Innlent

Auðvelt að hlera farsíma

Friðbert Pálsson. Hleranir á margs konar samskiptum eru mun algengari en flestir gera sér grein fyrir.
Friðbert Pálsson. Hleranir á margs konar samskiptum eru mun algengari en flestir gera sér grein fyrir.

"Í Bandaríkjunum eyða menn árlega um 48 milljörðum íslenskra króna í búnað til hlerunar," segir Friðbert Pálsson, fulltrúi hjá írska markaðsfyrirtækinu EFF.

Hann er nú hér á landi ásamt forsvarsmönnum fyrirtækisins GME til að kynna nýjan tækjabúnað sem kemur í veg fyrir að hæst sé að hlera fjarskiptasamtöl.

"Fæstir gera sér grein fyrir því hvað hleranir á farsímum, fastlínu­símum og gagnaflutningum eru orðnar algengar; til er aragrúi fyrir­tækja í Bandaríkjunum sem hafa þann starfa einan að hlera fyrir önnur fyrirtæki víða um heim. Í Evrópu er það síðan afar algengt að menn hleri farsímasamtöl manna á flugvöllum til að komast yfir mikilvægar upplýsingar hjá þeim sem eiga í umsvifamiklum viðskiptum," útskýrir Friðbert.

Hann er bjartsýnn á að vel takist að selja búnaðinn hér á landi enda séu viðskipti hér mörg hver orðin afar umsvifamikil.

"Þeir brenndu sig nú á því hjá Airbus þegar þeir töldu sig hafa samið við Saudi-Arabian Airlines en Boeing hafði komist yfir upplýsingarnar, líklegast með hlerun, og hremmdi samninginn," segir Friðbert til að ítreka nauðsynina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×