Miklu betri en Beckham 9. nóvember 2005 08:00 Juninho getur skotið yfir vegginn, í gegnum hann eða framhjá honum. Enginn getur lesið spyrnur hans, segir markvörður Lyon. "Þegar hann stígur fram til að taka aukaspyrnur þá býst ég eiginlega við því að hann skori," segir Claudio Cacapa, varnarmaður Lyon í Frakklandi, um brasilíska samherja sinn Juninho Pernambucano sem í dag er óumdeilanega besti aukaspyrnusérfræðingur heims og er af flestum talinn hafa farið fram úr David Beckham í þeim hæfileika á núverandi leiktíð. Juninho hefur hreinlega farið á kostum í haust og er samanlagður fjöldi marka hans beint úr aukaspyrnum í öllum á þessu tímabili komið á annan tug. Á sínum fjórum árum með Lyon hefur Juninho skorað alls 55 mörk, þar af 21 beint úr aukaspyrnum. "Skotin eru að detta inn núna og auðvitað vonast ég til að skora fleiri mörk. En mitt hlutverk er fyrst og fremst að stjórna miðjuspilinu. Það er hlutverk framherjana að skora mörkin," segir hann sjálfur. Juninho hefur verið að þróa aukaspyrnustíl sinn allan sinn feril og vill ekkert segja til um hvert leyndarmálið á bakvið góða aukaspyrnu er. Sem strákur fylgdist hann grannt með brasilísku goðsögninni Zico og spyrnutækni hans - afganginn segir hann tilkomin vegna þolinmæði, mikilla æfinga og smávegis af heppni. Sérfræðingar eru á því að það sem gerir Juninho að þeim allra besta í bransanum sé fjölbreytni hans í spyrnum. Sem dæmi má nefna að í leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á dögunum skoraði Juninho eitt mark með því að skjóta í gegnum varnarvegginn og lagði upp annað með því að hreinlega bomba á John Carew, sóknarmann Lyon, þaðan sem hann breytti um stefnu og fór í markið. Í næsta leik á eftir gegn Olympiakos skoraði hann síðan með föstu bogaskoti yfir varnarvegginn og í samskeytin - eitthvað sem er aðeins á færi snillinga. Markvörður Lyon, Grégory Coupet, sem þarf daglega að kljást við spyrnur Juninho á æfingum, segist vorkenna öðrum markmönnum. "Enn þann dag í dag get ég ekki lesið spyrnur Juninho. Það veit enginn hvernig hann fer að þessu. Ég er guðs lifandi feginn að vera með honum í liði en ekki á móti honum," segir Coupet. Tiago, annar liðsfélagi hans, tekur í sama streng. "Hann setur boltann þangað sem hann vill að hann fari. Hann er það góður," segir hann. Fótbolti Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira
"Þegar hann stígur fram til að taka aukaspyrnur þá býst ég eiginlega við því að hann skori," segir Claudio Cacapa, varnarmaður Lyon í Frakklandi, um brasilíska samherja sinn Juninho Pernambucano sem í dag er óumdeilanega besti aukaspyrnusérfræðingur heims og er af flestum talinn hafa farið fram úr David Beckham í þeim hæfileika á núverandi leiktíð. Juninho hefur hreinlega farið á kostum í haust og er samanlagður fjöldi marka hans beint úr aukaspyrnum í öllum á þessu tímabili komið á annan tug. Á sínum fjórum árum með Lyon hefur Juninho skorað alls 55 mörk, þar af 21 beint úr aukaspyrnum. "Skotin eru að detta inn núna og auðvitað vonast ég til að skora fleiri mörk. En mitt hlutverk er fyrst og fremst að stjórna miðjuspilinu. Það er hlutverk framherjana að skora mörkin," segir hann sjálfur. Juninho hefur verið að þróa aukaspyrnustíl sinn allan sinn feril og vill ekkert segja til um hvert leyndarmálið á bakvið góða aukaspyrnu er. Sem strákur fylgdist hann grannt með brasilísku goðsögninni Zico og spyrnutækni hans - afganginn segir hann tilkomin vegna þolinmæði, mikilla æfinga og smávegis af heppni. Sérfræðingar eru á því að það sem gerir Juninho að þeim allra besta í bransanum sé fjölbreytni hans í spyrnum. Sem dæmi má nefna að í leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á dögunum skoraði Juninho eitt mark með því að skjóta í gegnum varnarvegginn og lagði upp annað með því að hreinlega bomba á John Carew, sóknarmann Lyon, þaðan sem hann breytti um stefnu og fór í markið. Í næsta leik á eftir gegn Olympiakos skoraði hann síðan með föstu bogaskoti yfir varnarvegginn og í samskeytin - eitthvað sem er aðeins á færi snillinga. Markvörður Lyon, Grégory Coupet, sem þarf daglega að kljást við spyrnur Juninho á æfingum, segist vorkenna öðrum markmönnum. "Enn þann dag í dag get ég ekki lesið spyrnur Juninho. Það veit enginn hvernig hann fer að þessu. Ég er guðs lifandi feginn að vera með honum í liði en ekki á móti honum," segir Coupet. Tiago, annar liðsfélagi hans, tekur í sama streng. "Hann setur boltann þangað sem hann vill að hann fari. Hann er það góður," segir hann.
Fótbolti Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira