Kvaðir settar á inneignir 3. janúar 2005 00:01 Inneignarnótur í verslunum gilda í fjögur ár, sé ekki annað tekið fram á þeim, að sögn Sesselju Ásgeirsdóttur fulltrúa hjá Neytendasamtökunum. Nú fer sá tími í hönd, að margt fólk skiptir eða skilar vörum í verslunum eða er með gjafakort upp á vasann. Útsölurnar eru einnig að hefja göngu sína og í þessum tilvikum öllum er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um rétt sinn. "Kaupmenn hafa sett tímamörk á inneignarnótur og gjafakort fólks. Dæmi eru um að gildistími séu tveir mánuðir," sagði Sesselja. "Þegar kaupandinn er búinn að taka við nótunni er hann um leið búinn að samþykkja þá skilmála sem á henni eru. Kaupmenn geta ákveðið hvernig þeir hafa nóturnar því það eru ekki í gildi nein lög um skilarétt. Kaupandinn á því aldrei rétt á að skila eða skipta vöru nema sérstaklega sé um það samið.Þess vegna er mikilvægt að kaupandinn kynni sér skilmála verslunarinnar um skilarétt áður en kaupin fara fram. Slíkur samningur tryggir rétt kaupanda." Sesselja sagði að fólk gæti lent í vanda ef ströng tímamörk væru á inneignarnótum, og að á nótu stæði að hún gilti ekki á útsölu, því svo gæti farið að það fyndi ekkert við sitt hæfi í viðkomandi verslun og nótan um það bil að renna út. Það eina sem kaupandinn gæti gert væri þá að reyna að fá frestinn framlengdan. Hún sagði það algengt að kaupmenn settu tímamörk á inneignarnótur, auk þess sem margir þeirra vildu setja ákvæði um að þær, og jafnvel gjafakort, giltu ekki á útsölum. "Í þeim tilvikum minnum við viðkomandi neytendur á að að versla í þeim verslunum sem tileinka sér gildandi skilareglur. Kaupmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir fara að þeim eða ekki. Samkvæmt þessum reglum getur fólk notað inneignarnótu hvenær sem er og á útsölu ef nótan er dagsett 14 dögum áður en útsala hefst. Þetta kemur í veg fyrir að menn skili vörunni og kaupi hana strax aftur á lægra verði." Sesselja sagði, að neytendur leituðu mjög mikið til samtakanna með mál varðandi inneignarnótur og rétt sinn á útsölum, ekki síst eftir áramótin. Neytendasamtökin hvettu neytendur til að versla þar sem skilareglunum væri framfylgt. Með því móti vissu þeir nákvæmlega hvaða rétt þeir ættu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Inneignarnótur í verslunum gilda í fjögur ár, sé ekki annað tekið fram á þeim, að sögn Sesselju Ásgeirsdóttur fulltrúa hjá Neytendasamtökunum. Nú fer sá tími í hönd, að margt fólk skiptir eða skilar vörum í verslunum eða er með gjafakort upp á vasann. Útsölurnar eru einnig að hefja göngu sína og í þessum tilvikum öllum er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um rétt sinn. "Kaupmenn hafa sett tímamörk á inneignarnótur og gjafakort fólks. Dæmi eru um að gildistími séu tveir mánuðir," sagði Sesselja. "Þegar kaupandinn er búinn að taka við nótunni er hann um leið búinn að samþykkja þá skilmála sem á henni eru. Kaupmenn geta ákveðið hvernig þeir hafa nóturnar því það eru ekki í gildi nein lög um skilarétt. Kaupandinn á því aldrei rétt á að skila eða skipta vöru nema sérstaklega sé um það samið.Þess vegna er mikilvægt að kaupandinn kynni sér skilmála verslunarinnar um skilarétt áður en kaupin fara fram. Slíkur samningur tryggir rétt kaupanda." Sesselja sagði að fólk gæti lent í vanda ef ströng tímamörk væru á inneignarnótum, og að á nótu stæði að hún gilti ekki á útsölu, því svo gæti farið að það fyndi ekkert við sitt hæfi í viðkomandi verslun og nótan um það bil að renna út. Það eina sem kaupandinn gæti gert væri þá að reyna að fá frestinn framlengdan. Hún sagði það algengt að kaupmenn settu tímamörk á inneignarnótur, auk þess sem margir þeirra vildu setja ákvæði um að þær, og jafnvel gjafakort, giltu ekki á útsölum. "Í þeim tilvikum minnum við viðkomandi neytendur á að að versla í þeim verslunum sem tileinka sér gildandi skilareglur. Kaupmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir fara að þeim eða ekki. Samkvæmt þessum reglum getur fólk notað inneignarnótu hvenær sem er og á útsölu ef nótan er dagsett 14 dögum áður en útsala hefst. Þetta kemur í veg fyrir að menn skili vörunni og kaupi hana strax aftur á lægra verði." Sesselja sagði, að neytendur leituðu mjög mikið til samtakanna með mál varðandi inneignarnótur og rétt sinn á útsölum, ekki síst eftir áramótin. Neytendasamtökin hvettu neytendur til að versla þar sem skilareglunum væri framfylgt. Með því móti vissu þeir nákvæmlega hvaða rétt þeir ættu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira