Efnahagsbrotadeildin ekki vön frávísunum 8. nóvember 2005 03:30 Frávísun frá héraðsdómi. Sveinn Andri Sveinsson, Halldór Jónsson og Ásgeir Þór Árnason lögmenn sjást hér í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. MYND/GVA "Þetta er mjög skrítið allt saman og bendir til þess að menn hafi ekki legið sérstaklega yfir þessu. Þarna eru villur sem benda til þess að menn hafi bara skrifað ákæruskjalið og ekki einu sinni lesið það yfir," segir Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Sveins Eyjólfssonar. Framhaldsákæru í máli ríkislögreglustjóra gegn Eyjólfi Sveinssyni, Sveini Eyjólfssyni og átta fyrrverandi forsvarsmönnum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja var í gær vísað frá héraðsdómi. Framhaldsákæran var gefin út þegar ljóst varð að rangar tölur var að finna í hluta ákærunnar. Í úrskurðinum segir Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari að villur í ákærunni varði grundvöll verknaðarlýsingar og sé vart um smávægilegar villur að ræða. Málið er höfðað gegn stjórnendum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja en Frjáls fjölmiðlun varð gjaldþrota fyrir þremur árum og námu kröfur í þrotabúið 2,2 milljörðum króna. Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, segir að embættið taki þessari frávísun vitanlega alvarlega. "Það er óþekkt fyrirbæri hérna að við verðum fyrir frávísunum," segir Jón. Hann segir að mistök hafi átt sér stað í ritvinnslunni sem höfðu það í för með sér að sundurliðunartöflur enduðu á röngum stöðum. "Þarna eru verknaðarlýsingar sem eru réttar og ekkert hefur verið efast um. Við þurfum að fara yfir málið og átta okkur á því hvað þarf að gera til þess að málið fái efnislega meðferð," segir Jón. Verjendur í málinu sögðu meðal annars fyrir dómi að G-liður framhaldsákærunnar væri algerlega óskiljanlegur, væri hann borinn saman við upphaflega ákæru og því illmögulegt fyrir verjanda að átta sig á hvernig taka á til varna. "Í ákærunni er í mörgum af þessum liðum ekki ákærðir menn sem skattrannsóknarstjóri hefur kært, heldur einhverjir sem skattrannsóknarstjóri kærir bara alls ekki," segir Ragnar Hall. Dómsmál Innlent Lög og regla Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
"Þetta er mjög skrítið allt saman og bendir til þess að menn hafi ekki legið sérstaklega yfir þessu. Þarna eru villur sem benda til þess að menn hafi bara skrifað ákæruskjalið og ekki einu sinni lesið það yfir," segir Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Sveins Eyjólfssonar. Framhaldsákæru í máli ríkislögreglustjóra gegn Eyjólfi Sveinssyni, Sveini Eyjólfssyni og átta fyrrverandi forsvarsmönnum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja var í gær vísað frá héraðsdómi. Framhaldsákæran var gefin út þegar ljóst varð að rangar tölur var að finna í hluta ákærunnar. Í úrskurðinum segir Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari að villur í ákærunni varði grundvöll verknaðarlýsingar og sé vart um smávægilegar villur að ræða. Málið er höfðað gegn stjórnendum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja en Frjáls fjölmiðlun varð gjaldþrota fyrir þremur árum og námu kröfur í þrotabúið 2,2 milljörðum króna. Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, segir að embættið taki þessari frávísun vitanlega alvarlega. "Það er óþekkt fyrirbæri hérna að við verðum fyrir frávísunum," segir Jón. Hann segir að mistök hafi átt sér stað í ritvinnslunni sem höfðu það í för með sér að sundurliðunartöflur enduðu á röngum stöðum. "Þarna eru verknaðarlýsingar sem eru réttar og ekkert hefur verið efast um. Við þurfum að fara yfir málið og átta okkur á því hvað þarf að gera til þess að málið fái efnislega meðferð," segir Jón. Verjendur í málinu sögðu meðal annars fyrir dómi að G-liður framhaldsákærunnar væri algerlega óskiljanlegur, væri hann borinn saman við upphaflega ákæru og því illmögulegt fyrir verjanda að átta sig á hvernig taka á til varna. "Í ákærunni er í mörgum af þessum liðum ekki ákærðir menn sem skattrannsóknarstjóri hefur kært, heldur einhverjir sem skattrannsóknarstjóri kærir bara alls ekki," segir Ragnar Hall.
Dómsmál Innlent Lög og regla Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira