Sjö milljörðum meira í bætur 22. nóvember 2004 00:01 Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur leitað til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um rannsókn á fjölgun öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega. Öryrkjum fjölgaði um fjörutíu prósent á árunum 1998 til 2003. Allt bendir til að öryrkjum fjölgi meira á þessu ári en árunum á undan. Konum fjölgar meira í hópi öryrkja en körlum. Mest var það á fyrstu þremur mánuðum ársins en þá fjölgaði konum um 29 prósent umfram það sem var árið á undan. Einnig er mikil breyting meðal öryrkja sem hafa lokið háskólaprófi. Þeir voru 4,8 prósent fyrir fáum árum en eru nú 14,3 prósent. Heildarbætur, til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega, hafa hækkað úr rúmlega fimm milljörðum króna árið 1998 í rúmlega tólf milljarða 2003, eða um sjö milljarða króna. Ljóst er að á þessu ári munu bæturnar aukast enn frekar. Í maí á þessu ári voru öryrkjar 11.498, en voru árið 1986 samtals 3.617. Um áramót voru 4.6 prósent karla og 7.6 prósent kvenna í landinu örorkulífeyrisþegar. Þegar bornar eru saman tölur um fjölgun milli ára kemur í ljós, að nýjum öryrkjum á skrá fjölgaði um 373 árið 2002, 444 árið 2003 og 550 á þessu ári. Hlutfallsleg aukning milli áranna 2002 og 2003 var nítján prósent en 24 prósent á milli 2003 og 2004. Tryggingastofnun bendir á að í mars 2003 hafi fyrirkomulagi á mati örorku verið breytt, þegar það færðist úr höndum lækna Tryggingastofnunar til lækna sem annast örorkumöt sem verktakar. Af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að þessi ráðstöfun hafi leitt til þess að synjunum hafi fækkað, en þeim tilvikum sem metin séu til 75 prósent örorku fjölgi ört. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur leitað til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um rannsókn á fjölgun öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega. Öryrkjum fjölgaði um fjörutíu prósent á árunum 1998 til 2003. Allt bendir til að öryrkjum fjölgi meira á þessu ári en árunum á undan. Konum fjölgar meira í hópi öryrkja en körlum. Mest var það á fyrstu þremur mánuðum ársins en þá fjölgaði konum um 29 prósent umfram það sem var árið á undan. Einnig er mikil breyting meðal öryrkja sem hafa lokið háskólaprófi. Þeir voru 4,8 prósent fyrir fáum árum en eru nú 14,3 prósent. Heildarbætur, til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega, hafa hækkað úr rúmlega fimm milljörðum króna árið 1998 í rúmlega tólf milljarða 2003, eða um sjö milljarða króna. Ljóst er að á þessu ári munu bæturnar aukast enn frekar. Í maí á þessu ári voru öryrkjar 11.498, en voru árið 1986 samtals 3.617. Um áramót voru 4.6 prósent karla og 7.6 prósent kvenna í landinu örorkulífeyrisþegar. Þegar bornar eru saman tölur um fjölgun milli ára kemur í ljós, að nýjum öryrkjum á skrá fjölgaði um 373 árið 2002, 444 árið 2003 og 550 á þessu ári. Hlutfallsleg aukning milli áranna 2002 og 2003 var nítján prósent en 24 prósent á milli 2003 og 2004. Tryggingastofnun bendir á að í mars 2003 hafi fyrirkomulagi á mati örorku verið breytt, þegar það færðist úr höndum lækna Tryggingastofnunar til lækna sem annast örorkumöt sem verktakar. Af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að þessi ráðstöfun hafi leitt til þess að synjunum hafi fækkað, en þeim tilvikum sem metin séu til 75 prósent örorku fjölgi ört.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira