Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Árni Sæberg skrifar 10. mars 2025 12:34 Davíð Rúdólfsson er framkvæmdastjóri Gildis - lífeyrissjóðs. Gildi Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs fagnar því að lausn ÍL-sjóðsmálsins gæti verið í sjónmáli. Frá þessu sagði í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun. Þar kemur fram að hljóti tillögurnar samþykki kröfuhafa og Alþingis muni ríkið gefa út ríkisskuldabréf upp á 540 milljarða króna til þess að gera upp kröfur í ÍL-sjóð. Heildarvirði HFF-bréfanna er metið á 651 milljarð króna og afgangurinn verður greiddur með afhendingu annarra verðbréfa, gjaldeyris og reiðufjár. Davíð Rúdólfsson, framkvæmdastjóri Gildis - lífeyrissjóðs, fagnar því að tillögurnar séu komnar fram. „Lífeyrissjóðirnir fengu kynningu á þessu núna morgun þannig núna er það komið í þeirra hluta að rýna þetta. Þetta eru flókin viðskipti, flókin tillaga. Það mun eflaust taka þá einhvern tíma að rýna og meta þetta en það er mjög jákvætt að tillagan sé komið fram og að ráðgjafarnir hafi treyst sér til að leggja hana fram. Ekki í samræmi við upphaflegar hugmyndir Bjarna Davíð segir niðurstöðu viðræðunefndarinnar og ráðgjafa lífeyrissjóðanna, Arctica finance og Logos, ekki hafa verið í samræmi við þá stefnu sem mörkuð var þegar málið hófst fyrir rúmum tveimur árum. Niðurstaðan sé frekar í takti við sjónarmið lífeyrissjóðanna. Þá var Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, harðlega gagnrýndur fyrir hugmyndir hans um slit ÍL-sjóðs. „Fyrirhuguð löggjöf fæli í sér eignarnám, væri andstæð stjórnarskrá og til þess fallin að baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu sem kynni að hafa í för með sér veruleg viðbótarfjárútlát af hálfu ríkissjóðs í formi dráttarvaxta og kostnaðar,“ sagði til að mynd í yfirlýsingu tuttugu lífeyrissjóða í maí árið 2023. „Að því leytinu til þá er það mjög jákvætt. Fljótt á litið er greiðslan, sem ríkið sér fyrir sér að greiða fyrir HFF-bréfin, það eru eðlislík skuldabréf, að megninu til ríkisskuldabréf og það er mjög jákvætt. En eins og ég segi, þetta er flókin tillaga og það er erfitt að mynda sér skoðun á stuttum tíma varðandi eins stórt mál og þetta er fyrir hagsmuni sjóðanna,“ segir Davíð. Lausn gæti legið fyrir eftir mánuð Gangi allt eftir stendur til að halda fund skuldabréfaeigenda með ríkinu þann 10. apríl næstkomandi. „Þannig að það er svolítið í að það komist endanleg niðurstaða í málið og hvernig lífeyrissjóðirnir og aðrir skuldabréfaeigendur meta þessa tillögu. Hún verður sem sagt borin fram á formlegum fundi skuldabréfaeigenda.“ Samkvæmt tilkynningu í morgun þurfa 75 prósent skuldabréfaeigenda að samþykkja tillöguna til þess að hún nái fram að ganga. Það er að segja 75 prósent miðað við kröfufjárhæð, ekki fjölda. Að sögn Davíð voru það ráðgjafar átján lífeyrissjóða sem stóðu í samningaviðræðum við ríkið en tveir stórir lífeyrissjóðir hafi sagt sig frá því ferli. Það eru Lífeyrisjóður Verslunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. ÍL-sjóður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sameina krafta sína vegna ÍL-sjóðs Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2022 16:41 Sammála niðurstöðu LOGOS varðandi málefni ÍL-sjóðs Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur. 7. desember 2022 20:13 Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. 23. nóvember 2022 16:50 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Frá þessu sagði í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun. Þar kemur fram að hljóti tillögurnar samþykki kröfuhafa og Alþingis muni ríkið gefa út ríkisskuldabréf upp á 540 milljarða króna til þess að gera upp kröfur í ÍL-sjóð. Heildarvirði HFF-bréfanna er metið á 651 milljarð króna og afgangurinn verður greiddur með afhendingu annarra verðbréfa, gjaldeyris og reiðufjár. Davíð Rúdólfsson, framkvæmdastjóri Gildis - lífeyrissjóðs, fagnar því að tillögurnar séu komnar fram. „Lífeyrissjóðirnir fengu kynningu á þessu núna morgun þannig núna er það komið í þeirra hluta að rýna þetta. Þetta eru flókin viðskipti, flókin tillaga. Það mun eflaust taka þá einhvern tíma að rýna og meta þetta en það er mjög jákvætt að tillagan sé komið fram og að ráðgjafarnir hafi treyst sér til að leggja hana fram. Ekki í samræmi við upphaflegar hugmyndir Bjarna Davíð segir niðurstöðu viðræðunefndarinnar og ráðgjafa lífeyrissjóðanna, Arctica finance og Logos, ekki hafa verið í samræmi við þá stefnu sem mörkuð var þegar málið hófst fyrir rúmum tveimur árum. Niðurstaðan sé frekar í takti við sjónarmið lífeyrissjóðanna. Þá var Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, harðlega gagnrýndur fyrir hugmyndir hans um slit ÍL-sjóðs. „Fyrirhuguð löggjöf fæli í sér eignarnám, væri andstæð stjórnarskrá og til þess fallin að baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu sem kynni að hafa í för með sér veruleg viðbótarfjárútlát af hálfu ríkissjóðs í formi dráttarvaxta og kostnaðar,“ sagði til að mynd í yfirlýsingu tuttugu lífeyrissjóða í maí árið 2023. „Að því leytinu til þá er það mjög jákvætt. Fljótt á litið er greiðslan, sem ríkið sér fyrir sér að greiða fyrir HFF-bréfin, það eru eðlislík skuldabréf, að megninu til ríkisskuldabréf og það er mjög jákvætt. En eins og ég segi, þetta er flókin tillaga og það er erfitt að mynda sér skoðun á stuttum tíma varðandi eins stórt mál og þetta er fyrir hagsmuni sjóðanna,“ segir Davíð. Lausn gæti legið fyrir eftir mánuð Gangi allt eftir stendur til að halda fund skuldabréfaeigenda með ríkinu þann 10. apríl næstkomandi. „Þannig að það er svolítið í að það komist endanleg niðurstaða í málið og hvernig lífeyrissjóðirnir og aðrir skuldabréfaeigendur meta þessa tillögu. Hún verður sem sagt borin fram á formlegum fundi skuldabréfaeigenda.“ Samkvæmt tilkynningu í morgun þurfa 75 prósent skuldabréfaeigenda að samþykkja tillöguna til þess að hún nái fram að ganga. Það er að segja 75 prósent miðað við kröfufjárhæð, ekki fjölda. Að sögn Davíð voru það ráðgjafar átján lífeyrissjóða sem stóðu í samningaviðræðum við ríkið en tveir stórir lífeyrissjóðir hafi sagt sig frá því ferli. Það eru Lífeyrisjóður Verslunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.
ÍL-sjóður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sameina krafta sína vegna ÍL-sjóðs Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2022 16:41 Sammála niðurstöðu LOGOS varðandi málefni ÍL-sjóðs Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur. 7. desember 2022 20:13 Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. 23. nóvember 2022 16:50 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Sameina krafta sína vegna ÍL-sjóðs Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2022 16:41
Sammála niðurstöðu LOGOS varðandi málefni ÍL-sjóðs Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur. 7. desember 2022 20:13
Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. 23. nóvember 2022 16:50
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf