Friðsældin framundan 23. nóvember 2005 06:00 Brátt verður búið að ryðja byggð úr vegi Reykjavíkur og rýma fyrir mislægum gatnamótum. Því er rétt, áður en við brunum öll endanlega austur nýju Hringbrautina, út á Leifsstöð og burt, að athuga hver það er sem erfir land, hvaða mann landneminn hefur að geyma, ef svo má segja. Hvað eru mislæg gatnamót? 1. Mislæg gatnamót eru fullkomnun þeirrar vegagerðar sem sjálf skapar fjarlægðirnar sem hún yfirstígur. Þannig hefur verið sýnt fram á að ef göngu- og hjólabrautir kæmu í stað vega innan höfuðborgarsvæðisins styttust fjarlægðir milli húsa svo að göngufært yrði á milli enda borgarinnar á tíu mínútum. Sem er umtalsvert styttri tími en tekur að ganga yfir meðalstórt bílastæði. 2. Mislæg gatnamót birtast þar sem áður voru krossgötur. Á krossgötum mátti standa, anda, horfa til allra átta, og ákveða svo hvert leiðinni væri heitið og hefði djöfullinn eitthvað til málanna að leggja var honum það fúst og frjálst. Á mislægum gatnamótum er ekki tóm til að staldra við og tala við djöfla. 3. Einhver orðaði það eitt sinn svo að helvíti væri hinir - í öllu falli eru djöflarnir hinir. Mislæg gatnamót eru einmitt til þess gerð að enginn þurfi nokkru sinni að verða var við aðra. Mislæg gatnamót gera mögulegt að ferðast milli vinnu, heimilis og verslana án þess að staðnæmast einu sinni á rauðu ljósi meðan aðrir fara hjá. Mislæg gatnamót eru að því leyti fullkomnun og endastöð þeirrar rökvísi einkabílsins að samneyti við ókunnuga sé til trafala, óþægilegt eins og sígarettureykur, og þeir, aðrir, séu betur geymdir í sjónvarpinu. 4. Mislæg gatnamót eru yfirlýsing um endalok stjórnmála og sögu, ytri mörk línulegs tíma, og fögnuður þeirrar nýju rökvísi að til að komast til hægri skuli maður beygja til vinstri. Til að rugla ekki þá í ríminu sem gætu þurft að yfirgefa bíla sína um stundarsakir og ganga, til dæmis vegna vélarbilunar, hefur sama rökvísi nú verið heimfærð á nýja hönnun göngubrúa, sem berja má augum í Vatnsmýri - rétta leiðin yfir Hringbraut er burt frá henni. 5. Mislæg gatnamót eru manndómsvígsla, þar duga menn eða hika, tapa og drepast. Sá sem ekki tekur rétta hægribeygju á leið sinni til vinstri veit ekki fyrr en hann er lentur í Mosfellsbæ. Sú saga er raunar sögð að láti maður kylfu ráða kasti og gæti ekki að því hvar og hvenær maður beygi á gatnamótum borgarinnar endi maður undantekningarlaust á bílastæðinu við Smáralind. 6. Mislæg gatnamót eru manifestó, yfirlýsing, og þau segja: það er ekki leiðin eða ferðalagið sem skiptir máli, heldur aðeins áfangastaðurinn. Aðeins áfangastaðurinn. Á leiðinni er enda bara útvarp, á áfangastaðnum verður þráðlaust net og dvd spilari. 7. Mislæg gatnamót eru sjálfsprottin, þau reisa sig sjálf í nokkurs lags spíralhreyfingu gegnum skrifræði, fjármagn og mýrlendi, án þess mannshöndin komi þar nokkurs staðar nálægt. Hafi mannshönd komið þar nálægt, til dæmis hönd gatnamálastjóra, skipulagsfræðings, hendur nefnda eða verkfræðinga, munu þeir vilja koma fleiri mislægum gatnamótum upp þar til engin leið er að rata um borgina, inn í hana eða út úr henni, svo þeir finnist aldrei, aldrei nokkurn tíma, heldur geti andað rólega einhvers staðar á milli vega. Þeir munu vita hvenær við erum farin og þeir geta um frjálst höfuð strokið, það mun birtast í fréttum. 8. Eins og gatnamótin sjá að mestu, ef ekki öllu, leyti um sig sjálf munu bílarnir vafalaust halda áfram að sprella um göturnar þegar við erum farin - og útvarpsstöðvum mun trúlega ganga ágætlega að fylla dagskrárbilin á milli auglýsinga, þó mannskepnurnar hypji sig. 9. Það fer tvennum sögum af því hvort mislæg gatnamót voru veitt með fulltingi djöfulsins og því hafi hann svo hljótt um sig núna að fáu sé við að bæta, eða hvort hann stendur svekktur í súldinni á umferðareyju eða undir brúarsporði. Sjái hann einhver í vegkanti væri fallega gert að henda til hans brauði. 10. Heyrst hefur að íslensk verktakafyrirtæki muni brátt senda pólska starfsmenn sína til að reisa mislæg gatnamót í Írak, þar sem bensínverð er lágt, og því hægt að keyra meira. Samið hefur verið við CIA um afnot af flugvélum til að ferja starfsmennina. Það er ekki leiðin sem skiptir máli heldur áfangastaðurinn en við vitum líka öll hvert ferðinni er heitið, er það ekki? n Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Brátt verður búið að ryðja byggð úr vegi Reykjavíkur og rýma fyrir mislægum gatnamótum. Því er rétt, áður en við brunum öll endanlega austur nýju Hringbrautina, út á Leifsstöð og burt, að athuga hver það er sem erfir land, hvaða mann landneminn hefur að geyma, ef svo má segja. Hvað eru mislæg gatnamót? 1. Mislæg gatnamót eru fullkomnun þeirrar vegagerðar sem sjálf skapar fjarlægðirnar sem hún yfirstígur. Þannig hefur verið sýnt fram á að ef göngu- og hjólabrautir kæmu í stað vega innan höfuðborgarsvæðisins styttust fjarlægðir milli húsa svo að göngufært yrði á milli enda borgarinnar á tíu mínútum. Sem er umtalsvert styttri tími en tekur að ganga yfir meðalstórt bílastæði. 2. Mislæg gatnamót birtast þar sem áður voru krossgötur. Á krossgötum mátti standa, anda, horfa til allra átta, og ákveða svo hvert leiðinni væri heitið og hefði djöfullinn eitthvað til málanna að leggja var honum það fúst og frjálst. Á mislægum gatnamótum er ekki tóm til að staldra við og tala við djöfla. 3. Einhver orðaði það eitt sinn svo að helvíti væri hinir - í öllu falli eru djöflarnir hinir. Mislæg gatnamót eru einmitt til þess gerð að enginn þurfi nokkru sinni að verða var við aðra. Mislæg gatnamót gera mögulegt að ferðast milli vinnu, heimilis og verslana án þess að staðnæmast einu sinni á rauðu ljósi meðan aðrir fara hjá. Mislæg gatnamót eru að því leyti fullkomnun og endastöð þeirrar rökvísi einkabílsins að samneyti við ókunnuga sé til trafala, óþægilegt eins og sígarettureykur, og þeir, aðrir, séu betur geymdir í sjónvarpinu. 4. Mislæg gatnamót eru yfirlýsing um endalok stjórnmála og sögu, ytri mörk línulegs tíma, og fögnuður þeirrar nýju rökvísi að til að komast til hægri skuli maður beygja til vinstri. Til að rugla ekki þá í ríminu sem gætu þurft að yfirgefa bíla sína um stundarsakir og ganga, til dæmis vegna vélarbilunar, hefur sama rökvísi nú verið heimfærð á nýja hönnun göngubrúa, sem berja má augum í Vatnsmýri - rétta leiðin yfir Hringbraut er burt frá henni. 5. Mislæg gatnamót eru manndómsvígsla, þar duga menn eða hika, tapa og drepast. Sá sem ekki tekur rétta hægribeygju á leið sinni til vinstri veit ekki fyrr en hann er lentur í Mosfellsbæ. Sú saga er raunar sögð að láti maður kylfu ráða kasti og gæti ekki að því hvar og hvenær maður beygi á gatnamótum borgarinnar endi maður undantekningarlaust á bílastæðinu við Smáralind. 6. Mislæg gatnamót eru manifestó, yfirlýsing, og þau segja: það er ekki leiðin eða ferðalagið sem skiptir máli, heldur aðeins áfangastaðurinn. Aðeins áfangastaðurinn. Á leiðinni er enda bara útvarp, á áfangastaðnum verður þráðlaust net og dvd spilari. 7. Mislæg gatnamót eru sjálfsprottin, þau reisa sig sjálf í nokkurs lags spíralhreyfingu gegnum skrifræði, fjármagn og mýrlendi, án þess mannshöndin komi þar nokkurs staðar nálægt. Hafi mannshönd komið þar nálægt, til dæmis hönd gatnamálastjóra, skipulagsfræðings, hendur nefnda eða verkfræðinga, munu þeir vilja koma fleiri mislægum gatnamótum upp þar til engin leið er að rata um borgina, inn í hana eða út úr henni, svo þeir finnist aldrei, aldrei nokkurn tíma, heldur geti andað rólega einhvers staðar á milli vega. Þeir munu vita hvenær við erum farin og þeir geta um frjálst höfuð strokið, það mun birtast í fréttum. 8. Eins og gatnamótin sjá að mestu, ef ekki öllu, leyti um sig sjálf munu bílarnir vafalaust halda áfram að sprella um göturnar þegar við erum farin - og útvarpsstöðvum mun trúlega ganga ágætlega að fylla dagskrárbilin á milli auglýsinga, þó mannskepnurnar hypji sig. 9. Það fer tvennum sögum af því hvort mislæg gatnamót voru veitt með fulltingi djöfulsins og því hafi hann svo hljótt um sig núna að fáu sé við að bæta, eða hvort hann stendur svekktur í súldinni á umferðareyju eða undir brúarsporði. Sjái hann einhver í vegkanti væri fallega gert að henda til hans brauði. 10. Heyrst hefur að íslensk verktakafyrirtæki muni brátt senda pólska starfsmenn sína til að reisa mislæg gatnamót í Írak, þar sem bensínverð er lágt, og því hægt að keyra meira. Samið hefur verið við CIA um afnot af flugvélum til að ferja starfsmennina. Það er ekki leiðin sem skiptir máli heldur áfangastaðurinn en við vitum líka öll hvert ferðinni er heitið, er það ekki? n
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun