Mannréttindi víkja fyrir öryggi 5. ágúst 2005 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að hann væri tilbúinn til að breyta lögum um mannréttindi, standi þau í vegi fyrir því að ríkisvaldið geti sent útlendinga úr landi hvetji þeir til hryðjuverka. Bresk stjórnvöld geta þegar neitað þeim um aðgang, eða sent úr landi, sem teljast ógn við þjóðaröryggi. Sumar þessar breytingar kalla einungis á reglugerðabreytingar. Blair sagði möguleika á því að þingmenn yrðu kallaðir snemma til þings úr sumarfríi til að ræða lagabreytingar. Samkvæmt nýrri áætlun til að berjast gegn hryðjuverkum, sem Blair kynnti í gær, verður það gert ólöglegt að réttlæta eða lofsyngja hryðjuverk. Þá verður hverjum þeim sem á einhvern hátt tengjast hryðjuverkum hafnað um hæli í Bretlandi. Einnig á að kanna hvernig hægt verður að loka moskum sem hvetja til ofbeldisverka, og senda fólk úr landi sem tengist ákveðnum bókabúðum eða vefsíðum. Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi sagði að þessar tvær síðastnefndur tillögur verði til þess að auka spennu í landinu. Kennedy sagði einnig að samvinna stjórnmálaflokka til að berjast gegn hryðjuverkum, sé í hættu vegna þessara tillagna Blairs. David Davis, skuggaráðherra innanríkismála fyrir Íhaldsflokkinn, sagðist að mestu leyti ánægður með tillögurnar, sem sneru að því að senda fólk úr landi eða meina þeim aðgang. Hann sagði þetta vera tillögur sem samræmdust því sem Íhaldsflokkurinn hefur verið að kalla eftir. Davis fannst þó sá tími sem gefinn er, eða mánuður, vera of stuttur. Ráð múslima í Bretlandi sagði að þessar breytingar muni vinna á móti tilgangi sínum, sérstaklega ákvörðunin að banna Hibz ut-Tahrir samtökin. "Ef einhver samtök eru talin brjóta gegn lögum okkar, eiga slík mál að fara í gegn um réttarkerfið en ekki neyða samtökin til að stafa í felum. Það lítur út fyrir að með því að banna samtökin séum við að grafa undan lýðræðislegum gildum okkar," sagði Inayat Bunglawala, talsmaður Ráðsins. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að hann væri tilbúinn til að breyta lögum um mannréttindi, standi þau í vegi fyrir því að ríkisvaldið geti sent útlendinga úr landi hvetji þeir til hryðjuverka. Bresk stjórnvöld geta þegar neitað þeim um aðgang, eða sent úr landi, sem teljast ógn við þjóðaröryggi. Sumar þessar breytingar kalla einungis á reglugerðabreytingar. Blair sagði möguleika á því að þingmenn yrðu kallaðir snemma til þings úr sumarfríi til að ræða lagabreytingar. Samkvæmt nýrri áætlun til að berjast gegn hryðjuverkum, sem Blair kynnti í gær, verður það gert ólöglegt að réttlæta eða lofsyngja hryðjuverk. Þá verður hverjum þeim sem á einhvern hátt tengjast hryðjuverkum hafnað um hæli í Bretlandi. Einnig á að kanna hvernig hægt verður að loka moskum sem hvetja til ofbeldisverka, og senda fólk úr landi sem tengist ákveðnum bókabúðum eða vefsíðum. Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi sagði að þessar tvær síðastnefndur tillögur verði til þess að auka spennu í landinu. Kennedy sagði einnig að samvinna stjórnmálaflokka til að berjast gegn hryðjuverkum, sé í hættu vegna þessara tillagna Blairs. David Davis, skuggaráðherra innanríkismála fyrir Íhaldsflokkinn, sagðist að mestu leyti ánægður með tillögurnar, sem sneru að því að senda fólk úr landi eða meina þeim aðgang. Hann sagði þetta vera tillögur sem samræmdust því sem Íhaldsflokkurinn hefur verið að kalla eftir. Davis fannst þó sá tími sem gefinn er, eða mánuður, vera of stuttur. Ráð múslima í Bretlandi sagði að þessar breytingar muni vinna á móti tilgangi sínum, sérstaklega ákvörðunin að banna Hibz ut-Tahrir samtökin. "Ef einhver samtök eru talin brjóta gegn lögum okkar, eiga slík mál að fara í gegn um réttarkerfið en ekki neyða samtökin til að stafa í felum. Það lítur út fyrir að með því að banna samtökin séum við að grafa undan lýðræðislegum gildum okkar," sagði Inayat Bunglawala, talsmaður Ráðsins.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira