Klisjur um hrútspunga og lauslæti 4. maí 2005 00:01 Viðtalið við Svanhildi Hólm í þætti Oprah Winfrey virðist hafa farið þveröfugt ofan í þjóðina. Maður heyrir varla talað um annað í bænum. Einkum heyrist manni að kvenþjóðinni sé misboðið. Auðvitað ættum við að gefa Svanhildi séns - við eigum eftir að sjá viðtalið. En þetta lauslætis/hrútspunga/brennivínstal er orðið voðalega þreytt. Ég held samt að þetta sé ekki Svanhildi að kenna, alls ekki; stjórnendur þáttarins og hin hrútleiðinlega Oprah Winfrey hafa greinilega ákveðið að gefa þessa klisjumynd af Íslandi. Það hefði farið betur á því að tala um eitthvað annað. --- --- --- Kannski gekk ég of langt um daginn þegar ég talaði um fólk sem hringir inn fréttir af sér í DV og Séð & heyrt. Þetta mátti misskilja. Daginn eftir kom ég sjálfur fyrir á þremur stöðum í DV! Logi Bergmann er greinilega kominn með upp í kok og kvartar undan því á vefnum press.is að DV leggi sig og unnustu sína í einelti. --- --- --- Alveg er mér fyrirmunað að skilja að ríkisvaldinu beri skylda til að styðja einhvern hóp fólks sem hefur stofnað klúbb og kallað það Mannréttindaskrifstofu. Ég hefði haldið að það væri einmitt kostur við svona hugsjónastarfsemi áhugafólks að hún væri alveg óháð ríkinu, þyrfti ekki sífellt að herja á það um peninga. Getur þessi hópur ekki selt jólakort eða haldið basar eins og aðrir? Ég segi líka eins og Davíð Oddsson í þinginu í dag: Hvað hefur þessi skrifstofa lagt svona merkilegt til málanna? --- --- --- Forsíðufrétt Moggans um nýtt flugvallarstæði á Miðdalsheiði er athyglisverð. Þeir sem vilja ekki fyrir nokkra muni færa Reykjavíkurflugvöll munu finna þessu allt til foráttu, en þetta lítur ágætlega út. Líkt og ég hef áður bent á er verðmæti landsins í Vatnsmýrinni slíkt að ekkert mál á að vera að byggja flugvöll fyrir hluta af því. En þá verður líka að stöðva borgarstjórnina sem er búin að hleypa flugvallarmálinu og skipulagi svæðisins í algjört rugl. --- --- --- Össur Skarphéðinsson birtir milliuppgjör framboðs síns - í miðri formannskosningu. Þetta er nokkurn veginn óskiljanlegt útspil, nema þá til að reyna að draga athyglina að fjármálum framboðs Ingibjargar Sólrúnar. Í þessu felst náttúrlega áskorun um að hún geri slíkt og hið sama. Það er spurning hvernig hún bregst við. Formannskosningin í Samfylkingunni er að mörgu leyti til fyrirmyndar hvað varðar lýðræði - þetta verður lang fjölmennasta leiðtogakjör í íslenskri stjórnmálasögu. En að sumu leyti er þetta samt komið á fremur einkennilegt plan. Hvað gera helstu stuðningsmenn Össurar ef Ingibjörg verður kosin formaður - eiga Mörður, Einar Karl og co. nokkra framtíð í flokki hennar eftir þessa kosningabaráttu? Svo virðist hafa brotist út kapphlaup um gömul stórmenni úr Alþýðuflokknum - einhvern veginn er ekki jafn mikil eftirspurn eftir stuðningi gamalla allaballa. Þannig teflir Össur fram Jóhönnu Sigurðardóttur og Sighvati Björgvinssyni, Ingibjörg Sólrún svarar með Jóni Baldvini og Jóni Sigurðssyni sem skrifar lofgrein um hana í Moggann í dag. Hún hlýtur að teljast hafa vinninginn í þessari keppni. --- --- --- Mektarmaðurinn Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi ráðherra, forseti Alþingis og bæjarstjóri í Garðabæ, stígur fram og mótmælir byggingu stórverslunar IKEA á Urriðaholti í Garðabæ. Það hefur verið vitað um nokkurt skeið að óánægja væri með þessa framkvæmd í Garðabænum - risaverslun með ógurlegu bílastæðisflæmi á svæði sem þykir náttúruperla. Er hugsanlegt að mótmælin sem líklegt er að rísi út af þessu hafi fremur hvatt Ásdísi Höllu Bragadóttur en latt til að taka djobbið hjá Byko – svona ásamt vonbrigðunum vegna Háskólans í Reykjavík? --- --- --- Það var verið að flytja gamla húsið Ívarssel úr Vesturbænum í Árbæjarsafn. Leiðin ætti auðvitað að vera öfug - það ætti að flytja húsin úr Árbæjarsafni niður í bæ, Hljómskálagarðurinn er fínn staður. --- --- --- Svo hvet ég framsóknarmenn til að efna til sjálfstæðisviku á einhverju vefsvæði sínu. Þar geta þeir dundað sér við að rekja ýmsar ávirðingar sem þeir hafa á Sjálfstæðisflokkinn í vikutíma eða svo. Verður gaman að lesa... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Viðtalið við Svanhildi Hólm í þætti Oprah Winfrey virðist hafa farið þveröfugt ofan í þjóðina. Maður heyrir varla talað um annað í bænum. Einkum heyrist manni að kvenþjóðinni sé misboðið. Auðvitað ættum við að gefa Svanhildi séns - við eigum eftir að sjá viðtalið. En þetta lauslætis/hrútspunga/brennivínstal er orðið voðalega þreytt. Ég held samt að þetta sé ekki Svanhildi að kenna, alls ekki; stjórnendur þáttarins og hin hrútleiðinlega Oprah Winfrey hafa greinilega ákveðið að gefa þessa klisjumynd af Íslandi. Það hefði farið betur á því að tala um eitthvað annað. --- --- --- Kannski gekk ég of langt um daginn þegar ég talaði um fólk sem hringir inn fréttir af sér í DV og Séð & heyrt. Þetta mátti misskilja. Daginn eftir kom ég sjálfur fyrir á þremur stöðum í DV! Logi Bergmann er greinilega kominn með upp í kok og kvartar undan því á vefnum press.is að DV leggi sig og unnustu sína í einelti. --- --- --- Alveg er mér fyrirmunað að skilja að ríkisvaldinu beri skylda til að styðja einhvern hóp fólks sem hefur stofnað klúbb og kallað það Mannréttindaskrifstofu. Ég hefði haldið að það væri einmitt kostur við svona hugsjónastarfsemi áhugafólks að hún væri alveg óháð ríkinu, þyrfti ekki sífellt að herja á það um peninga. Getur þessi hópur ekki selt jólakort eða haldið basar eins og aðrir? Ég segi líka eins og Davíð Oddsson í þinginu í dag: Hvað hefur þessi skrifstofa lagt svona merkilegt til málanna? --- --- --- Forsíðufrétt Moggans um nýtt flugvallarstæði á Miðdalsheiði er athyglisverð. Þeir sem vilja ekki fyrir nokkra muni færa Reykjavíkurflugvöll munu finna þessu allt til foráttu, en þetta lítur ágætlega út. Líkt og ég hef áður bent á er verðmæti landsins í Vatnsmýrinni slíkt að ekkert mál á að vera að byggja flugvöll fyrir hluta af því. En þá verður líka að stöðva borgarstjórnina sem er búin að hleypa flugvallarmálinu og skipulagi svæðisins í algjört rugl. --- --- --- Össur Skarphéðinsson birtir milliuppgjör framboðs síns - í miðri formannskosningu. Þetta er nokkurn veginn óskiljanlegt útspil, nema þá til að reyna að draga athyglina að fjármálum framboðs Ingibjargar Sólrúnar. Í þessu felst náttúrlega áskorun um að hún geri slíkt og hið sama. Það er spurning hvernig hún bregst við. Formannskosningin í Samfylkingunni er að mörgu leyti til fyrirmyndar hvað varðar lýðræði - þetta verður lang fjölmennasta leiðtogakjör í íslenskri stjórnmálasögu. En að sumu leyti er þetta samt komið á fremur einkennilegt plan. Hvað gera helstu stuðningsmenn Össurar ef Ingibjörg verður kosin formaður - eiga Mörður, Einar Karl og co. nokkra framtíð í flokki hennar eftir þessa kosningabaráttu? Svo virðist hafa brotist út kapphlaup um gömul stórmenni úr Alþýðuflokknum - einhvern veginn er ekki jafn mikil eftirspurn eftir stuðningi gamalla allaballa. Þannig teflir Össur fram Jóhönnu Sigurðardóttur og Sighvati Björgvinssyni, Ingibjörg Sólrún svarar með Jóni Baldvini og Jóni Sigurðssyni sem skrifar lofgrein um hana í Moggann í dag. Hún hlýtur að teljast hafa vinninginn í þessari keppni. --- --- --- Mektarmaðurinn Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi ráðherra, forseti Alþingis og bæjarstjóri í Garðabæ, stígur fram og mótmælir byggingu stórverslunar IKEA á Urriðaholti í Garðabæ. Það hefur verið vitað um nokkurt skeið að óánægja væri með þessa framkvæmd í Garðabænum - risaverslun með ógurlegu bílastæðisflæmi á svæði sem þykir náttúruperla. Er hugsanlegt að mótmælin sem líklegt er að rísi út af þessu hafi fremur hvatt Ásdísi Höllu Bragadóttur en latt til að taka djobbið hjá Byko – svona ásamt vonbrigðunum vegna Háskólans í Reykjavík? --- --- --- Það var verið að flytja gamla húsið Ívarssel úr Vesturbænum í Árbæjarsafn. Leiðin ætti auðvitað að vera öfug - það ætti að flytja húsin úr Árbæjarsafni niður í bæ, Hljómskálagarðurinn er fínn staður. --- --- --- Svo hvet ég framsóknarmenn til að efna til sjálfstæðisviku á einhverju vefsvæði sínu. Þar geta þeir dundað sér við að rekja ýmsar ávirðingar sem þeir hafa á Sjálfstæðisflokkinn í vikutíma eða svo. Verður gaman að lesa...
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun