Juventus náði í dag 10 stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta þegar liðið valtaði yfir Cagliari, 4-0. David Trezeguet skoraði tvö mörk fyrir Juve og Pavel Nedved eitt en fjórða markið var sjálfsmark. 7 leikjum er lokið í Serie A í dag.
Fiorentina er í 2. sæti eftir 1-0 sigur á Trevisio í gærkvöldi með 32 stig en AC Milan sem er með 31 stig getur endurheimt 2. sætið þegar liðið mætir Inter Milan í nágrannaslag í kvöld. Úrslit dagsins á Ítalíu urðu eftirfarandi:
Roma-Palermo 1 - 2
Ascoli Reggina 1 - 1
Juventus-Cagliari 4 - 0
Livorno-Lazio 2 - 1
Messina-Chievo 2 - 0
Parma-Sampdoria 1 - 1
Udinese-Lecce 1 - 2