Fyrirbyggjandi læknisfræði 9. mars 2005 00:01 Ég verð að viðurkenna að afstaða mín til fóstureyðinga er mjög tvíbent. Þegar ég heyri vissa tegund af málflutningi er mér skapi næst að vera alveg á móti þeim - mannslífið er heilagra en talsmenn fóstureyðinga vilja meina. Í gær rakst ég á einhverja rosalegustu grein sem ég hef nokkurn tíma lesið um fóstureyðingar í Morgunpósti Vinstri grænna - þarna er beinlínis hvatt til að fóstrum sé eytt vegna þess að hætt sé við að þau muni ekki eiga völ á nógu góðu lífi þegar þau fæðast. Fóstureyðiingum er semsagt jafnað saman við barnavernd, það sé börnunum sjálfum fyrir bestu að lifa ekki. Ég sítera beint: "En það gerist líka allt of oft að börn eru fædd í þennan heim án þess að vera velkomin og að uppeldisaðstæður þeirra verða ekki viðunandi. Þegar svona er ástatt fyrir þá tel ég það rétt og eðlilegt að óvelkominni þungun sé lokið með fóstureyðingu, til að fyrirbyggja að barn komi inní óviðunandi aðstæður. Mér finnst mikilvægt að þetta sjónarhorn sé viðurkennt í samfélaginu. Þetta er hluti af barnavernd." Síðan er í greininni vitnað í lækni sem á að hafa sagt að betra hefði verið að eyða óæskilegu fólki - raðmorðingjum, Hitler og Stalín - en að leyfa þeim sem alast upp við ástleysi, grimmd og illmennsku að lifa. Segir í greininni að þetta sé "fyrirbyggjandi læknisfræði". Þetta er óskapleg kenning og stuttur vegur úr þessu yfir í líknarmorð og kynþáttahyggju nasista. Við eyðum dvergum, fóstrum með downs heilkenni; það er gripið til fóstureyðinga sem getnaðarvarna, vegna þess að foreldrarnir eru ekki tilbúnir að ala upp börn - ætti nú að bæta við félagslegum aðstæðum eða hættu á skapgerðarbrestum? Manni verður hugsað til sögunnar um Óliver Twist sem sífellt er verið að hafa fyrir börnum. Öllu því liði hefði náttúrlega verið eytt samkvæmt þessari kenningu, þetta var andfélagslegt hyski - að Óliver meðtöldum. --- --- --- Sverrir Jakobsson skrifar grein um kvennadaginn 8. mars á Múrinn og rifjar upp í því sambandi nöfn Alexöndru Kollontai og Clöru Zetkin, helstu kvenfrelsishetja kommúnistahreyfingarinnar. Það er gagnlegt. 8. mars var í upphafi dagur öreigakvenna, nátengdur sósíalískri hreyfingu, en bolsévíkar lögðu hann svo undir sig og gerðu að almennum hátíðisdegi á tíma Leníns. Því er dálítið spaugilegt að sjá íslenskar borgarakonur hópa sig saman á fundum á þessum degi. Hinn hefðbundni kvenréttindadagur á Íslandi er 19. júní, en þann dag 1915 staðfesti danakonungur lög frá Alþingi um almennan kosningarétt kvenna. Þennan dag hefur hið borgaralega Kvenréttindafélag Íslands haldið hátíðlegan. Sverrir segir í grein sinni að Alexandra Kollontai hafi lent upp á kant við ráðandi öfl í bolsévíkaflokknum. Það er ekki alveg nákvæmt. Kollontai var í uppháhaldi hjá Stalín - það er jafnvel talið að hann hafi verið veikur fyrir henni - en hjá manni eins og Stalín fólst dálætið í að lífi hennar var þyrmt. Ólíkt öðrum gömlum bolsévíkum dó hún af eðlilegum örsökum, ári áður en harðstjórinn lést. Clara Zetkin varð öldruð kona - einhvers konar amma byltingarinnar með grátt hár og góðlegt andlit. Minningu hennar var mikið haldið á lofti í Austur-Þýskalandi, verksmiðjur og æskulýðsbúðir voru nefndar í höfuð henni. Hún andaðist í Sovétríkjunum 1933, grjótharður stalínisti. --- --- --- Ég fór á samkomu vegna V-dagsins í Gamla bíói. Við vorum þarna nokkrir karlar sem vorum beðnir um að flytja smá atriði - Gísli Marteinn, Sigurður Kári, Bjarni Benediktsson, Ágúst Ólafur Ágústsson, Ríkharður Daðason, Þorgils Óttar Mathiesen og ég. Þetta fór ákaflega vel fram, það var húsfyllir og rúmlega það - á maður að segja að hafi verið góð stemming? Mesta athygli mína vakti þegar kom á svið ung kona sem sagði frá reynslu sinni af yfirvöldum eftir að henni og vinkonu hennar var nauðgað. Það er kannski ekki furðulegt að margar konur veigri sér við að kæra nauðganir ef þetta er viðmótið. Um daginn var mér sagt frá manni sem gengur laus í skemmtanalífinu í Miðbænum og er sagður hafa misþyrmt og jafnvel nauðgað þremur konum. Mér var tjáð að ég gæti fundið mynd af manninum á netsíðu veitingahúss í bænum. Þetta er á vitorði margra en enginn leggur í að kæra. --- --- --- Maður er alveg bit á útvarpsráði. Hvað kom yfir þetta fólk? Er það að nota síðasta tækifærið til að gera vitleysu áður en tekið verður af því valdið til að gefa umsagnir um mannaráðningar - mér skilst að um það sé klásúla í nýju frumvarpi menntamálaráðherra um RÚV? Þarna er kandídat sem er augljóslega frambærilegastur, einn helsti útvarpsmaður þjóðarinnar, vel menntaður, sjálfstæður í hugsun, heimsborgaralegur - Friðrik Páll Jónsson. Ég hef samt á tilfinningunni að ráðandi öfl muni leggja sig í framkróka um að sniðganga hann. Auðun Georg Ólafsson, sá sem útvarpsráð mælir með, lendir nú í því að vera flokkaður sem framsóknarmaður, vinur framsóknarmanna sem telja sig eiga þessa stöðu og hafa sjálfsagt lobbýað til að tryggja honum atkvæði. Honum er ekki greiði gerður með þessu, frekar að það sé til háðungar. Auðun hefur augljóslega minna til brunns að bera en flestir hinir umsækjendurnir. Hann vann eitt sinn á Bylgjunni og aðeins á Stöð 2 - er á engan hátt eftirminnilegur sem fréttamaður. Formaður útvarpsráðs er spurður að því Fréttablaðinu í morgun hvort þarna hafi einhverju ráðið að Auðun Georg er talinn framsóknarmaður? Hann snýr upp á sig eins og oft áður og svarar: "Ég er ekkert í slíkum persónunjósnum." Já, einmitt. Það er ekki pólitíkin sem ræður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun
Ég verð að viðurkenna að afstaða mín til fóstureyðinga er mjög tvíbent. Þegar ég heyri vissa tegund af málflutningi er mér skapi næst að vera alveg á móti þeim - mannslífið er heilagra en talsmenn fóstureyðinga vilja meina. Í gær rakst ég á einhverja rosalegustu grein sem ég hef nokkurn tíma lesið um fóstureyðingar í Morgunpósti Vinstri grænna - þarna er beinlínis hvatt til að fóstrum sé eytt vegna þess að hætt sé við að þau muni ekki eiga völ á nógu góðu lífi þegar þau fæðast. Fóstureyðiingum er semsagt jafnað saman við barnavernd, það sé börnunum sjálfum fyrir bestu að lifa ekki. Ég sítera beint: "En það gerist líka allt of oft að börn eru fædd í þennan heim án þess að vera velkomin og að uppeldisaðstæður þeirra verða ekki viðunandi. Þegar svona er ástatt fyrir þá tel ég það rétt og eðlilegt að óvelkominni þungun sé lokið með fóstureyðingu, til að fyrirbyggja að barn komi inní óviðunandi aðstæður. Mér finnst mikilvægt að þetta sjónarhorn sé viðurkennt í samfélaginu. Þetta er hluti af barnavernd." Síðan er í greininni vitnað í lækni sem á að hafa sagt að betra hefði verið að eyða óæskilegu fólki - raðmorðingjum, Hitler og Stalín - en að leyfa þeim sem alast upp við ástleysi, grimmd og illmennsku að lifa. Segir í greininni að þetta sé "fyrirbyggjandi læknisfræði". Þetta er óskapleg kenning og stuttur vegur úr þessu yfir í líknarmorð og kynþáttahyggju nasista. Við eyðum dvergum, fóstrum með downs heilkenni; það er gripið til fóstureyðinga sem getnaðarvarna, vegna þess að foreldrarnir eru ekki tilbúnir að ala upp börn - ætti nú að bæta við félagslegum aðstæðum eða hættu á skapgerðarbrestum? Manni verður hugsað til sögunnar um Óliver Twist sem sífellt er verið að hafa fyrir börnum. Öllu því liði hefði náttúrlega verið eytt samkvæmt þessari kenningu, þetta var andfélagslegt hyski - að Óliver meðtöldum. --- --- --- Sverrir Jakobsson skrifar grein um kvennadaginn 8. mars á Múrinn og rifjar upp í því sambandi nöfn Alexöndru Kollontai og Clöru Zetkin, helstu kvenfrelsishetja kommúnistahreyfingarinnar. Það er gagnlegt. 8. mars var í upphafi dagur öreigakvenna, nátengdur sósíalískri hreyfingu, en bolsévíkar lögðu hann svo undir sig og gerðu að almennum hátíðisdegi á tíma Leníns. Því er dálítið spaugilegt að sjá íslenskar borgarakonur hópa sig saman á fundum á þessum degi. Hinn hefðbundni kvenréttindadagur á Íslandi er 19. júní, en þann dag 1915 staðfesti danakonungur lög frá Alþingi um almennan kosningarétt kvenna. Þennan dag hefur hið borgaralega Kvenréttindafélag Íslands haldið hátíðlegan. Sverrir segir í grein sinni að Alexandra Kollontai hafi lent upp á kant við ráðandi öfl í bolsévíkaflokknum. Það er ekki alveg nákvæmt. Kollontai var í uppháhaldi hjá Stalín - það er jafnvel talið að hann hafi verið veikur fyrir henni - en hjá manni eins og Stalín fólst dálætið í að lífi hennar var þyrmt. Ólíkt öðrum gömlum bolsévíkum dó hún af eðlilegum örsökum, ári áður en harðstjórinn lést. Clara Zetkin varð öldruð kona - einhvers konar amma byltingarinnar með grátt hár og góðlegt andlit. Minningu hennar var mikið haldið á lofti í Austur-Þýskalandi, verksmiðjur og æskulýðsbúðir voru nefndar í höfuð henni. Hún andaðist í Sovétríkjunum 1933, grjótharður stalínisti. --- --- --- Ég fór á samkomu vegna V-dagsins í Gamla bíói. Við vorum þarna nokkrir karlar sem vorum beðnir um að flytja smá atriði - Gísli Marteinn, Sigurður Kári, Bjarni Benediktsson, Ágúst Ólafur Ágústsson, Ríkharður Daðason, Þorgils Óttar Mathiesen og ég. Þetta fór ákaflega vel fram, það var húsfyllir og rúmlega það - á maður að segja að hafi verið góð stemming? Mesta athygli mína vakti þegar kom á svið ung kona sem sagði frá reynslu sinni af yfirvöldum eftir að henni og vinkonu hennar var nauðgað. Það er kannski ekki furðulegt að margar konur veigri sér við að kæra nauðganir ef þetta er viðmótið. Um daginn var mér sagt frá manni sem gengur laus í skemmtanalífinu í Miðbænum og er sagður hafa misþyrmt og jafnvel nauðgað þremur konum. Mér var tjáð að ég gæti fundið mynd af manninum á netsíðu veitingahúss í bænum. Þetta er á vitorði margra en enginn leggur í að kæra. --- --- --- Maður er alveg bit á útvarpsráði. Hvað kom yfir þetta fólk? Er það að nota síðasta tækifærið til að gera vitleysu áður en tekið verður af því valdið til að gefa umsagnir um mannaráðningar - mér skilst að um það sé klásúla í nýju frumvarpi menntamálaráðherra um RÚV? Þarna er kandídat sem er augljóslega frambærilegastur, einn helsti útvarpsmaður þjóðarinnar, vel menntaður, sjálfstæður í hugsun, heimsborgaralegur - Friðrik Páll Jónsson. Ég hef samt á tilfinningunni að ráðandi öfl muni leggja sig í framkróka um að sniðganga hann. Auðun Georg Ólafsson, sá sem útvarpsráð mælir með, lendir nú í því að vera flokkaður sem framsóknarmaður, vinur framsóknarmanna sem telja sig eiga þessa stöðu og hafa sjálfsagt lobbýað til að tryggja honum atkvæði. Honum er ekki greiði gerður með þessu, frekar að það sé til háðungar. Auðun hefur augljóslega minna til brunns að bera en flestir hinir umsækjendurnir. Hann vann eitt sinn á Bylgjunni og aðeins á Stöð 2 - er á engan hátt eftirminnilegur sem fréttamaður. Formaður útvarpsráðs er spurður að því Fréttablaðinu í morgun hvort þarna hafi einhverju ráðið að Auðun Georg er talinn framsóknarmaður? Hann snýr upp á sig eins og oft áður og svarar: "Ég er ekkert í slíkum persónunjósnum." Já, einmitt. Það er ekki pólitíkin sem ræður.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun