Stuðningur mestur á landsbyggðinni 11. maí 2005 00:01 Meirihluti landsmanna styður áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í Reykjavíkurlistanum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar töldu það rétt að flokkarnir sem standa að R-listanum bjóði aftur fram saman til borgarstjórnar. 39 prósent voru því andvíg. Nokkur munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru því greinilega ekki eins fylgjandi að R-listinn bjóði aftur fram, því einungis tæpur meirihluti þeirra, 54,6 prósent voru því fylgjandi, en tæplega 72 prósent landsbyggðarfólks. Þá eru konur aðeins líklegri til að styðja R-listann, en tæplega 73 prósent kvenna telja það rétt að R-listinn bjóði aftur fram, en tæplega 60 prósent karla. Ef einungis er litið til þeirra íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem jafnframt segjast myndu kjósa Framsóknarflokk, Samfylkingu eða Vinstri græna, væri boðað til kosninga nú, virðast stuðningsmenn flokkanna sem standa að R-listanum vera minna spenntir fyrir framtíð hans en stuðningsmenn annarra flokka, ásamt þeim sem eru óákveðnir eða gefa ekki upp hvað þeir kjósa. Rétt tæpur meirihluti, 52,3 prósent stuðningsmanna flokka sem standa að R-listanum eru því fylgjandi að R-listinn bjóði fram aftur. 47,7 prósent eru því andvíg. Innan þessa hóps eru konur heldur hlynntari áframhaldandi R-lista en karlar. 62,2 prósent kvenna eru þessu fylgjandi, en minnihluti karla, einungis 45,5 prósent. Hafa verður í huga að af 480 svarendum á höfuðborgarsvæðinu sögðust 145 ætla að kjósa einhvern þeirra flokka sem stendur að R-listanum. Af þessum 145 voru það 111 sem gáfu upp afstöðu gagnvart framtíð R-listans. Stefán Jón Hafstein segist mjög ánægður með að heyra að R-listinn hafi sama fylgi í þessari könnun og í kosningum, þrátt fyrir mörg erfið mál á kjörtímabilinu. "Ég túlka það sem svo að R-listinn eigi mikil sóknarfæri ef hann heldur rétt á sínum málum." Hringt var í 800 manns 8. febrúar, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Er rétt að flokkarnir sem standa að R-listanum bjóði aftur fram saman til borgarstjórnar? 67 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira
Meirihluti landsmanna styður áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í Reykjavíkurlistanum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar töldu það rétt að flokkarnir sem standa að R-listanum bjóði aftur fram saman til borgarstjórnar. 39 prósent voru því andvíg. Nokkur munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru því greinilega ekki eins fylgjandi að R-listinn bjóði aftur fram, því einungis tæpur meirihluti þeirra, 54,6 prósent voru því fylgjandi, en tæplega 72 prósent landsbyggðarfólks. Þá eru konur aðeins líklegri til að styðja R-listann, en tæplega 73 prósent kvenna telja það rétt að R-listinn bjóði aftur fram, en tæplega 60 prósent karla. Ef einungis er litið til þeirra íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem jafnframt segjast myndu kjósa Framsóknarflokk, Samfylkingu eða Vinstri græna, væri boðað til kosninga nú, virðast stuðningsmenn flokkanna sem standa að R-listanum vera minna spenntir fyrir framtíð hans en stuðningsmenn annarra flokka, ásamt þeim sem eru óákveðnir eða gefa ekki upp hvað þeir kjósa. Rétt tæpur meirihluti, 52,3 prósent stuðningsmanna flokka sem standa að R-listanum eru því fylgjandi að R-listinn bjóði fram aftur. 47,7 prósent eru því andvíg. Innan þessa hóps eru konur heldur hlynntari áframhaldandi R-lista en karlar. 62,2 prósent kvenna eru þessu fylgjandi, en minnihluti karla, einungis 45,5 prósent. Hafa verður í huga að af 480 svarendum á höfuðborgarsvæðinu sögðust 145 ætla að kjósa einhvern þeirra flokka sem stendur að R-listanum. Af þessum 145 voru það 111 sem gáfu upp afstöðu gagnvart framtíð R-listans. Stefán Jón Hafstein segist mjög ánægður með að heyra að R-listinn hafi sama fylgi í þessari könnun og í kosningum, þrátt fyrir mörg erfið mál á kjörtímabilinu. "Ég túlka það sem svo að R-listinn eigi mikil sóknarfæri ef hann heldur rétt á sínum málum." Hringt var í 800 manns 8. febrúar, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Er rétt að flokkarnir sem standa að R-listanum bjóði aftur fram saman til borgarstjórnar? 67 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira