Innlent

Varað við snjóflóðum

Varað hefur verið við snjóflóðahættu á ákveðnum gönguleiðum í Hvannadalshnjúk. Lögreglu á Höfn í Hornafirði barst ábending í gær um mögulega hættu og að höfðu samráði við þjóðgarðsvörð í Skaftafelli og Veðurstofuna var gefin út viðvörun sem gildir fram yfir helgi. Horfur eru á ágætisveðri næstu daga með sæmilegri hlýju að deginum og ekki gert ráð fyrir úrkomu. Hörður Þór Sigurðsson á snjóflóðadeild Veðurstofunnar sagði viðvörunina gefna út með það í huga að mikil ferðahelgi væri framundan og því brýnt að láta fólk sem hyggur á fjallgöngur í Hvannadalshnjúk vita af mögulegri hættu svo það geti haft allan vara á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×