum þjóðum undir merki SÞ, er Írak hafði lagt undir sig aðildarríki SÞ, Kúweit. Til að hindra þjóðarmorðÍhlutun Bandaríkjanna o.fl. í Kosovo og Serbíu var til að hindra hliðstætt þjóðarmorð og átti sér stað í Bosníustríðinu 1992-95, þar sem 278.000 manns fórust. En í 78 daga loftárásum NATO á Júgóslavíu 1999 féllu um 500 borgarar skv. nákvæmum útreikningum Human Rights Watch (Serbar halda fram 1.200-5.000). Önnur dæmi RAÞ sýna feysknar stoðir fullyrðinga hans: Innrásin á Svínaflóa 1961 kostaði nokkur hundruð mannslífa, herforingjabyltingin í Chile 1973 o.áfr. 2.800-4.200 drepna. Í innrás Bandaríkjanna og sex karabískra ríkja á Grenada 1983 féllu 102 manns. Loftárásir á skotmörk í Benghasí og Trípólí 1986 munu hafa grandað 50-60 Líbýumönnum. Í skæruhernaði Contra-sveita gegn Sandinistastjórn Nicaragua 1981-88 féllu nál. 30.000 manns; Contra-liðar voru studdir af Bandaríkjastjórn sem var því samábyrg með stríðsaðilum. Innrásin í Panama 1989 kostaði 350-750 fallna. Íhlutun Bandaríkjanna til að stöðva hungursneyð vegna stjórnleysis í Sómalíu leiddi 1992-3 til vopnaðra átaka við einn stríðsherrann: mörg hundruð innfæddra féllu og 43 Bandaríkjamenn. Þrátt fyrir stóryrði RAÞ er ljóst, að fyrir utan Víetnamstríðið var beinn íhlutunarhernaður Bandaríkjanna frá 1950 ýmist með fjölþjóðaþátttöku (Júgóslavía, Íraksstríðið) og jafnvel með blessun SÞ (Kóreustríðið, Persaflóastríðið) ellegar átök sem flest blikna hjá stórum stríðsviðburðum sem áttu sér stað á sama tíma.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun