Vopnfirðingurinn Víglundur Páll Einarsson gæti verið á leiðinni til enska 1. deildarliðsins Crystal Palace, en hann var nýlega til reynslu hjá félaginu í tíu daga og verður skoðaður nánar af forráðamönnum félagsins í leik með liði sínu, Þór frá Akureyri.
"Þetta var skemmtilegur tími og gaman að þetta skyldi hafa gengið vel. Forráðamenn liðsins sögðust ætla að skoða mig betur í leik með Þór og vonandi gengur vel hjá mér í þeim leik." Víglundur lék með liði Fjarðabyggðar í sumar og spilar oftast sem bakvörður.