Skiptir álit annarra máli? 12. maí 2005 00:01 Áður en þáttur Opruh um Ísland var sýndur hér á landi varð uppi fótur og fit vegna innihalds hans. Tvær íslenskar konur búsettar erlendis skrifuðu harðorðar greinar í Morgunblaðið þar sem þær skömmuðust yfir þeim íslensku konum sem voru í þættinum og það sem meira var, þá eyðilagði þátturinn fyrir þeim það stolt sem þær höfðu yfir því að vera Íslendingar. Önnur þeirra gekk meira segja svo langt að hún ætlaði að segjast vera frá Finnlandi hér eftir, og hin sagðist ætla að hugsa sig tvisvar um áður en hún léti fólk vita að dóttir hennar væri íslensk. Það sem fór svona fyrir brjóstið á þeim, var sú mynd sem dregin var upp af íslenskum konum sem lauslátum skemmtanafíklum. Svanhildur Hólm sem hafði setið í sófanum hjá Opruh þurfti nú að mæta í sófa íslenskra fjölmiðla og svara fyrir þá skömm sem hún virðist hafa kallað yfir íslenskar konur. Hún gerði sitt besta til að útskýra að hún hafi viljað draga fram sanngjarna mynd af íslenskum konum en í raun hafði Oprah ekki áhuga á öðru en kyn- og skemmtanalífi íslenskra kvenna og svo hinum ógeðslega þorramat, hákarli og hrútspungum þrátt fyrir að Svanhildur hafi viljað bjóða upp á grafinn lax og lamb. Nú þegar þátturinn hefur verið sýndur hér á landi sjá flestir að þetta var kannski ekki eins mikið mál og var talið í upphafi, því það leyndist sannleikskorn í því sem þarna kom fram. Það var þó fjarri því að vera allur sannleikurinn, því þegar þjóð er kynnt í stuttu innslagi sem þessi snýst kynningin bara um klisjur. En auðvitað eru margir ósáttir við að sömu klisjurnar eru bornar fram aftur og aftur. Ekki má gleyma því að miklar væntingar voru fyrir þennan þátt en nokkru áður en þátturinn varð að veruleika fóru að birtast fréttir um það í fjölmiðlum að Oprah Winfrey sjálf hefði áhuga á okkar litla sæta Íslandi og vangaveltur voru um hvaða íslensku konur myndu fá þann heiður að setjast í sófann hjá spjalldrottningunni sjálfri. Okkur var nefnilega ekki sama - Íslendingar vildu fá góða umfjöllun um hvað við erum æðisleg og flott og meiriháttar og best í heimi. En hver vill það svo sem ekki? Vilja ekki allir láta dást að sér? Við gerum mikið grín af okkum sjálfum fyrir að grobba okkur af landi og þjóð, finnast við svo sérstök og frábær og okkur er mikið í mun um að kynna okkur erlendis. Við viljum að allir átti sig á sérstöðu okkar, og ef til vill er það vegna þess hve við erum svo lítil og í raun og veru með minnimáttarkennd. En það sem kom í ljós í þessum ágæta þætti hennar Opruh er að hún virtist líka þjást af þessari einkennilegu áráttu að láta dást að sér. Hún var mjög upptekin af því að fá gesti sína til að segja sér hvað þeim þætti um bandarískar konur og þegar ein stúlkan frá Belgíu tók af skarið og sagði að hún teldi ameríska drauminn ekki eins æðislegan og af er látið, móðgaðist Oprah gífurlega og sagði "í alvörunni, en ég tel að við séum heppnustu konur í heimi hérna í Bandaríkjunum". Og sýndi svo innslag frá einum eða tveimur löndum til viðbótar þar sem líf kvenna annarsstaðar í heiminum var og sagði svo aftur, "sjáið þið við erum heppnustu konur í heimi," og með þessari einu setningu gerði hún lítið úr öllum þeim konum sem hún hafði rætt við í þættinum. Þar lá hundurinn grafinn, hún hafði í raun engan áhuga á konum í öðrum löndum. Þegar upp var staðið, var það ekki mannorð okkar sem skaðaðist heldur mannorð Opruh, allavegana á Íslandi. Og þó álit annara skipti okkur máli, höfum við kannski lært það að við eigum ekki að vera að reyna að eltast við það hjá fólki sem hefur í raun engan áhuga. Þá er betra heima setið en af stað farið, og við verðum að bíta í það súra að það finnst ekki öllum í heiminum við áhugaverðasta þjóð í heimi. Hinsvegar getum við áfram borið höfuðið hátt þrátt fyrir að einhverjar konur í Ameríku haldi að við séum lauslátar, drykkfelldar og étum hrútspunga í öll mál. Fínt, þær hafa þá eitthvað að tala um.... við vitum betur. Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Áður en þáttur Opruh um Ísland var sýndur hér á landi varð uppi fótur og fit vegna innihalds hans. Tvær íslenskar konur búsettar erlendis skrifuðu harðorðar greinar í Morgunblaðið þar sem þær skömmuðust yfir þeim íslensku konum sem voru í þættinum og það sem meira var, þá eyðilagði þátturinn fyrir þeim það stolt sem þær höfðu yfir því að vera Íslendingar. Önnur þeirra gekk meira segja svo langt að hún ætlaði að segjast vera frá Finnlandi hér eftir, og hin sagðist ætla að hugsa sig tvisvar um áður en hún léti fólk vita að dóttir hennar væri íslensk. Það sem fór svona fyrir brjóstið á þeim, var sú mynd sem dregin var upp af íslenskum konum sem lauslátum skemmtanafíklum. Svanhildur Hólm sem hafði setið í sófanum hjá Opruh þurfti nú að mæta í sófa íslenskra fjölmiðla og svara fyrir þá skömm sem hún virðist hafa kallað yfir íslenskar konur. Hún gerði sitt besta til að útskýra að hún hafi viljað draga fram sanngjarna mynd af íslenskum konum en í raun hafði Oprah ekki áhuga á öðru en kyn- og skemmtanalífi íslenskra kvenna og svo hinum ógeðslega þorramat, hákarli og hrútspungum þrátt fyrir að Svanhildur hafi viljað bjóða upp á grafinn lax og lamb. Nú þegar þátturinn hefur verið sýndur hér á landi sjá flestir að þetta var kannski ekki eins mikið mál og var talið í upphafi, því það leyndist sannleikskorn í því sem þarna kom fram. Það var þó fjarri því að vera allur sannleikurinn, því þegar þjóð er kynnt í stuttu innslagi sem þessi snýst kynningin bara um klisjur. En auðvitað eru margir ósáttir við að sömu klisjurnar eru bornar fram aftur og aftur. Ekki má gleyma því að miklar væntingar voru fyrir þennan þátt en nokkru áður en þátturinn varð að veruleika fóru að birtast fréttir um það í fjölmiðlum að Oprah Winfrey sjálf hefði áhuga á okkar litla sæta Íslandi og vangaveltur voru um hvaða íslensku konur myndu fá þann heiður að setjast í sófann hjá spjalldrottningunni sjálfri. Okkur var nefnilega ekki sama - Íslendingar vildu fá góða umfjöllun um hvað við erum æðisleg og flott og meiriháttar og best í heimi. En hver vill það svo sem ekki? Vilja ekki allir láta dást að sér? Við gerum mikið grín af okkum sjálfum fyrir að grobba okkur af landi og þjóð, finnast við svo sérstök og frábær og okkur er mikið í mun um að kynna okkur erlendis. Við viljum að allir átti sig á sérstöðu okkar, og ef til vill er það vegna þess hve við erum svo lítil og í raun og veru með minnimáttarkennd. En það sem kom í ljós í þessum ágæta þætti hennar Opruh er að hún virtist líka þjást af þessari einkennilegu áráttu að láta dást að sér. Hún var mjög upptekin af því að fá gesti sína til að segja sér hvað þeim þætti um bandarískar konur og þegar ein stúlkan frá Belgíu tók af skarið og sagði að hún teldi ameríska drauminn ekki eins æðislegan og af er látið, móðgaðist Oprah gífurlega og sagði "í alvörunni, en ég tel að við séum heppnustu konur í heimi hérna í Bandaríkjunum". Og sýndi svo innslag frá einum eða tveimur löndum til viðbótar þar sem líf kvenna annarsstaðar í heiminum var og sagði svo aftur, "sjáið þið við erum heppnustu konur í heimi," og með þessari einu setningu gerði hún lítið úr öllum þeim konum sem hún hafði rætt við í þættinum. Þar lá hundurinn grafinn, hún hafði í raun engan áhuga á konum í öðrum löndum. Þegar upp var staðið, var það ekki mannorð okkar sem skaðaðist heldur mannorð Opruh, allavegana á Íslandi. Og þó álit annara skipti okkur máli, höfum við kannski lært það að við eigum ekki að vera að reyna að eltast við það hjá fólki sem hefur í raun engan áhuga. Þá er betra heima setið en af stað farið, og við verðum að bíta í það súra að það finnst ekki öllum í heiminum við áhugaverðasta þjóð í heimi. Hinsvegar getum við áfram borið höfuðið hátt þrátt fyrir að einhverjar konur í Ameríku haldi að við séum lauslátar, drykkfelldar og étum hrútspunga í öll mál. Fínt, þær hafa þá eitthvað að tala um.... við vitum betur. Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun