Seattle 4 - Sacramento 1 4. maí 2005 00:01 Ray Allen hjá Seattle vildi ekki þurfa að fara aftur til Sacramento og leika fyrir framan óða áhorfendur þeirra. Það sást á leik hans og félaga hans í gær, þegar þeir slógu Sacramento úr keppni með 122-118 sigri, þrátt fyrir hetjulega baráttu gestanna frá Kaliforníu. Allen skoraði 30 stig í leiknum í nótt, en fékk næga hjálp frá félögum sínum í liði Seattle, sem nú er komið áfram í aðra umferð í fyrsta sinn síðan 1998 og mætir sigurvegaranum úr viðureign San Antonio og Denver. Mike Bibby lék vel fyrir Sacramento í gær og Peja Stojakovic skreið aldrei þessu vant úr felum og spilaði eins og hann getur best, en það nægði Sacramento ekki og þeir eru komnir í sumarfrí. "Við þurftum á framlagi alls liðsins að halda," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við vissum ekki hvaða herbragði þeir myndu beita til að halda aftur af Ray Allen og Rashard Lewis, svo að varamenn okkar stóðu sig með prýði og hjálpuðu okkur að vinna. "Einhver varð að tapa þessu einvígi og ég er ekki sáttur við að það skyldi vera okkar lið," sagði Mike Bibby. Sacramento lék hálfan leikinn án Cuttino Mobley, sem meiddist og þurfti að fara af velli. "Það er ekki hægt að einblína á tölur einstaka leikmanna, við töðuðum einvíginu. Við verðum að hrósa þeim. Þeir komu til Sacramento og stálu einum sigri, það nægði þeim," sagði Stojakovic, sem enn eitt árið olli liði sínu sárum vonbrigðum í úrslitakeppninni. "Strákarnir léku vel. Við vildum reyna að vera áræðnir í sóknarleiknum, en það var vörnin sem klikkaði. Við náðum aldrei að stöðva sóknarleik þeirra," sagði Rick Adelman, þjálfari Sacramento. Atkvæðamestir í liði Sacramento:Peja Stojakovic 38 stig, Mike Bibby 35 stig (10 stoðs), Brad Miller 14 stig (11 stoðs, 6 frák), Maurice Evans 13 stig, Kenny Thomas 7 stig (6 frák), Cuttino Mobley 6 stig.Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 30 stig (6 stoðs) Rashard Lewis 24 stig (7 frák), Nick Collison 15 stig (9 frák), Antonio Daniels 14 stig (8 stoðs), Jerome James 11 stig (6 frák), Reggie Evans 10 stig, Luke Ridnour 10 stig (6 stoðs, 6 frák), Vladimir Radmanovic 6 stig. NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Ray Allen hjá Seattle vildi ekki þurfa að fara aftur til Sacramento og leika fyrir framan óða áhorfendur þeirra. Það sást á leik hans og félaga hans í gær, þegar þeir slógu Sacramento úr keppni með 122-118 sigri, þrátt fyrir hetjulega baráttu gestanna frá Kaliforníu. Allen skoraði 30 stig í leiknum í nótt, en fékk næga hjálp frá félögum sínum í liði Seattle, sem nú er komið áfram í aðra umferð í fyrsta sinn síðan 1998 og mætir sigurvegaranum úr viðureign San Antonio og Denver. Mike Bibby lék vel fyrir Sacramento í gær og Peja Stojakovic skreið aldrei þessu vant úr felum og spilaði eins og hann getur best, en það nægði Sacramento ekki og þeir eru komnir í sumarfrí. "Við þurftum á framlagi alls liðsins að halda," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við vissum ekki hvaða herbragði þeir myndu beita til að halda aftur af Ray Allen og Rashard Lewis, svo að varamenn okkar stóðu sig með prýði og hjálpuðu okkur að vinna. "Einhver varð að tapa þessu einvígi og ég er ekki sáttur við að það skyldi vera okkar lið," sagði Mike Bibby. Sacramento lék hálfan leikinn án Cuttino Mobley, sem meiddist og þurfti að fara af velli. "Það er ekki hægt að einblína á tölur einstaka leikmanna, við töðuðum einvíginu. Við verðum að hrósa þeim. Þeir komu til Sacramento og stálu einum sigri, það nægði þeim," sagði Stojakovic, sem enn eitt árið olli liði sínu sárum vonbrigðum í úrslitakeppninni. "Strákarnir léku vel. Við vildum reyna að vera áræðnir í sóknarleiknum, en það var vörnin sem klikkaði. Við náðum aldrei að stöðva sóknarleik þeirra," sagði Rick Adelman, þjálfari Sacramento. Atkvæðamestir í liði Sacramento:Peja Stojakovic 38 stig, Mike Bibby 35 stig (10 stoðs), Brad Miller 14 stig (11 stoðs, 6 frák), Maurice Evans 13 stig, Kenny Thomas 7 stig (6 frák), Cuttino Mobley 6 stig.Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 30 stig (6 stoðs) Rashard Lewis 24 stig (7 frák), Nick Collison 15 stig (9 frák), Antonio Daniels 14 stig (8 stoðs), Jerome James 11 stig (6 frák), Reggie Evans 10 stig, Luke Ridnour 10 stig (6 stoðs, 6 frák), Vladimir Radmanovic 6 stig.
NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira