Innlent

Búist við hörðum umræðum

Búist er við hörðum umræðum á opnum fundi Landssambands Framsóknarkvenna í dag, en tilefni fundarins er að mótmæla þeirri ákvörðun þingflokks Framsóknarmanna að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Yfirskrift fundarins er: "Staða kvenna í Framsóknarflokknum - aftur til fortíðar! Vér mótmælum allar!" Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi og einn stofnenda Landssambands Framsóknarkvenna flytur framsögu og er búist við að hún skjóti föstum skotum að flokksforystunni. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hvetur Framsóknarkonur til að láta af gagnrýni sinni. Á heimasíðu Valgerðar rifjar hún upp að hún hafi ekki orðið ráðherra árið 1999, þrátt fyrir 12 ára þingsetu, en á þeim tíma hafi ekki heyrst nein mótmæli frá Framsóknarkonum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×