Það hefur verið níðst á öryrkjum 23. nóvember 2005 06:00 Öryrkjabandalag Íslands hefur enn á ný farið í mál við ríkisstjórnina vegna vanefnda á greiðslum til öryrkja. Fyrir alþingiskosningarnar 2003 gerði Öryrkjabandalagið samkomulag við ríkisstjórnina um 1,5 milljarða kr. hækkun á aldurstengdum bótum til öryrkja.En þegar kom að því að efna samkomulagið vildi ríkisstjórnin ekki greiða meira en 1 milljarð í hækkun á bótum. Öryrkjar gáfu ríkisstjórninni langan frest til þess að efna samkomulagið og vildu fremur fara samkomulagsleið en dómstólaleið. En allt kom fyrir ekki. Nýlega lét heilbrigðisráðuneytið Hagfræðistofnun háskólans gera skýrslu um fjölgun öryrkja á ákveðnu árabili. Var rekið upp mikið ramakvein þegar skýrslan kom út og sagt, að öryrkjum hefði fjölgað gífurlega mikið og kostnaður vegna lífeyrisgreiðslna til þeirra hefði stóraukist. Öryrkjabandalagið segir, að fjöldi öryrkja hér sé svipaður og í nálægum löndum. Vakti það mikla undrun hvers vegna heilbrigðisráðuneytið gat ekki sjálft flett því upp hvað öryrkjum hefði fjölgað mikið hér eða fengið tölurnar frá Tryggingastofnun ríkisins en þær liggja allar fyrir í staðtölum Tryggingastofnunar. Eina skýringin á þessu háttalagi ráðuneytisins er sú, að ætlunin hafi verið að gera mikið áróðursmál úr því að öryrkjum hefði fjölgað mikið og um leið gera það tortryggilegt að æ fleiri yrðu öryrkjar. Vantaði ekki að hagfræðistofnun og ráðuneytið réðust með miklu offorsi að stöðu og kjörum öryrkja er skýrslan kom út. Ekki er ljóst hvað þessum aðilum gengur til, þar eð enginn er úrskurðaður öryrki hjá Tryggingastofnun nema að undangengnu örorkumati læknis og fara þau mál öll gegnum tryggingayfirlækni Tryggingastofnunar ríkisins. Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram kom í ljós að heilbrigðisráðuneytið hafði fellt niður bensínstyrk til hreyfihamlaðra. Var það helsta sparnaðarráðstöfun ráðuneytisins. Þessi ráðstöfun mæltist mjög illa fyrir innan þings sem utan og varð heilbrigðisráðherra að draga þessa ákvörðun sína til baka. En þessi ráðagerð sýndi afstöðu ráðuneytsins til öryrkja.Þegar mál þetta og mál öryrkja almennt voru rædd á alþingi sagði heilbrigðisráðherra, að öryrkjum hefði fjölgað mikið á árinu. Var ráðherra mikið niðri fyrir og hann sagði með hækkuðum rómi: Öryrkjum hefur fjölgað um 3 á dag undanfarið. Það þýðir ekkert að óskapast yfir fjölgun öryrkja eða sjúklinga.Þetta eru staðreyndir sem verður að horfast í augu við. Nær væri að athuga hver orsökin er fyrir fjölgun öryrkja. Orsökin er m.a. sú, að ríkisstjórnin hefur skapað hér á landi ómanneskjulegt atvinnulíf. Það ríkir svo mikil harka í dag í rekstri fyrirtækja, græðgissjónarmiðin eru svo allsráðandi að ekki er rúm fyrir starfsmenn sem ekki standa sig 100%. Ef eitthvað smávegis er að hjá starfsmanni er hann umsvifalaust rekinn. Og það getur reynst erfitt fyrir slíkan aðila að fá vinnu hjá öðrum atvinnurekanda. Ef hann fær ekki vinnu fer hann á atvinnuleysisskrá og getur brotnað niður. Og það er einmitt það sem gerst hefur í mörgum tilvikum. n Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur enn á ný farið í mál við ríkisstjórnina vegna vanefnda á greiðslum til öryrkja. Fyrir alþingiskosningarnar 2003 gerði Öryrkjabandalagið samkomulag við ríkisstjórnina um 1,5 milljarða kr. hækkun á aldurstengdum bótum til öryrkja.En þegar kom að því að efna samkomulagið vildi ríkisstjórnin ekki greiða meira en 1 milljarð í hækkun á bótum. Öryrkjar gáfu ríkisstjórninni langan frest til þess að efna samkomulagið og vildu fremur fara samkomulagsleið en dómstólaleið. En allt kom fyrir ekki. Nýlega lét heilbrigðisráðuneytið Hagfræðistofnun háskólans gera skýrslu um fjölgun öryrkja á ákveðnu árabili. Var rekið upp mikið ramakvein þegar skýrslan kom út og sagt, að öryrkjum hefði fjölgað gífurlega mikið og kostnaður vegna lífeyrisgreiðslna til þeirra hefði stóraukist. Öryrkjabandalagið segir, að fjöldi öryrkja hér sé svipaður og í nálægum löndum. Vakti það mikla undrun hvers vegna heilbrigðisráðuneytið gat ekki sjálft flett því upp hvað öryrkjum hefði fjölgað mikið hér eða fengið tölurnar frá Tryggingastofnun ríkisins en þær liggja allar fyrir í staðtölum Tryggingastofnunar. Eina skýringin á þessu háttalagi ráðuneytisins er sú, að ætlunin hafi verið að gera mikið áróðursmál úr því að öryrkjum hefði fjölgað mikið og um leið gera það tortryggilegt að æ fleiri yrðu öryrkjar. Vantaði ekki að hagfræðistofnun og ráðuneytið réðust með miklu offorsi að stöðu og kjörum öryrkja er skýrslan kom út. Ekki er ljóst hvað þessum aðilum gengur til, þar eð enginn er úrskurðaður öryrki hjá Tryggingastofnun nema að undangengnu örorkumati læknis og fara þau mál öll gegnum tryggingayfirlækni Tryggingastofnunar ríkisins. Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram kom í ljós að heilbrigðisráðuneytið hafði fellt niður bensínstyrk til hreyfihamlaðra. Var það helsta sparnaðarráðstöfun ráðuneytisins. Þessi ráðstöfun mæltist mjög illa fyrir innan þings sem utan og varð heilbrigðisráðherra að draga þessa ákvörðun sína til baka. En þessi ráðagerð sýndi afstöðu ráðuneytsins til öryrkja.Þegar mál þetta og mál öryrkja almennt voru rædd á alþingi sagði heilbrigðisráðherra, að öryrkjum hefði fjölgað mikið á árinu. Var ráðherra mikið niðri fyrir og hann sagði með hækkuðum rómi: Öryrkjum hefur fjölgað um 3 á dag undanfarið. Það þýðir ekkert að óskapast yfir fjölgun öryrkja eða sjúklinga.Þetta eru staðreyndir sem verður að horfast í augu við. Nær væri að athuga hver orsökin er fyrir fjölgun öryrkja. Orsökin er m.a. sú, að ríkisstjórnin hefur skapað hér á landi ómanneskjulegt atvinnulíf. Það ríkir svo mikil harka í dag í rekstri fyrirtækja, græðgissjónarmiðin eru svo allsráðandi að ekki er rúm fyrir starfsmenn sem ekki standa sig 100%. Ef eitthvað smávegis er að hjá starfsmanni er hann umsvifalaust rekinn. Og það getur reynst erfitt fyrir slíkan aðila að fá vinnu hjá öðrum atvinnurekanda. Ef hann fær ekki vinnu fer hann á atvinnuleysisskrá og getur brotnað niður. Og það er einmitt það sem gerst hefur í mörgum tilvikum. n
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar