Grátandi sjálfsmynd þjóðarinnar Bjarni Karlsson skrifar 22. nóvember 2004 00:01 Guðmundur Steingrímsson skrifaði skemmtilegan bakþankapistil um mikið alvörumál sem birtist hér í blaðinu á laugardaginn var, undir heitinu þjóðsöngurinn. Þar lýsir hann þeirri staðreynd að tengsl þjóðsöngs og þjóðar í okkar kalda landi eru súrrealísk. Það er alveg satt. Hvert sinn sem við reynum að syngja þennan söng líður okkur eins og við séum að falla á prófi og vanmáttarkenndin kúpplar sig saman við þetta dularfulla ‘grátandi smáblóm’ sem bara ‘tilbiður Guð sinn og deyr’. Það skiptir máli að þjóðsöngur sé merkingarbær. Þjóðsöngur tjáir sjálfsmynd þjóðar, eða ætti alltént að gera það. Annað hvort verðum við að ná vitrænum og tilfinningalegum tengslum við þjóðsönginn okkar, eða við verðum að skipta um þjóðsöng. Ég álít að íslenski þjóðsöngurinn sé mikil gæfa. Eins og það annars er fyndið hjá Guðmundi, að halda því fram að sérstaða hans sé í því fólgin að textinn sé "eins og drafandi óráðsíuhjal og (með) laglínu sem fær flesta til að gera sig að fífli á almannafær", þá tel ég sérstöðuna öllu heldur vera þá, að okkar þjóðsöngur er sálmur. Á meðan aðrar þjóðir syngja ýmist landi sínu eða veraldarvaldinu lof í sínum þjóðsöngvum, þá syngjum við Guði lof. Ef þjóðsöngur tjáir sjálfmynd þjóðar, þá tjáir okkar söngur þá afstöðu að í stað þess að byggja sjálfsmynd okkar á samanburði við aðra, þá horfir okkar litla þjóð á sig úr þeirri fjarlægð sem gerir allar þjóðir smáar og alla menn auðmjúka. "Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð. Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn. Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar, tímanna safn". Og á meðan aðrar þjóðir eiga sína löngu sögu, þá sjáum við okkar sögu ekki í samanburði, heldur í ljósi þess að "Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár dagur, ei meir". Þegar við hugsum til lands og þjóðar þá hugsum við til Guðs sem gaf. Í stað þjóðarstolts kemur þakklæti. Í stað herkvaðar kemur bæn: "verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkisbraut". Þetta finnst mér vera merkingarbært. Þjóð sem á slíkan þjóðarsöng þarf ekki að selja samvisku sína í hendur blóðvarga og fara með hernaði á hendur öðrum þjóðum. Slík þjóð selur heldur ekki frá sér landið, því hún veit að hún á það ekki. Guð lánar landið. Þjóð sem þorir að sjá sig sem "grátandi smáblóm með titrandi tár" í víðáttu rúms og tíma, hefur það sem þarf til að rækta frið og þroska með sér réttæti. Já, Guðmundur, höldum söngnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson skrifaði skemmtilegan bakþankapistil um mikið alvörumál sem birtist hér í blaðinu á laugardaginn var, undir heitinu þjóðsöngurinn. Þar lýsir hann þeirri staðreynd að tengsl þjóðsöngs og þjóðar í okkar kalda landi eru súrrealísk. Það er alveg satt. Hvert sinn sem við reynum að syngja þennan söng líður okkur eins og við séum að falla á prófi og vanmáttarkenndin kúpplar sig saman við þetta dularfulla ‘grátandi smáblóm’ sem bara ‘tilbiður Guð sinn og deyr’. Það skiptir máli að þjóðsöngur sé merkingarbær. Þjóðsöngur tjáir sjálfsmynd þjóðar, eða ætti alltént að gera það. Annað hvort verðum við að ná vitrænum og tilfinningalegum tengslum við þjóðsönginn okkar, eða við verðum að skipta um þjóðsöng. Ég álít að íslenski þjóðsöngurinn sé mikil gæfa. Eins og það annars er fyndið hjá Guðmundi, að halda því fram að sérstaða hans sé í því fólgin að textinn sé "eins og drafandi óráðsíuhjal og (með) laglínu sem fær flesta til að gera sig að fífli á almannafær", þá tel ég sérstöðuna öllu heldur vera þá, að okkar þjóðsöngur er sálmur. Á meðan aðrar þjóðir syngja ýmist landi sínu eða veraldarvaldinu lof í sínum þjóðsöngvum, þá syngjum við Guði lof. Ef þjóðsöngur tjáir sjálfmynd þjóðar, þá tjáir okkar söngur þá afstöðu að í stað þess að byggja sjálfsmynd okkar á samanburði við aðra, þá horfir okkar litla þjóð á sig úr þeirri fjarlægð sem gerir allar þjóðir smáar og alla menn auðmjúka. "Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð. Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn. Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar, tímanna safn". Og á meðan aðrar þjóðir eiga sína löngu sögu, þá sjáum við okkar sögu ekki í samanburði, heldur í ljósi þess að "Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár dagur, ei meir". Þegar við hugsum til lands og þjóðar þá hugsum við til Guðs sem gaf. Í stað þjóðarstolts kemur þakklæti. Í stað herkvaðar kemur bæn: "verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkisbraut". Þetta finnst mér vera merkingarbært. Þjóð sem á slíkan þjóðarsöng þarf ekki að selja samvisku sína í hendur blóðvarga og fara með hernaði á hendur öðrum þjóðum. Slík þjóð selur heldur ekki frá sér landið, því hún veit að hún á það ekki. Guð lánar landið. Þjóð sem þorir að sjá sig sem "grátandi smáblóm með titrandi tár" í víðáttu rúms og tíma, hefur það sem þarf til að rækta frið og þroska með sér réttæti. Já, Guðmundur, höldum söngnum.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun