D´Antoni þjálfari ársins í NBA 11. maí 2005 00:01 Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns, var í gær valinn þjálfari ársins í NBA-körfuboltanum. D´Antoni fékk 326 atkvæði frá íþróttafréttamönnum en Rick Carlisle hjá Indiana 241 atkvæði. Þriðji í kjörinu varð Nate McMillan, þjálfari Seattle. Það kom fáum á óvart að D´Antoni skyldi verða fyrir valinu í ár, því hann stýrði liði Phoenix til eins mesta viðsnúnings í sögu NBA. Phoenix varð efst alla liða í deildinni í ár með 62 sigra og 20 töp, en það var 33 leikja viðsnúningur frá tímabilinu á undan. Mestu munaði um komu þeirra Steve Nash og Quentin Richardson, en D´Antoni skipti algerlega um leikstíl þegar leikstjórnandinn Nash gekk til liðs við félagið og skilaboðin voru einföld. Keyrum upp hraðann. Þessi leikstíll liðsins gekk fullkomlega upp og liðið skoraði allra liða mest í vetur, eða 110 stig að meðaltali, sem er það hæsta í mörg ár í deildinni. Efasemdamenn blésu á þessa leikaðferð og sögðu liðið aldrei geta náð árangri í úrslitakeppninni með stórskotalið sitt, en annað hefur komið á daginn. Phoenix hefur spilað liða skemmtilegasta boltann í vetur og ekki er ólíklegt að önnur lið muni reyna þessa leikaðferð næsta vetur. D´Antoni segist einfaldlega treysta leikmönnum sínum og leyfir þeim að hafa mikið að segja um leikaðferð liðsins og telur það nýta styrk þess best. Þetta hefur líka gert það að verkum að hann hefur ótakmarkaða virðingu leikmanna sinna, sem elska að spila fyrir hann og leggja sig alltaf alla fram á vellinum. NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns, var í gær valinn þjálfari ársins í NBA-körfuboltanum. D´Antoni fékk 326 atkvæði frá íþróttafréttamönnum en Rick Carlisle hjá Indiana 241 atkvæði. Þriðji í kjörinu varð Nate McMillan, þjálfari Seattle. Það kom fáum á óvart að D´Antoni skyldi verða fyrir valinu í ár, því hann stýrði liði Phoenix til eins mesta viðsnúnings í sögu NBA. Phoenix varð efst alla liða í deildinni í ár með 62 sigra og 20 töp, en það var 33 leikja viðsnúningur frá tímabilinu á undan. Mestu munaði um komu þeirra Steve Nash og Quentin Richardson, en D´Antoni skipti algerlega um leikstíl þegar leikstjórnandinn Nash gekk til liðs við félagið og skilaboðin voru einföld. Keyrum upp hraðann. Þessi leikstíll liðsins gekk fullkomlega upp og liðið skoraði allra liða mest í vetur, eða 110 stig að meðaltali, sem er það hæsta í mörg ár í deildinni. Efasemdamenn blésu á þessa leikaðferð og sögðu liðið aldrei geta náð árangri í úrslitakeppninni með stórskotalið sitt, en annað hefur komið á daginn. Phoenix hefur spilað liða skemmtilegasta boltann í vetur og ekki er ólíklegt að önnur lið muni reyna þessa leikaðferð næsta vetur. D´Antoni segist einfaldlega treysta leikmönnum sínum og leyfir þeim að hafa mikið að segja um leikaðferð liðsins og telur það nýta styrk þess best. Þetta hefur líka gert það að verkum að hann hefur ótakmarkaða virðingu leikmanna sinna, sem elska að spila fyrir hann og leggja sig alltaf alla fram á vellinum.
NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira