Erlent

64 látnir, 110 særðir

Minnst sextíu og fjórir hafa fallið í valinn og meira en eitt hundrað og tíu manns eru særðir eftir þrjár sjálfsmorðssprengjuárásir í Írak í morgun. Snemma í morgun féllu minnst tuttugu og átta og meira en sjötíu manns særðust í borginni Tíkrit í norðurhluta Íraks. Skömmu síðar gekk maður hlaðinn sprengiefnum inn í ráðningarstöð írakska hersins í borginni Hajiwa og sprengdi sig í loft upp með þeim afleiðingum að þrjátíu manns létust og nærri fjörutíu særðust.  Þá sprungu þrjár bílsprengjur í Bagdad nú í morgunsárið. Að sögn lögreglu týndu að minnsta kosti fjórir lífi í sprengingunum og fjölmargir særðust. Undanfarna daga hefur sannkallað stríðsástand ríkt í Írak. Í Anbar-héraði ríkir upplausnarástand eftir að héraðsstjóranum þar var rænt í gær. Uppreisnarmenn hóta að drepa hann ef Bandaríkjamenn fara ekki með herlið sitt burt frá borginni Qaim. Þar hafa meira en hundrað uppreisnarmenn verið drepnir undanfarna daga í áhlaupi Bandaríkjahers



Fleiri fréttir

Sjá meira


×