Phoenix 4 - Dallas 2 21. maí 2005 00:01 Steve Nash hefur líklega fundist hann hafa mikið að sanna þegar ljóst var að hann myndi mæta félaginu sem kaus að láta hann fara í fyrra. Hann sagði það ekki upphátt, en lét verkin tala og átti enn einn stórleikinn þegar Phoenix sló Dallas út með sigri í framlengingu í nótt, 130-126 í ótrúlegum körfuboltaleik. Nash var búinn að bera lið Phoenix á herðum sér tvo leiki í röð og munaði ekki um að gera það einu sinni enn. Hann skoraði 39 stig, átti 12 stoðsendingar og hirti 9 fráköst í sigri Phoenix í Dallas í nótt og skoraði nokkrar ótrúlegar körfur þegar leikurinn var í járnum undir lok fjórða leikhlutans og í framlengingu. Leikurinn í nótt var leikur sóknarinnar eins og allir undanfarnir leikir liðanna, sem hafa verið frábærir á að horfa. Á köflum var varnarleikur liðanna, sérstaklega Dallas-liðsins undir lok venjulegs leiktíima, hreint út sagt skelfilegur, en þegar annar eins sóknarleikur er á boðstólnum eru menn fljótir að gleyma því. Einvígi liðanna var það fyrsta í úrslitakeppninni í 19 ár, þar sem bæði lið skora yfir 100 stig í öllum leikjunum og er búið að vera sannkölluð rússíbanareið frá fyrstu mínútu. "Hann skoraði margar ótrúlegar körfur í kvöld og raunar í öllum leikjunum sem þeir unnu okkur. Ég hugsa að honum hafi á einhvern hátt fundist hann hafa harma að hefna hér í Dallas og langað að sýna okkur hverju við misstum af þegar hann fór héðan - það gerði hann svo sannarlega. Ég hef aldrei séð hann leika betur," sagði Dirk Nowitzki hjá Dallas, sem er einn besti vinur Nash, síðan þeir léku saman í nokkur ár. Nowitzki skoraði 28 stig og hirti 13 fráköst, en var pirraður út í dómara leiksins lengst af og eyddi miklum tíma í að öskra á þá, sem og félaga sína þegar honum þótti þeir vera að slá slöku við í varnarleiknum. Verstu útreiðina fékk Jason Terry frá Þjóðverjanum, þegar hann leyfði Nash að jafna leikinn með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndunum án þess að fá rönd við reist. "Við höfum náð hæðum sem við höfum ekki náð lengi og þegar maður er í úrslitakeppni fær maður ekki mörg tækifæri. Þetta er hinsvegar bara önnur umferðin, svo við verðum að vera með fætur okkar á jörðinni," sagði hógvær Steve Nash eftir leikinn, en Suns hafa þó góða ástæðu til að fagna árangri sínum, því liðið hefur ekki komist í úrslit vesturdeildar síðan árið 1993, en þá fóru þeir í úrslitaleikinn við Chicago Bulls og töpuðu. Marc Cuban, eigandi Dallas var ekki á því að viðurkenna mistök sín að láta Steve Nash renna sér úr greipum í fyrra. "Ef við hefðum haldið Nash hérna, værum við með allt öðruvísi lið en núna og mér finnst liðið sem við erum með núna skemmtilegra;" sagði eigandinn. Phoenix mætir því San Antonio í úrslitum vesturdeildarinnar og fyrsti leikur liðanna er strax á sunnudagskvöld í Arizona. Það verður gerólíkt einvígi, þar sem mætast reynslumikið og vel skipulagt varnarlið og sóknarstormsveit Phoenix. Atkvæðamestir í liði Dallas:Jason Terry 36 stig, Dirk Nowitzki 28 stig (13 frák, 6 stoðs), Josh Howard 21 stig (14 frák), Jerry Stackhouse 19 stig, Eric Dampier 13 stig (6 frák), Michael Finley 7 stig.Atkvæðamestir í liði Phoenix:Steve Nash 39 stig (12 stoðs, 9 frák), Shawn Marion 38 stig (16 frák), Amare Stoudemire 18 stig (6 frák), Jimmy Jackson 16 stig (7 frák), Quentin Richardson 11 stig (13 frák). NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Sjá meira
Steve Nash hefur líklega fundist hann hafa mikið að sanna þegar ljóst var að hann myndi mæta félaginu sem kaus að láta hann fara í fyrra. Hann sagði það ekki upphátt, en lét verkin tala og átti enn einn stórleikinn þegar Phoenix sló Dallas út með sigri í framlengingu í nótt, 130-126 í ótrúlegum körfuboltaleik. Nash var búinn að bera lið Phoenix á herðum sér tvo leiki í röð og munaði ekki um að gera það einu sinni enn. Hann skoraði 39 stig, átti 12 stoðsendingar og hirti 9 fráköst í sigri Phoenix í Dallas í nótt og skoraði nokkrar ótrúlegar körfur þegar leikurinn var í járnum undir lok fjórða leikhlutans og í framlengingu. Leikurinn í nótt var leikur sóknarinnar eins og allir undanfarnir leikir liðanna, sem hafa verið frábærir á að horfa. Á köflum var varnarleikur liðanna, sérstaklega Dallas-liðsins undir lok venjulegs leiktíima, hreint út sagt skelfilegur, en þegar annar eins sóknarleikur er á boðstólnum eru menn fljótir að gleyma því. Einvígi liðanna var það fyrsta í úrslitakeppninni í 19 ár, þar sem bæði lið skora yfir 100 stig í öllum leikjunum og er búið að vera sannkölluð rússíbanareið frá fyrstu mínútu. "Hann skoraði margar ótrúlegar körfur í kvöld og raunar í öllum leikjunum sem þeir unnu okkur. Ég hugsa að honum hafi á einhvern hátt fundist hann hafa harma að hefna hér í Dallas og langað að sýna okkur hverju við misstum af þegar hann fór héðan - það gerði hann svo sannarlega. Ég hef aldrei séð hann leika betur," sagði Dirk Nowitzki hjá Dallas, sem er einn besti vinur Nash, síðan þeir léku saman í nokkur ár. Nowitzki skoraði 28 stig og hirti 13 fráköst, en var pirraður út í dómara leiksins lengst af og eyddi miklum tíma í að öskra á þá, sem og félaga sína þegar honum þótti þeir vera að slá slöku við í varnarleiknum. Verstu útreiðina fékk Jason Terry frá Þjóðverjanum, þegar hann leyfði Nash að jafna leikinn með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndunum án þess að fá rönd við reist. "Við höfum náð hæðum sem við höfum ekki náð lengi og þegar maður er í úrslitakeppni fær maður ekki mörg tækifæri. Þetta er hinsvegar bara önnur umferðin, svo við verðum að vera með fætur okkar á jörðinni," sagði hógvær Steve Nash eftir leikinn, en Suns hafa þó góða ástæðu til að fagna árangri sínum, því liðið hefur ekki komist í úrslit vesturdeildar síðan árið 1993, en þá fóru þeir í úrslitaleikinn við Chicago Bulls og töpuðu. Marc Cuban, eigandi Dallas var ekki á því að viðurkenna mistök sín að láta Steve Nash renna sér úr greipum í fyrra. "Ef við hefðum haldið Nash hérna, værum við með allt öðruvísi lið en núna og mér finnst liðið sem við erum með núna skemmtilegra;" sagði eigandinn. Phoenix mætir því San Antonio í úrslitum vesturdeildarinnar og fyrsti leikur liðanna er strax á sunnudagskvöld í Arizona. Það verður gerólíkt einvígi, þar sem mætast reynslumikið og vel skipulagt varnarlið og sóknarstormsveit Phoenix. Atkvæðamestir í liði Dallas:Jason Terry 36 stig, Dirk Nowitzki 28 stig (13 frák, 6 stoðs), Josh Howard 21 stig (14 frák), Jerry Stackhouse 19 stig, Eric Dampier 13 stig (6 frák), Michael Finley 7 stig.Atkvæðamestir í liði Phoenix:Steve Nash 39 stig (12 stoðs, 9 frák), Shawn Marion 38 stig (16 frák), Amare Stoudemire 18 stig (6 frák), Jimmy Jackson 16 stig (7 frák), Quentin Richardson 11 stig (13 frák).
NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Sjá meira