Man Utd mistókst að endurheimta 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu nú undir kvöldið þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Everton á Old Trafford. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik en það voru gestirnir í Everton sem komust yfir strax á 7. mínútu með marki James McFadden en Ryan Giggs jafnaði metin fyrir heimamenn á 15. mínútu eftir sendingu frá Paul Scholes.
Leikmenn Man Utd reyndu rúmlega hvað þeir gátu til að kreista fram sigur en þeir áttu samtals 21 skot að marki Everton manna sem á móti náðu aðeins 7 skotum að marki heimamanna í leikjum. Stuðningsmenn Man Utd bauluðu á leikmenn þegar dómarinn flautaði til leiksloka en liðið er í 3. sæti deildarinnar með 31 stig, jafnmörg og Liverpool sem er í 2. sæti með einu marki betur í markatölu og tólf stigum á eftir toppliði Chelsea.
Jafnt hjá Man Utd og Everton

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn