Gæti farið í fangelsi fyrir ummæli 29. mars 2005 00:01 Bobby Fischer, sem nýsloppinn er úr varðhaldsvist í Japan, gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi, vegna andgyðinglegs áróðurs. Stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands telur ummæli hans í garð gyðinga brot á hegningarlögum. Bobby Fischer hefur nýtt tækifærin og haft stór orð um gyðinga í viðtölum við fjölmiðla frá því hann var látinn laus úr varðhaldsvist í Japan í síðustu viku. Á blaðamannafundi á föstudag sagð Fischer t.a.m. að óprúttnir gyðingar hefðu sagt að hann hefði ekki skrifað bókina sem hann hefði lofað að skrifa en það hefði ekki fylgt sögunni að þeir hefðu stoli skránni. Slík ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Jerúsalem sem lítur svo á að Fischer hafi gerst sekur um brot á íslenskum refsilögum. Íslendingur, búsettur í Danmörku, hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Fischers um gyðinga. Þrátt fyrir ákvæði í íslenskum lögum um tjáningarfrelsi segir Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, ekki hægt að nota þau sem afsökun til að brjóta önnur lagaákvæði. Það sem hún hafi heyrt frá Fischer sýnist henni falla undir ákvæði almennra hegningarlaga. Samkvæmt þeim varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að ráðast opinberlega á mann eða hóp manna vegna m.a. þjóðernis eða trúarbragða. Á grundvelli þessara laga hefur fallið dómur í kjölfar ummæla Íslendings sem DV birti um blökkumenn. Bobby Fischer gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi verði hann fundinn sekur um andgyðinglegar áróður. Brynhildur segir þó að í dóminum sem fallið hafi í Hæstarétti hafi ákærði verði dæmdur til 100 þúsund króna sekt. Aðspurð hvað megi segja og hvað ekki segir Brynhildur erfitt að segja nákvæmlega til um það. Það sé dómstóla að meta það hvaða ummæli séu þess eðlis að þau fari yfir mörkin. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Bobby Fischer, sem nýsloppinn er úr varðhaldsvist í Japan, gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi, vegna andgyðinglegs áróðurs. Stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands telur ummæli hans í garð gyðinga brot á hegningarlögum. Bobby Fischer hefur nýtt tækifærin og haft stór orð um gyðinga í viðtölum við fjölmiðla frá því hann var látinn laus úr varðhaldsvist í Japan í síðustu viku. Á blaðamannafundi á föstudag sagð Fischer t.a.m. að óprúttnir gyðingar hefðu sagt að hann hefði ekki skrifað bókina sem hann hefði lofað að skrifa en það hefði ekki fylgt sögunni að þeir hefðu stoli skránni. Slík ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Jerúsalem sem lítur svo á að Fischer hafi gerst sekur um brot á íslenskum refsilögum. Íslendingur, búsettur í Danmörku, hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Fischers um gyðinga. Þrátt fyrir ákvæði í íslenskum lögum um tjáningarfrelsi segir Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, ekki hægt að nota þau sem afsökun til að brjóta önnur lagaákvæði. Það sem hún hafi heyrt frá Fischer sýnist henni falla undir ákvæði almennra hegningarlaga. Samkvæmt þeim varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að ráðast opinberlega á mann eða hóp manna vegna m.a. þjóðernis eða trúarbragða. Á grundvelli þessara laga hefur fallið dómur í kjölfar ummæla Íslendings sem DV birti um blökkumenn. Bobby Fischer gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi verði hann fundinn sekur um andgyðinglegar áróður. Brynhildur segir þó að í dóminum sem fallið hafi í Hæstarétti hafi ákærði verði dæmdur til 100 þúsund króna sekt. Aðspurð hvað megi segja og hvað ekki segir Brynhildur erfitt að segja nákvæmlega til um það. Það sé dómstóla að meta það hvaða ummæli séu þess eðlis að þau fari yfir mörkin.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira