Erlent

Barist um hvert atkvæði

Eftir sólarhring ættu fyrstu útgönguspár að liggja fyrir í Bretlandi, en enn þá er barist um hvert einasta atkvæði. Meðaltal kannana dagsins bendir til þess að forskot Verkamannaflokksins sé dágott, um níu prósent, og meirihluti Blairs er tryggur gangi þetta eftir. Það er hins vegar enn þá sólarhringur eftir og óákveðnir eru um átta prósent. Ef þeir eru teknir með í reikninginn sem segjast enn geta skipt um skoðun er þriðjungur kjósenda í spilinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×