Innlent

Niðurstöður í haust

"Erfitt er að segja til um hvenær rannsókn lýkur en við erum aðeins byrjaðir að sjá fyrir endann og niðurstöður gætu legið fyrir með haustinu," segir Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, um rannsóknina á olíumálinu svokallaða. Helgi segir hart unnið að rannsókn málsins en það sé viðamikið og hafa beri í huga að lögregla hafi orðið að hefja rannsókn sína á málinu alveg frá grunni og ekki getað stuðst að neinu leyti við rannsókn Samkeppnisstofnunar en sú rannsókn var undanfari afskipta lögreglu. Um þrjátíu einstaklingar hafa nú réttarstöðu grunaðra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×