Níunda listgreinin Þórarinn Þórarinsson skrifar 9. mars 2005 00:01 Myndasagan hefur verið í gríðarlegri sókn síðustu áratugi og lifir nú góðu lífi sem alvöru bókmenntagrein og ekki síður sem alvöru listgrein. Frjótt ímyndunarafl myndasagnahöfunda og glæsileg tilþrif teiknara hafa orðið til þess að þetta gamla frásagnarform hittir beint í mark hjá lesendum á öllum aldri, ekki síst þeim yngri, en myndræn framsetning höfðar vitaskuld sterkt til þeirra sem hafa alist upp við MTV og hraðar klippingar tónlistarmyndbanda. Þar fyrir utan liggja rætur myndasögunnar djúpt í afþreyingarmenningunni þannig að þetta listform er orðið einn allsherjar suðupottur þar sem fortíð, framtíð, samtíð, kvikmyndum, bókmenntum, sjónvarpi og öllu þar á milli er mallað saman í göróttan mjöð kryddaðan asískum og engilsaxneskum áhrifum með súputeningum úr öllum heimshornum. Myndasagan er því kjörinn tengiliður ungra lesenda við allt milli himins og jarðar um leið og lestur myndasagna þjálfar unga sem aldna í því að lesa og túlka myndmál, en sú þekking verður æ mikilvægari í margmiðlunarheimi þar sem sjónrænt áreiti verður stöðugt sterkara mótunarafl sjálfsins. Vel myndasögulesinn unglingur er til að mynda miklu líklegri til þess að sjá framhjá yfirborðslegu og klámfengu yfirbragði tónlistarmyndbanda en krakki sem lætur hreyfimyndirnar mata sig gagnrýnilaust.Vígin falla Myndasagan hefur tekið Hollywood með áhlaupi og stöðugt fleiri myndasögupersónur stökkva af pappírnum yfir á filmu. Árangurinn er sjaldnast viðunandi, ekki frekar en þegar textabókmenntir eru lagaðar að hvíta tjaldinu, en ásókn kvikmyndagerðarmanna í myndasögunar sýnir svo ekki verður um villst að það er líf í tuskunum og gríðarleg gerjun. Myndasögurnar taka líka stöðugt meira pláss í hillum bókaverslana og bókasafna og það sem var algert jaðarfyrirbæri og kennt við "nörda" fyrir nokkrum árum og fékkst nær eingöngu í sérversluninni Nexus er farið að ryðja sér til rúms í Máli og menningu. Hollywood er fallin, myndasögur eru kenndar og greindar í háskólum, þær leigjast út í bílförmum á bókasöfnum og seljast eins og heitar lummur. Nú er komið að Listasafni Reykjavíkur, sem opnar á laugardaginn sýninguna Níuna og vísar þannig til myndasögunnar sem níundu listgreinarinnar. Þeim fer stöðugt fækkandi sem líta myndasögur hornauga og tengja þær einungis við Súperman, Batman og aðrar hasarblaðahetjur enda breiddin orðin svo mikil að gömlu DC-hetjurnar eru fallnar í skuggann þó þær lifi enn góðu lífi og hafi í raun aldrei verið jafn ferskar og vel skrifaðar. Það eru helst Japanir með sínu manga sem eru að sækja í sig veðrið á Vesturlöndum og ryðja ofurhetjunum út á kantinn með samkynhneigðum ástarævintýrum og unglingarómönum sem ganga í alla aldurshópa.Brú milli kynslóða og menningarheima Þeir sem vilja ekki ganga svo langt að viðurkenna myndasöguna sem listgrein ættu að gera sér ferð niður í Listasafn Reykjavíkur, sjá og sannfærast. Þar munu blasa við heillandi heimar og þeir sem hafa ekki heillast af myndasögum enn munu áreiðanlega finna eitthvað sem fangar athyglina. Sé eitthvert kynslóðabil til á þessum trylltu og margbreytilegu tímum verður það einna helst brúað af myndasögum þannig að foreldrar og börn ættu að fjölmenna á Níuna og koma svo við á bókasafni eða í Nexus þar sem allt er smekkfullt af bókmenntum sem ná yfir lífið allt og fara út fyrir mörk lífs, dauða og drauma. Og það besta er að þessu er öllu pakkað í umbúðir sem henta fullkomlega nútímafólki með athyglisbrest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Myndasagan hefur verið í gríðarlegri sókn síðustu áratugi og lifir nú góðu lífi sem alvöru bókmenntagrein og ekki síður sem alvöru listgrein. Frjótt ímyndunarafl myndasagnahöfunda og glæsileg tilþrif teiknara hafa orðið til þess að þetta gamla frásagnarform hittir beint í mark hjá lesendum á öllum aldri, ekki síst þeim yngri, en myndræn framsetning höfðar vitaskuld sterkt til þeirra sem hafa alist upp við MTV og hraðar klippingar tónlistarmyndbanda. Þar fyrir utan liggja rætur myndasögunnar djúpt í afþreyingarmenningunni þannig að þetta listform er orðið einn allsherjar suðupottur þar sem fortíð, framtíð, samtíð, kvikmyndum, bókmenntum, sjónvarpi og öllu þar á milli er mallað saman í göróttan mjöð kryddaðan asískum og engilsaxneskum áhrifum með súputeningum úr öllum heimshornum. Myndasagan er því kjörinn tengiliður ungra lesenda við allt milli himins og jarðar um leið og lestur myndasagna þjálfar unga sem aldna í því að lesa og túlka myndmál, en sú þekking verður æ mikilvægari í margmiðlunarheimi þar sem sjónrænt áreiti verður stöðugt sterkara mótunarafl sjálfsins. Vel myndasögulesinn unglingur er til að mynda miklu líklegri til þess að sjá framhjá yfirborðslegu og klámfengu yfirbragði tónlistarmyndbanda en krakki sem lætur hreyfimyndirnar mata sig gagnrýnilaust.Vígin falla Myndasagan hefur tekið Hollywood með áhlaupi og stöðugt fleiri myndasögupersónur stökkva af pappírnum yfir á filmu. Árangurinn er sjaldnast viðunandi, ekki frekar en þegar textabókmenntir eru lagaðar að hvíta tjaldinu, en ásókn kvikmyndagerðarmanna í myndasögunar sýnir svo ekki verður um villst að það er líf í tuskunum og gríðarleg gerjun. Myndasögurnar taka líka stöðugt meira pláss í hillum bókaverslana og bókasafna og það sem var algert jaðarfyrirbæri og kennt við "nörda" fyrir nokkrum árum og fékkst nær eingöngu í sérversluninni Nexus er farið að ryðja sér til rúms í Máli og menningu. Hollywood er fallin, myndasögur eru kenndar og greindar í háskólum, þær leigjast út í bílförmum á bókasöfnum og seljast eins og heitar lummur. Nú er komið að Listasafni Reykjavíkur, sem opnar á laugardaginn sýninguna Níuna og vísar þannig til myndasögunnar sem níundu listgreinarinnar. Þeim fer stöðugt fækkandi sem líta myndasögur hornauga og tengja þær einungis við Súperman, Batman og aðrar hasarblaðahetjur enda breiddin orðin svo mikil að gömlu DC-hetjurnar eru fallnar í skuggann þó þær lifi enn góðu lífi og hafi í raun aldrei verið jafn ferskar og vel skrifaðar. Það eru helst Japanir með sínu manga sem eru að sækja í sig veðrið á Vesturlöndum og ryðja ofurhetjunum út á kantinn með samkynhneigðum ástarævintýrum og unglingarómönum sem ganga í alla aldurshópa.Brú milli kynslóða og menningarheima Þeir sem vilja ekki ganga svo langt að viðurkenna myndasöguna sem listgrein ættu að gera sér ferð niður í Listasafn Reykjavíkur, sjá og sannfærast. Þar munu blasa við heillandi heimar og þeir sem hafa ekki heillast af myndasögum enn munu áreiðanlega finna eitthvað sem fangar athyglina. Sé eitthvert kynslóðabil til á þessum trylltu og margbreytilegu tímum verður það einna helst brúað af myndasögum þannig að foreldrar og börn ættu að fjölmenna á Níuna og koma svo við á bókasafni eða í Nexus þar sem allt er smekkfullt af bókmenntum sem ná yfir lífið allt og fara út fyrir mörk lífs, dauða og drauma. Og það besta er að þessu er öllu pakkað í umbúðir sem henta fullkomlega nútímafólki með athyglisbrest.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun