Miami 2 - Washington 0 11. maí 2005 00:01 Leikmenn Washington segjast ekki hafa stórar áhyggjur af að vera komnir undir 2-0 í einvíginu við Miami eftir 108-102 tap í nótt, þar eð þeir náðu að vinna upp slíkt forskot í fyrstu umferðinni og verða níunda liðið til að fara áfram eftir að lenda undir 2-0. Gallinn er bara sá að nú eru þeir að etja kappi við Dwayne Wade og félaga. Dwayne Wade var stórkostlegur í liði Miami í gær og það var fyrst og fremst stórleikur hans sem skóp sigur liðsins með snilldartilþrifum sínum og fjölhæfni. Rétt eins í fyrsta leiknum, misstu leikmenn Miami niður gott forskot í leiknum í gær og ljóst að liðið verður að taka sig saman í andlitinu ef það ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Vítanýting liðsins var skelfileg, þeir töpuðu boltanum 20 sinnum og Washington fór illa með þá í fráköstunum, sérstaklega í sókninni. Það er í raun með ólíkindum að Miami skuli hafa unnið leikinn þrátt fyrir þetta, ekki síst vegna þess að Shaquille O´Neal var afar dapur enn einn leikinn og virðist lítið geta beitt sér ennþá vegna meiðsla sinna. Líklega var það framlag Dwayne Wade sem réði mestu um útkomu leiksins í gær, auk þess sem vörn Washington til baka var skelfileg og stundum var eins og að horfa á menntaskólabolta þegar Miami voru í hraðaupphlaupum sínum. Wade fór á kostum í gær, bæði í stigaskorun og stoðsendingum og verður að teljast einn af mönnum úrslitakeppninnar hingað til. Það er Dwayne Wade sem leiðir lið Miami í dag, ekki Shaquille O´Neal, en mikið má vera ef sá stóri er ekki dálítið að spara sig fyrir hugsanleg átök við sterkari andstæðinga í næstu umferðum. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 31 stig (15 stoðs, 7 frák, 7 tapaðir boltar), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 16 stig (7 frák), Damon Jones 14 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák),.Atkvæðamestir hjá Washington:Antawn Jamison 32 stig, Gilbert Arenas 28 stig, Larry Hughes 15 stig (8 frák), Juan Dixon 10 stig (6 frák), Brendan Haywood 9 stig (7 frák). NBA Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Sjá meira
Leikmenn Washington segjast ekki hafa stórar áhyggjur af að vera komnir undir 2-0 í einvíginu við Miami eftir 108-102 tap í nótt, þar eð þeir náðu að vinna upp slíkt forskot í fyrstu umferðinni og verða níunda liðið til að fara áfram eftir að lenda undir 2-0. Gallinn er bara sá að nú eru þeir að etja kappi við Dwayne Wade og félaga. Dwayne Wade var stórkostlegur í liði Miami í gær og það var fyrst og fremst stórleikur hans sem skóp sigur liðsins með snilldartilþrifum sínum og fjölhæfni. Rétt eins í fyrsta leiknum, misstu leikmenn Miami niður gott forskot í leiknum í gær og ljóst að liðið verður að taka sig saman í andlitinu ef það ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Vítanýting liðsins var skelfileg, þeir töpuðu boltanum 20 sinnum og Washington fór illa með þá í fráköstunum, sérstaklega í sókninni. Það er í raun með ólíkindum að Miami skuli hafa unnið leikinn þrátt fyrir þetta, ekki síst vegna þess að Shaquille O´Neal var afar dapur enn einn leikinn og virðist lítið geta beitt sér ennþá vegna meiðsla sinna. Líklega var það framlag Dwayne Wade sem réði mestu um útkomu leiksins í gær, auk þess sem vörn Washington til baka var skelfileg og stundum var eins og að horfa á menntaskólabolta þegar Miami voru í hraðaupphlaupum sínum. Wade fór á kostum í gær, bæði í stigaskorun og stoðsendingum og verður að teljast einn af mönnum úrslitakeppninnar hingað til. Það er Dwayne Wade sem leiðir lið Miami í dag, ekki Shaquille O´Neal, en mikið má vera ef sá stóri er ekki dálítið að spara sig fyrir hugsanleg átök við sterkari andstæðinga í næstu umferðum. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 31 stig (15 stoðs, 7 frák, 7 tapaðir boltar), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 16 stig (7 frák), Damon Jones 14 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák),.Atkvæðamestir hjá Washington:Antawn Jamison 32 stig, Gilbert Arenas 28 stig, Larry Hughes 15 stig (8 frák), Juan Dixon 10 stig (6 frák), Brendan Haywood 9 stig (7 frák).
NBA Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Sjá meira