Sipa - ný verslun í miðborginni 25. ágúst 2004 00:01 Margir hafa eflaust tekið eftir því að hin rótgróna Hattabúð Reykjavíkur að Laugavegi 2, þar sem Skólavörðustígur mætir Laugavegi, er ekki lengur á sínum stað. Í staðinn er þar komin ný verslun, verslunin Sipa. Verslunin er frekar ný af nálinni en hún opnaði í lok nóvember á síðasta ári. Í Sipa eru eingöngu seldar danskar vörur sem helst eru ætlaðar til heimilisins. Einnig er þar hægt að finna fallegar gjafavörur. "Reksturinn fór frekar hægt af stað þar sem fólk áttaði sig ekki almennilega á því að hattabúðin væri hætt. Núna er þetta allt að komast í gang og framtíðin er björt," segir Pálína Pálsdóttir, eigandi Sipa. "Við seljum gjafavörur og hluti til heimilisins. Við erum til dæmis með rúmföt, náttföt og púða jafnt fyrir unga sem aldna. Við erum með tvö dönsk merki; Rice og Green Gate. Rise höfðar frekar til unga fólksins sem vill mikið vera að breyta til. Rice fylgir tískubylgjum í heimilisvörum vel eftir og er í ódýrari kantinum. Green Gate vörurnar eru aðeins dýrari en mjög eigulegar. Ég myndi segja að vörurnar sem við seljum séu fyrir konur. Þær gleðja augað og eru afskaplega vandaðar," segir Pálína. Pálína hyggur á að bæta við sig í versluninni og er nýkomin af sýningu í Danmörku þar sem hún skoðaði og pantaði nýjar vörur. "Ég fæ nýjar vörur reglulega en nú var ég að panta heilan helling í viðbót. Þær vörur koma líklega ekki fyrr en seinna í haust. Þá mun ég reyna að brjóta upp vöruúrvalið með fallegum, litlum boxum og pipar og salti svo eitthvað sé nefnt." Hús og heimili Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Margir hafa eflaust tekið eftir því að hin rótgróna Hattabúð Reykjavíkur að Laugavegi 2, þar sem Skólavörðustígur mætir Laugavegi, er ekki lengur á sínum stað. Í staðinn er þar komin ný verslun, verslunin Sipa. Verslunin er frekar ný af nálinni en hún opnaði í lok nóvember á síðasta ári. Í Sipa eru eingöngu seldar danskar vörur sem helst eru ætlaðar til heimilisins. Einnig er þar hægt að finna fallegar gjafavörur. "Reksturinn fór frekar hægt af stað þar sem fólk áttaði sig ekki almennilega á því að hattabúðin væri hætt. Núna er þetta allt að komast í gang og framtíðin er björt," segir Pálína Pálsdóttir, eigandi Sipa. "Við seljum gjafavörur og hluti til heimilisins. Við erum til dæmis með rúmföt, náttföt og púða jafnt fyrir unga sem aldna. Við erum með tvö dönsk merki; Rice og Green Gate. Rise höfðar frekar til unga fólksins sem vill mikið vera að breyta til. Rice fylgir tískubylgjum í heimilisvörum vel eftir og er í ódýrari kantinum. Green Gate vörurnar eru aðeins dýrari en mjög eigulegar. Ég myndi segja að vörurnar sem við seljum séu fyrir konur. Þær gleðja augað og eru afskaplega vandaðar," segir Pálína. Pálína hyggur á að bæta við sig í versluninni og er nýkomin af sýningu í Danmörku þar sem hún skoðaði og pantaði nýjar vörur. "Ég fæ nýjar vörur reglulega en nú var ég að panta heilan helling í viðbót. Þær vörur koma líklega ekki fyrr en seinna í haust. Þá mun ég reyna að brjóta upp vöruúrvalið með fallegum, litlum boxum og pipar og salti svo eitthvað sé nefnt."
Hús og heimili Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira