Sport

Varnarlínan fjarri góðu gamni

Auðun Helgason, FH, og Valsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson voru í morgun valdir í íslenska landsliðið sem mætir Möltumönnum í undakeppni heimsmeistaramótsins á miðvikudag. Bjarni Ólafur er nýliði en Auðun á að baki fjölmarga landsleiki. Öll varnarlína landsliðsins sem hóf leikinn gegn Ungverjum í gær verður fjarri góðu gamni gegn Möltu. Kristján Örn Sigurðsson, Indriði Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason eru í leikbanni og Pétur Hafliði Marteinsson ökklabrotnaði og gekkst undir aðgerð í morgun. Pétur verður í gifsi í sex vikur og getur hugsanlega byrjað að æfa undir lok ágúst með liði sínu Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni. Þá er óvíst hvort að Gylfi Einarsson geti verið með en hann meiddist í upphafi síðari hálfleiks. Grétar Rafn Steinsson fékk slæman skurð á höfuðið og smá heilahristing og lék ekkert í síðari hálfleik en er klár í slaginn gegn Möltu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×