Veruleg áhrif innan fimmtíu ára 3. febrúar 2005 00:01 Loftlagsbreytingar geta verið farnar að hafa veruleg áhrif á líf manna um miðja öldina ef mið er tekið af skýrslu sem Bill Hare, vísindamaður við Potsdamstofnunina um loftslagsbreytingar, kynnti á loftslagsráðstefnu í Exeter. Þar dró hann saman niðurstöður fjölda rannsókna um hvaða áhrif hlýnun jarðar hefur á lífríki og félagslegar aðstæður við ákveðin stig hlýnunar. Hare dró upp dökka mynd á ráðstefnunni. Samkvæmt henni þrengir að viðkvæmum svæðum þegar hitastig jarðar er orðið einni gráðu meira en það var að meðaltali fyrir iðnbyltinguna. Hlýni um tvær gráður verða áhrifin veruleg hvort sem er á dýralíf, gróðurfar eða aðstæður fólks. Útlit er fyrir að Afríka verði verst fyrir barðinu á hlýnun jarðar, sagði Hare. Heimsálfan er í mikilli áhættu sama hvaða áhrif loftslagsbreytinga eru skoðuð. Hare sagði að vanþróuð lönd ættu sérstaklega á hættu að matvælaskortur og hungursneyðir ykjust verulega. Hann sagði þróuð ríki betur stödd en að þau gætu engan veginn talist örugg gegn þessari þróun. "Iðnríkin verða að hraða verulega tilraunum sínum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til að koma í veg fyrir skaðlegar loftslagsbreytingar sem hafa mikil áhrif á íbúa Afríku," sagði Anthony Nyong, vísindamaður við Háskólann í Jos í Nígeríu. Hann varaði við því að loftslagsbreytingar gætu leitt til aukinnar hættu á flóðum og þurrkum og þannig aukið hættu á farsóttum Hugsanleg áhrif og tímasetningar Svona getur farið ef úttekt Hare á áhrifum hlýnunar og áætlanir um hraða hlýnunar reynast rétt Um 2030 Þrengir að einstökum vistkerfum Matarframleiðsla minnkar í sumum þróunarlöndum Vatnsskortur versnar í sumum þróunarlöndum Um 2050 Mikil bráðnun Norðurskautsíshellunnar ógnar ísbjörnum og rostungum Kóralrif kunna að deyja Tíðari skógareldar og skordýraplágur við Miðjarðarhaf Ár í Bandaríkjunum verða of heitar fyrir lax og silung Gróðurtegundum fækkar í Fynbos í Suður-Afríku og háfjallahéruðum Evrópu og Asíu. Skógar í Kína byrja að deyja. Aukin hætta á útrýmingu viðkvæmra tegunda í Ástralíu, Mexíkó og Suður-Afríku. Hungurvofan ógnar fleirum en áður. Einn og hálfur milljarður manna stendur frammi fyrir vatnsskorti. Landsframleiðsla sumra þróunarríkja minnkar umtalsvert. Eftir 2050 Regnskógarnir við Amazonfljótið byrja að deyja svo ekki verður aftur snúið. Kóralrif eyðast um allan heim. Alpaflóra í Evrópu, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi hverfur. Fjöldi gróðurtegunda verður útdauður. Gróðursæld Karoo í Suður-Afríku verður að auðn og bróðurpartur tegunda í Fynbos hverfur. Miklu mun fleiri eiga hungursneyð á hættu, 5,5 milljarðar búa á svæðum þar sem uppskera dregst mjög saman. Þrír milljarðar eiga vatnsskort á hættu Eftir 2070 Norðurskautsíshellan hverfur. Ísbirnir og rostungar deyja að líkindum út. Vatnsskortur versnar. Stór landssvæði henta ekki lengur til matvælaframleiðslu. Landsframleiðsla minnkar mikið á heimsvísu. Heimild: Áhrif eru samkvæmt skýrslu Bill Hare. Tímasetningar eru fengnar úr frétt The Independent og byggja á annarri rannsókn. Erlent