Ashley Cole í sögubækurnar? 3. september 2005 00:01 Ashley Cole, varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta ætlar að láta reyna á réttmæti knattspyrnulaganna og áfrýja til gerðardóms, dómi sem yfir hann var felldur á dögunum. Cole var fundinn sekur af aganefnd enska knattspyrnusambandsins um að eiga í ólöglegum viðræðum við Chelsea á meðan hann er samningsbundinn Arsenal og sektaður um 75.000 pund. Í knattspyrnulögum segir að félag megi ekki setja sig í samband við samningsbundinn leikmann án leyfis viðkomandi félags leikmannsins. Cole og lögfræðingar hans standa í þeirri meiningu að enginn munur sé á knattspyrnumanni og venjulegum starfsmanni almenns fyrirtækis sem megi fara í atvinnuviðtöl hjá öðrum fyrirtækjum. Þessar reglur hamli því venjulegum mannréttindum starfsmanns, í tilfelli Cole, "starfsmanni" Arsenal. Þessu hafnar enska knattspyrnusambandið alfarið og segir að Cole sé ekki einu sinni heimilt að áfrýja þessum dómi til Gerðardóms. Aganefndin hafði upphaflega sektað Cole um 100.000 pund en lækkaði sektina í kjölfar áfrýjunar. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var einnig sektaður um 200.000 pund en sektin lækkuð niður í 75.000 pund í kjölfar áfrýjunar. Gerðardómur, eða "Court of Arbitration" er staðsettur í Lausanne í Sviss og var settur á laggirnar á 9. áratugnum til þess að taka á málum innan knattspyrnunnar. Einn frægasti úrskurður Gerðardómsins eru lagabreytingar sem belgíski knatspyrnumaðurinn John Bosman fékk í gegn í upphafi 10. áratugarins. Þessi tilraun Ashley Cole þykir svipa mjög til máls Bosman en eftir honum er Bosman reglan fræga nefnd sem gerir leikmönnum kleift að leita sér frjálst að öðru félagi að samningstímabili loknu. Áður fyrr var leikmanni ekki heimilt að yfirgefa félag þrátt fyrir að samningur hans væri útrunninn og var það í höndum viðkomandi félags hvort og hvert leikmaðurinn yrði seldur. Takist Cole og lögfræðingum hans að fá dómnum hnekkt markar það brot í sögu knattspyrnunnar. Þá myndi líklega svokölluð "Cole-regla" því taka gildi sem gerði knattspyrnufélögum kleift að stunda batjaldamakk með samningsbundnum leikmönnum. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
Ashley Cole, varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta ætlar að láta reyna á réttmæti knattspyrnulaganna og áfrýja til gerðardóms, dómi sem yfir hann var felldur á dögunum. Cole var fundinn sekur af aganefnd enska knattspyrnusambandsins um að eiga í ólöglegum viðræðum við Chelsea á meðan hann er samningsbundinn Arsenal og sektaður um 75.000 pund. Í knattspyrnulögum segir að félag megi ekki setja sig í samband við samningsbundinn leikmann án leyfis viðkomandi félags leikmannsins. Cole og lögfræðingar hans standa í þeirri meiningu að enginn munur sé á knattspyrnumanni og venjulegum starfsmanni almenns fyrirtækis sem megi fara í atvinnuviðtöl hjá öðrum fyrirtækjum. Þessar reglur hamli því venjulegum mannréttindum starfsmanns, í tilfelli Cole, "starfsmanni" Arsenal. Þessu hafnar enska knattspyrnusambandið alfarið og segir að Cole sé ekki einu sinni heimilt að áfrýja þessum dómi til Gerðardóms. Aganefndin hafði upphaflega sektað Cole um 100.000 pund en lækkaði sektina í kjölfar áfrýjunar. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var einnig sektaður um 200.000 pund en sektin lækkuð niður í 75.000 pund í kjölfar áfrýjunar. Gerðardómur, eða "Court of Arbitration" er staðsettur í Lausanne í Sviss og var settur á laggirnar á 9. áratugnum til þess að taka á málum innan knattspyrnunnar. Einn frægasti úrskurður Gerðardómsins eru lagabreytingar sem belgíski knatspyrnumaðurinn John Bosman fékk í gegn í upphafi 10. áratugarins. Þessi tilraun Ashley Cole þykir svipa mjög til máls Bosman en eftir honum er Bosman reglan fræga nefnd sem gerir leikmönnum kleift að leita sér frjálst að öðru félagi að samningstímabili loknu. Áður fyrr var leikmanni ekki heimilt að yfirgefa félag þrátt fyrir að samningur hans væri útrunninn og var það í höndum viðkomandi félags hvort og hvert leikmaðurinn yrði seldur. Takist Cole og lögfræðingum hans að fá dómnum hnekkt markar það brot í sögu knattspyrnunnar. Þá myndi líklega svokölluð "Cole-regla" því taka gildi sem gerði knattspyrnufélögum kleift að stunda batjaldamakk með samningsbundnum leikmönnum.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira