Ætlum alla leið 21. maí 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlaut 7.997 af 12.007 gildum atkvæðum í formannskjöri Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson hlaut 3.979 atkvæði. Því sem næst tveir af hverjum þremur greiddu því Ingibjörgu Sólrúnu atkvæði sitt.. Henni var ákaft fagnað á hádegi í gær þegar úrslit kosninganna voru kunngerð á landsfundi Samfylkingarinnar. "Úrslitin í dag skipta því aðeins máli ef sigur vinnst í næstu kosningum. Þar skrifum við söguna og mótum framtíðina," sagði Ingibjörg í ávarpi sínu. Fulltrúar á landsfundinum biðu spenntir eftir viðbrögðum frambjóðendanna tveggja við úrslitunum Ingibjörg Sólrún sagði að engum dyldist að verkefni hennar og Össurar allt frá síðustu alþingiskosningum hefði ekki verið auðvelt en kvaðst hreykin af því að þeim hefði báðum tekist að leysa verkefnið af hendi með þeim hætti að Samfylkingin hefði ekki skaðast. Þvert á móti stæði hún sterkari á eftir. "Þessi kosningabarátta er Össuri og hans liðsmönnum til sóma. Ég vil þakka honum fyrir drengilega baráttu og segi honum um leið, að ég hlakka til að vinna með honum að málefnum Samfylkingarinnar um ókomin ár, sagði Ingibjörg. Jafnframt sagði hún að mestu máli skipti að þráðurinn milli hennar og Össurar hefði aldrei slitnað. "Tækifæri Samfylkingarinnar felst ekki í því hvort okkar Össurar leiðir flokkinn í næstu kosningum. Foysta er hópstarf en ekki einstaklingsframtak. Formaður er fremstur þeirra jafningja en hann kæmist hvorki lönd né strönd ef hann hefði ekki góðan málstað og gott fólk til að vinna með sér." Ingibjörg Sólrún þakkaði stuðningsmönnum sínum og sagði að undirbúningur að næstu alþingiskosningum hefði hafist þegar eftir síðuustu þingkosningar. "Við höfum ekki setið auðum höndum og við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en við höfum komið frá þeirri ríkisstjórn misskiptingar og valdstýringar sem nú situr... Við erum á réttri leið og ætlum alla leið." Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við Fréttablaðið að úrslitin hefðu ekki komið sér allskostar á óvart. "Þetta er nokkuð í takt við skoðanakannanirnar sem hafa verið gerðar. Þetta var persónukjör og í því fólst ekki einu sinni dómur yfir störfum okkar í fortíðinni. Hér ráða væntingar um framtíðina. Um hana erum við að kjósa," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlaut 7.997 af 12.007 gildum atkvæðum í formannskjöri Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson hlaut 3.979 atkvæði. Því sem næst tveir af hverjum þremur greiddu því Ingibjörgu Sólrúnu atkvæði sitt.. Henni var ákaft fagnað á hádegi í gær þegar úrslit kosninganna voru kunngerð á landsfundi Samfylkingarinnar. "Úrslitin í dag skipta því aðeins máli ef sigur vinnst í næstu kosningum. Þar skrifum við söguna og mótum framtíðina," sagði Ingibjörg í ávarpi sínu. Fulltrúar á landsfundinum biðu spenntir eftir viðbrögðum frambjóðendanna tveggja við úrslitunum Ingibjörg Sólrún sagði að engum dyldist að verkefni hennar og Össurar allt frá síðustu alþingiskosningum hefði ekki verið auðvelt en kvaðst hreykin af því að þeim hefði báðum tekist að leysa verkefnið af hendi með þeim hætti að Samfylkingin hefði ekki skaðast. Þvert á móti stæði hún sterkari á eftir. "Þessi kosningabarátta er Össuri og hans liðsmönnum til sóma. Ég vil þakka honum fyrir drengilega baráttu og segi honum um leið, að ég hlakka til að vinna með honum að málefnum Samfylkingarinnar um ókomin ár, sagði Ingibjörg. Jafnframt sagði hún að mestu máli skipti að þráðurinn milli hennar og Össurar hefði aldrei slitnað. "Tækifæri Samfylkingarinnar felst ekki í því hvort okkar Össurar leiðir flokkinn í næstu kosningum. Foysta er hópstarf en ekki einstaklingsframtak. Formaður er fremstur þeirra jafningja en hann kæmist hvorki lönd né strönd ef hann hefði ekki góðan málstað og gott fólk til að vinna með sér." Ingibjörg Sólrún þakkaði stuðningsmönnum sínum og sagði að undirbúningur að næstu alþingiskosningum hefði hafist þegar eftir síðuustu þingkosningar. "Við höfum ekki setið auðum höndum og við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en við höfum komið frá þeirri ríkisstjórn misskiptingar og valdstýringar sem nú situr... Við erum á réttri leið og ætlum alla leið." Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við Fréttablaðið að úrslitin hefðu ekki komið sér allskostar á óvart. "Þetta er nokkuð í takt við skoðanakannanirnar sem hafa verið gerðar. Þetta var persónukjör og í því fólst ekki einu sinni dómur yfir störfum okkar í fortíðinni. Hér ráða væntingar um framtíðina. Um hana erum við að kjósa," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira