Innlent

Halldór Blöndal hættir sem forseti

Halldór Blöndal stjórnaði sínum síðasta fundi sem þingforseti á Alþingi í gærkvöldi, en hann gefur ekki kost á sér aftur í það embætti á hausti komanda. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna þakkaði honum samstarfið fyrir hönd þingmanna. Hann sagði að Halldór hefði stýrt fundum frá því á vormánuðum 1999. "Þótti mörgum vita á stormasama sambúð hans við þingið; hvernig hann handlék fundahamarinn í upphafi forsetaferils síns fremur sem verkfæri til stórátaka en léttan smíðisgrip úr trjáviði." Ögmundur sagði að oft hefði verið veðrasamt við forsetastólinn í tíð Halldórs og stundum soðið upp úr þegar þingmönnum mislíkaði framganga hans. Halldór hafi haldið uppi merkjum þingsins af reisn og myndarskap.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×