Sport

Arsenal vildi mig ekki

Hálstak. Mohamadi Loutoufi fékk óblíðar viðtökur frá Magnus Jörlström, leikmanni Skövde, þegar hann gerði atlögu að vörn liðsins í leiknum í gær. Jörlström fékk að sjálfsögðu tvær mínútur fyrir uppátækið.
Hálstak. Mohamadi Loutoufi fékk óblíðar viðtökur frá Magnus Jörlström, leikmanni Skövde, þegar hann gerði atlögu að vörn liðsins í leiknum í gær. Jörlström fékk að sjálfsögðu tvær mínútur fyrir uppátækið.

Patrick Vieira, leikmaður Juventus á Ítalíu, er harðorður í garð síns gamla félags Arsenal í nýútkominni ævisögu sinni en hann segir að liðið hafi ekki viljað hafa sig áfram.

Ummæli David Dein, varaformanns liðsins, urðu til þess að Vieira ákvað að fara: ,,Ég varð mjög reiður, undrandi og fúll," sagði Vieira sem segir að Dein hafi sagt að sér væri alveg sama hvort hann yrði áfram hjá liðinu eða ekki og að valið væri hans.

"Ég vissi að ef Arsenal vildi halda mér þá myndu þeir gera allt sem þeir gætu til þess en ekki láta Dein ráða því. Ég spurði hann hvað hann meinti og hann svaraði mér og sagði að þeir vildu bjóða mér góðan samning en mér var alveg sama um það, ég hugsaði bara um orð hans, að þeim væri alveg sama þótt ég færi. Ég sagði honum að ef það væri staða liðsins þá myndi ég fara og velja mér úr liðum þar sem ég gæti það. Klúbburinn lét skoðun sína í ljós og því fór sem fór."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×