Erlent

82 milljarða dala aukafjárveiting

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt einróma aukafjárveitingu upp á 82 milljarða dollara vegna stríðsreksturs Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan og vegna baráttunnar gegn hryðjuverkum í heiminum. Fulltrúadeild þingsins samþykkti aukafjárveitinguna með yfirgnæfandi meirihluta í síðustu viku. Þetta er fimmta aukafjárveitingin vegna hernaðarmála sem er samþykkt í Bandaríkjunum síðan 11. september árið 2001. Alls hafa meira en 300 milljarðar dollara farið í baráttuna gegn hryðjuverkum síðan þá sem eru meira en átján þúsund milljarðar íslenskra króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×