Sport

Jakob með íslandsmet

Jakob Jóhann Sveinsson
Jakob Jóhann Sveinsson

Jakob Jóhann Sveinsson setti Íslandsmet í 50 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug á Ítalíu í gær. Jakob kom í mark á tímanum 28,22 sekúndur en gamla metið var 28,33 frá því á fimmtudaginn og er þetta í þriðja skipti á þremur vikum sem Jakob bætir metið í þessari grein.

Hann hafnaði í 28. sæti af 42 keppendum í undanrásum. Anja Ríkey Jakobsdóttir keppti einnig í gær á mótinu á Ítalíu og hafnaði hún í 27. sæti af 35 keppendum í 50 metra baksund þegar hún synti á 29,78 sekúndum. Besti timi Önju í greininni er 29,39 sekúndur en Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir á Íslandsmetið sem er 29,16 sekúndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×