Enn merki um alþjóðlega starfsemi 15. júlí 2005 00:01 Tveir útlendingar voru handteknir í Reykjavík í vikunni en þeir eru grunaðir um fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík gerði húsleit í miðborg Reykjavíkur þar sem töluvert magn af amfetamíni og e-pillum fannst. Rennir málið ennfrekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi hafi skotið rótum á Íslandi. Kona og karlmaður af erlendu bergi brotin voru handtekin í tengslum við málið og var karlmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. júlí en konan til 19. júlí. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, er ekki hægt að gefa upp hversu mikið magn af fíkniefnum var haldlagt. Málið sé í rannsókn. Í síðustu viku sýndi fréttastofa Stöðvar 2 fréttaröð um alþjóðlega glæpastarfsemi á Íslandi. Þar kom fram að útlendar glæpaklíkur hafi haslað sér völl hér á landi, sérstaklega á sviði fíkniefnasölu. Eru það þá helst menn frá Eystrasaltsríkjunum, Vestur-Afríku og Austur-Evrópu sem þar koma við sögu. Fyrir skemmstu náðust tveir Litháar um borð í Norrænu með fjögur kíló af amfetamíni og fyrir um tveimur vikum var hollensk kona dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa flutt inn kókaín í hárkollu. Talið er að það smygl hafi verið skipulagt af nígerískum glæpasamtökum en slík hárkollumál hafa skotið upp kollinum víða um Evrópu á síðustu mánuðum. Í síðustu viku var svo réttað í máli tveggja Afríkubúa sem talin eru hafa tengsl við nígerísk glæpasamtök en þeim tókst að stela tveimur bílum á Íslandi og svíkja út rúmar fjórar milljónir úr íslenska bankakerfinu. Lögreglumenn sem fréttastofan hefur rætt við í morgun segja að handtakan í vikunni renni enn frekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi sé kominn til að vera hér á landi og að bregðast þurfi hart við. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Tveir útlendingar voru handteknir í Reykjavík í vikunni en þeir eru grunaðir um fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík gerði húsleit í miðborg Reykjavíkur þar sem töluvert magn af amfetamíni og e-pillum fannst. Rennir málið ennfrekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi hafi skotið rótum á Íslandi. Kona og karlmaður af erlendu bergi brotin voru handtekin í tengslum við málið og var karlmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. júlí en konan til 19. júlí. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, er ekki hægt að gefa upp hversu mikið magn af fíkniefnum var haldlagt. Málið sé í rannsókn. Í síðustu viku sýndi fréttastofa Stöðvar 2 fréttaröð um alþjóðlega glæpastarfsemi á Íslandi. Þar kom fram að útlendar glæpaklíkur hafi haslað sér völl hér á landi, sérstaklega á sviði fíkniefnasölu. Eru það þá helst menn frá Eystrasaltsríkjunum, Vestur-Afríku og Austur-Evrópu sem þar koma við sögu. Fyrir skemmstu náðust tveir Litháar um borð í Norrænu með fjögur kíló af amfetamíni og fyrir um tveimur vikum var hollensk kona dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa flutt inn kókaín í hárkollu. Talið er að það smygl hafi verið skipulagt af nígerískum glæpasamtökum en slík hárkollumál hafa skotið upp kollinum víða um Evrópu á síðustu mánuðum. Í síðustu viku var svo réttað í máli tveggja Afríkubúa sem talin eru hafa tengsl við nígerísk glæpasamtök en þeim tókst að stela tveimur bílum á Íslandi og svíkja út rúmar fjórar milljónir úr íslenska bankakerfinu. Lögreglumenn sem fréttastofan hefur rætt við í morgun segja að handtakan í vikunni renni enn frekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi sé kominn til að vera hér á landi og að bregðast þurfi hart við.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira