Jafnaðarstefna í sókn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 31. desember 2005 00:01 Árið 2005 hefur um margt verið gjöfult á Íslandi þriðja árið í röð. Mikil atvinna, góður hagvöxtur og talsverð kaupmáttaraukning. Mikil framfarasókn einkennir íslensk fyrirtæki, viðskipti hafa verið lífleg á flestum mörkuðum, fiskverð hátt, innflutningur sá mesti sem sögur fara af og tekjur ríkissjóðs aldrei meiri. Það má því með rétti segja að það hafi verið góðæri í landinu. En góðærinu hefur verið mjög misskipt. Það kom glöggt í ljós á árinu 2005 þegar kastljós fjölmiðla beindist að slæmri stöðu almannaþjónustunnar og auknum ójöfnuði. Á tíu ára afmæli ríkisstjórnarinnar kom í ljós að staðan er mun verri en margir Íslendingar leyfðu sér að vona. Ef fram fer óhindrað mun íslenskt samfélag 21. aldar missa það sem mörgum finnst verðmætast hér á landi - samstöðu fólks sem deilir kjörum, lætur sig hvert annað varða og þar sem allir hafa hlutverki að gegna. Átök án ávinningsÁtök ríkisstjórnar og almennings á árinu varpa ljósi á þessa stöðu. Menntamálaráðherra á í útistöðum við skólafólk vegna hugmynda um miðstýringu og sparnað sem draga úr fjölbreytni í skólastarfi. Ríkisstjórnin öll hefur átt í langvinnum deilum við aldraða og öryrkja um kjör þeirra og aðbúnað og ráðandi menn í Sjálfstæðisflokknum fara mikinn í fjölmiðlum vegna kjarabóta til hinna lægstlaunuðu hjá Reykjavíkurborg. Rannsóknum, sem sýna aukinn ójöfnuð, er mætt með því að ráðast harkalega á þá sem tíðindin flytja. Félagsmálaráðherra er dæmdur í fésektir fyrir að misbeita valdi sínu og dómsmálaráðherra kaupir sig frá málaferlum sem eru yfirvofandi vegna geðþóttaákvörðunar við skipan hæstaréttardómara. Allt er þetta á kostnað skattgreiðenda og lýðræðisins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins einkenndist af gífuryrðum og vopnaskaki í garð helsta keppinautar flokksins - Samfylkingarinnar - og Morgunblaðið klappar þann stein áfram í ritstjórnarskrifum sínum. Ferð án fyrirheitsÞað þarf sterk bein til að þola góða daga. Engin ríkisstjórn hefur fengið eins góð tækifæri til að ná fólki saman um aðkallandi verkefni og sýn til framtíðar fyrir íslenskt samfélag - og klúðrað þeim eins hrapallega. Átökin á árinu endurspegla þá staðreynd að stefnumótun ríkisstjórnarinnar er mjög ábótavant. Enginn skilur samhengi þeirra aðgerða sem hún ræðst í. Brottfallið úr framhaldsskólum heldur áfram, byggðunum blæðir, matarverð, gengi, vextir og viðskiptahalli er hærri en víðast hvar á byggðu bóli, hátækni- og nýsköpunarfyrirtæki flytja starfsemi sína úr landi, heilbrigðiskerfið þróast einhvern veginn, Evrópusambandið er bannorð og viðvarandi vandræðagangur er í samskiptunum við Bandaríkin. Ríkisstjórnin þorir í hvorugan fótinn að stíga - aðgerðaleysið er stefnan. Við höldum ekki í við aðrar þjóðir í menntamálum og erum á góðri leið með að enda sem hráefnisframleiðendur í fiski og áli. Menntun og framsýniÁ sama tíma hefur höfuðborgin lagt áherslu á mikilvægi menntunar og aðstæður fyrir nýjar atvinnugreinar sem byggja á hátækni, hugviti og sköpunarkrafti. Nýleg hækkun lægstu launa hjá umönnunarstéttum er angi af þessari stefnu. Hún er staðfesting þess að þar sem Samfylkingin fær einhverju um ráðið er menntun og jafnrétti í öndvegi. Í henni felst viðurkenning á því að góð almannaþjónusta er í þágu atvinnulífs ekki síður en einstaklinga. Hún skapar öflugum og framsæknum fyrirtækjum hér á landi þá umgjörð sem þau þurfa til að standast samkeppni um hæft starfsfólk við fyrirtæki í öðrum löndum. Útrás stórfyrirtækja og velgengni smáfyrirtækja á heimamarkaði byggist ekki síst á menntun. Það á að vera eitt af meginverkefnum okkar Íslendinga á komandi árum að hlúa að menntun þjóðarinnar. Uppbygging öflugs menntakerfis um land allt er ein mikilvægasta aðgerðin í atvinnu- og byggðamálum sem völ er á um þessar mundir. Uppstokkun stjórnmálaStefna stjórnmálaflokka skiptir máli. Eftir langvarandi hægri stjórn og nýfrjálshyggju hafa peningaleg sjónarmið orðið öllu öðru yfirsterkari í ákvörðunum stjórnvalda. Það hefur gleymst að almannaþjónusta hefur siðferðilegt inntak. En á þessu er vonandi að verða breyting. Nýfrjálshyggjan er á hröðu undanhaldi hjá almenningi um heim allan og jafnaðarstefnan í sókn - líka á Íslandi. Jafnaðarstefnan leggur áherslu á tvíþætt hlutverk stjórnmála, annars vegar að þjóna markmiðum um mannlega reisn m.a. með góðri almannaþjónustu og hins vegar að skapa einstaklingum og fyrirtækjum aðstæður þannig að þau fái að dafna á eigin forsendum. Í stjórnmálum á Íslandi sem annars staðar takast á tveir andstæðir meginstraumar - jafnaðarstefna og nýfrjálshyggja. Á Íslandi eru það Samfylking og Sjálfstæðisflokkur sem eru farvegir fyrir þessa ólíku meginstrauma. Þessir tveir flokkar munu því takast á um forystuna í sveitarstjórnum á næsta ári og landsstjórninni árið 2007. Á næsta ári er Samfylkingin staðráðin í því að vinna góða sigra í sveitarstjórnarkosningunum, búa sig undir að leiða næstu ríkisstjórn og takast á við þau brýnu úrlausnarefni sem bíða íslensks samfélags. Í þeim verkum vænti ég góðs samstarfs við alla jafnaðarmenn, hvar í sveit sem þeir hafa hingað til skipað sér. Ég óska landsmönnum öllum árs og friðar, þakka þeim samfylgdina á liðnu ári og hlakka til samstarfsins á því ári sem nú fer í hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Árið 2005 hefur um margt verið gjöfult á Íslandi þriðja árið í röð. Mikil atvinna, góður hagvöxtur og talsverð kaupmáttaraukning. Mikil framfarasókn einkennir íslensk fyrirtæki, viðskipti hafa verið lífleg á flestum mörkuðum, fiskverð hátt, innflutningur sá mesti sem sögur fara af og tekjur ríkissjóðs aldrei meiri. Það má því með rétti segja að það hafi verið góðæri í landinu. En góðærinu hefur verið mjög misskipt. Það kom glöggt í ljós á árinu 2005 þegar kastljós fjölmiðla beindist að slæmri stöðu almannaþjónustunnar og auknum ójöfnuði. Á tíu ára afmæli ríkisstjórnarinnar kom í ljós að staðan er mun verri en margir Íslendingar leyfðu sér að vona. Ef fram fer óhindrað mun íslenskt samfélag 21. aldar missa það sem mörgum finnst verðmætast hér á landi - samstöðu fólks sem deilir kjörum, lætur sig hvert annað varða og þar sem allir hafa hlutverki að gegna. Átök án ávinningsÁtök ríkisstjórnar og almennings á árinu varpa ljósi á þessa stöðu. Menntamálaráðherra á í útistöðum við skólafólk vegna hugmynda um miðstýringu og sparnað sem draga úr fjölbreytni í skólastarfi. Ríkisstjórnin öll hefur átt í langvinnum deilum við aldraða og öryrkja um kjör þeirra og aðbúnað og ráðandi menn í Sjálfstæðisflokknum fara mikinn í fjölmiðlum vegna kjarabóta til hinna lægstlaunuðu hjá Reykjavíkurborg. Rannsóknum, sem sýna aukinn ójöfnuð, er mætt með því að ráðast harkalega á þá sem tíðindin flytja. Félagsmálaráðherra er dæmdur í fésektir fyrir að misbeita valdi sínu og dómsmálaráðherra kaupir sig frá málaferlum sem eru yfirvofandi vegna geðþóttaákvörðunar við skipan hæstaréttardómara. Allt er þetta á kostnað skattgreiðenda og lýðræðisins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins einkenndist af gífuryrðum og vopnaskaki í garð helsta keppinautar flokksins - Samfylkingarinnar - og Morgunblaðið klappar þann stein áfram í ritstjórnarskrifum sínum. Ferð án fyrirheitsÞað þarf sterk bein til að þola góða daga. Engin ríkisstjórn hefur fengið eins góð tækifæri til að ná fólki saman um aðkallandi verkefni og sýn til framtíðar fyrir íslenskt samfélag - og klúðrað þeim eins hrapallega. Átökin á árinu endurspegla þá staðreynd að stefnumótun ríkisstjórnarinnar er mjög ábótavant. Enginn skilur samhengi þeirra aðgerða sem hún ræðst í. Brottfallið úr framhaldsskólum heldur áfram, byggðunum blæðir, matarverð, gengi, vextir og viðskiptahalli er hærri en víðast hvar á byggðu bóli, hátækni- og nýsköpunarfyrirtæki flytja starfsemi sína úr landi, heilbrigðiskerfið þróast einhvern veginn, Evrópusambandið er bannorð og viðvarandi vandræðagangur er í samskiptunum við Bandaríkin. Ríkisstjórnin þorir í hvorugan fótinn að stíga - aðgerðaleysið er stefnan. Við höldum ekki í við aðrar þjóðir í menntamálum og erum á góðri leið með að enda sem hráefnisframleiðendur í fiski og áli. Menntun og framsýniÁ sama tíma hefur höfuðborgin lagt áherslu á mikilvægi menntunar og aðstæður fyrir nýjar atvinnugreinar sem byggja á hátækni, hugviti og sköpunarkrafti. Nýleg hækkun lægstu launa hjá umönnunarstéttum er angi af þessari stefnu. Hún er staðfesting þess að þar sem Samfylkingin fær einhverju um ráðið er menntun og jafnrétti í öndvegi. Í henni felst viðurkenning á því að góð almannaþjónusta er í þágu atvinnulífs ekki síður en einstaklinga. Hún skapar öflugum og framsæknum fyrirtækjum hér á landi þá umgjörð sem þau þurfa til að standast samkeppni um hæft starfsfólk við fyrirtæki í öðrum löndum. Útrás stórfyrirtækja og velgengni smáfyrirtækja á heimamarkaði byggist ekki síst á menntun. Það á að vera eitt af meginverkefnum okkar Íslendinga á komandi árum að hlúa að menntun þjóðarinnar. Uppbygging öflugs menntakerfis um land allt er ein mikilvægasta aðgerðin í atvinnu- og byggðamálum sem völ er á um þessar mundir. Uppstokkun stjórnmálaStefna stjórnmálaflokka skiptir máli. Eftir langvarandi hægri stjórn og nýfrjálshyggju hafa peningaleg sjónarmið orðið öllu öðru yfirsterkari í ákvörðunum stjórnvalda. Það hefur gleymst að almannaþjónusta hefur siðferðilegt inntak. En á þessu er vonandi að verða breyting. Nýfrjálshyggjan er á hröðu undanhaldi hjá almenningi um heim allan og jafnaðarstefnan í sókn - líka á Íslandi. Jafnaðarstefnan leggur áherslu á tvíþætt hlutverk stjórnmála, annars vegar að þjóna markmiðum um mannlega reisn m.a. með góðri almannaþjónustu og hins vegar að skapa einstaklingum og fyrirtækjum aðstæður þannig að þau fái að dafna á eigin forsendum. Í stjórnmálum á Íslandi sem annars staðar takast á tveir andstæðir meginstraumar - jafnaðarstefna og nýfrjálshyggja. Á Íslandi eru það Samfylking og Sjálfstæðisflokkur sem eru farvegir fyrir þessa ólíku meginstrauma. Þessir tveir flokkar munu því takast á um forystuna í sveitarstjórnum á næsta ári og landsstjórninni árið 2007. Á næsta ári er Samfylkingin staðráðin í því að vinna góða sigra í sveitarstjórnarkosningunum, búa sig undir að leiða næstu ríkisstjórn og takast á við þau brýnu úrlausnarefni sem bíða íslensks samfélags. Í þeim verkum vænti ég góðs samstarfs við alla jafnaðarmenn, hvar í sveit sem þeir hafa hingað til skipað sér. Ég óska landsmönnum öllum árs og friðar, þakka þeim samfylgdina á liðnu ári og hlakka til samstarfsins á því ári sem nú fer í hönd.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun