U-21 árs liðið leikur við Holland

Á hádegi hófst leikur 21árs landsliðs Íslands og Hollands í handknattleik í Laugardalshöll en leikurinn er liður í undankeppni HM. Úrslitakeppnin fer fram í Ungverjalandi í ágúst næstkomandi. Ísland leikur á morgun við Úkraínu og á sunnudag við Austurríki. Allir leikirnir fara fram í Laugardalshöll. A-landsliðið í handknattleik mætir Pólverjum í þrígang nú um páskana. Allir leikirnir fara fram í Laugardalshöll og er sá fyrsti í dag klukkan 16.