Fréttir Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Loftlagsbreytingar geta verið farnar að hafa veruleg áhrif á líf manna um miðja öldina ef mið er tekið af skýrslu sem Bill Hare, vísindamaður við Potsdamstofnunina um loftslagsbreytingar, kynnti á loftslagsráðstefnu í Exeter. Þar dró hann saman niðurstöður fjölda rannsókna um hvaða áhrif hlýnun jarðar hefur á lífríki og félagslegar aðstæður við ákveðin stig hlýnunar. Hare dró upp dökka mynd á ráðstefnunni. Samkvæmt henni þrengir að viðkvæmum svæðum þegar hitastig jarðar er orðið einni gráðu meira en það var að meðaltali fyrir iðnbyltinguna. Hlýni um tvær gráður verða áhrifin veruleg hvort sem er á dýralíf, gróðurfar eða aðstæður fólks. Útlit er fyrir að Afríka verði verst fyrir barðinu á hlýnun jarðar, sagði Hare. Heimsálfan er í mikilli áhættu sama hvaða áhrif loftslagsbreytinga eru skoðuð. Hare sagði að vanþróuð lönd ættu sérstaklega á hættu að matvælaskortur og hungursneyðir ykjust verulega. Hann sagði þróuð ríki betur stödd en að þau gætu engan veginn talist örugg gegn þessari þróun. "Iðnríkin verða að hraða verulega tilraunum sínum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til að koma í veg fyrir skaðlegar loftslagsbreytingar sem hafa mikil áhrif á íbúa Afríku," sagði Anthony Nyong, vísindamaður við Háskólann í Jos í Nígeríu. Hann varaði við því að loftslagsbreytingar gætu leitt til aukinnar hættu á flóðum og þurrkum og þannig aukið hættu á farsóttum Hugsanleg áhrif og tímasetningar Svona getur farið ef úttekt Hare á áhrifum hlýnunar og áætlanir um hraða hlýnunar reynast rétt Um 2030 Þrengir að einstökum vistkerfum Matarframleiðsla minnkar í sumum þróunarlöndum Vatnsskortur versnar í sumum þróunarlöndum Um 2050 Mikil bráðnun Norðurskautsíshellunnar ógnar ísbjörnum og rostungum Kóralrif kunna að deyja Tíðari skógareldar og skordýraplágur við Miðjarðarhaf Ár í Bandaríkjunum verða of heitar fyrir lax og silung Gróðurtegundum fækkar í Fynbos í Suður-Afríku og háfjallahéruðum Evrópu og Asíu. Skógar í Kína byrja að deyja. Aukin hætta á útrýmingu viðkvæmra tegunda í Ástralíu, Mexíkó og Suður-Afríku. Hungurvofan ógnar fleirum en áður. Einn og hálfur milljarður manna stendur frammi fyrir vatnsskorti. Landsframleiðsla sumra þróunarríkja minnkar umtalsvert. Eftir 2050 Regnskógarnir við Amazonfljótið byrja að deyja svo ekki verður aftur snúið. Kóralrif eyðast um allan heim. Alpaflóra í Evrópu, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi hverfur. Fjöldi gróðurtegunda verður útdauður. Gróðursæld Karoo í Suður-Afríku verður að auðn og bróðurpartur tegunda í Fynbos hverfur. Miklu mun fleiri eiga hungursneyð á hættu, 5,5 milljarðar búa á svæðum þar sem uppskera dregst mjög saman. Þrír milljarðar eiga vatnsskort á hættu Eftir 2070 Norðurskautsíshellan hverfur. Ísbirnir og rostungar deyja að líkindum út. Vatnsskortur versnar. Stór landssvæði henta ekki lengur til matvælaframleiðslu. Landsframleiðsla minnkar mikið á heimsvísu. Heimild: Áhrif eru samkvæmt skýrslu Bill Hare. Tímasetningar eru fengnar úr frétt The Independent og byggja á annarri rannsókn.
Erlent Fréttir Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira