Rangt hjá Siv 28. janúar 2005 00:01 Fulltrúar meirihluta í stjórn Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, segja rangt sem Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir á heimasíðu sinni að fundarkonur á fundi félagsins í gær hafi sjálfar tekið þátt í að kjósa sig inn í félagið. Í tilkynningunni segir orðrétt: Í tilefni af skrifum Sivjar Friðleifsdóttur, ritara Framsóknarflokksins, á heimasíðu hennar viljum við taka eftirfarandi fram:Við undirritaðar sátum aðalfund Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, fimmtudaginn 27. janúar. Þar fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf skv. auglýstri dagskrá. Þar voru rúmlega 40 nýjir (svo) félagsmenn sem gengið höfðu í félagið skv. grein 2.2 í lögum Framsóknarflokksins. Hún hljóðar svo: „Inntökubeiðnir í flokkinn og úrsagnir úr honum skulu vera skriflegar eða með rafrænum hætti. Allar inntökubeiðnir og úrsagnir skal tilkynna til skrifstofu Framsóknarflokksins.“Voru þessar konur skráðar inn í félagið af starfsmanni á skrifstofu Framsóknarflokksins og staðfesting á því lögð fram á aðalfundinum. Var óskað eftir því af einum fundarmanna að gengið væri úr skugga um að fundarmenn væri í raun þær konur sem skráðar voru í félagið. Las formaður félagsins upp nöfn þeirra og bauð síðan velkomnar í félagið. Það er því rangt sem Siv Friðleifsdóttir segir á heimasíðu sinni að fundarkonur hafi sjálfar tekið þátt í að kjósa sig inn í félagið. Slík kosning átti sér ekki stað á fundinum enda voru konurnar réttilega skráðar í félagið skv. lögum Framsóknarflokksins.Við upphaf fundarins óskaði fundarstjóri sérstaklega eftir athugasemdum við lögmæti fundarins ef einhverjar væru. Engar athugasemdir bárust.Rétt er að taka fram Siv Friðleifsdóttir var ekki mætt til fundarins þegar ofangreint átti sér stað.Virðingarfyllst,Aðalheiður Sigursveinsdóttir,Sigurbjörn Vilmundardóttir,Björg Jónsdóttir,-sitja í stjórn Freyju. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Fulltrúar meirihluta í stjórn Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, segja rangt sem Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir á heimasíðu sinni að fundarkonur á fundi félagsins í gær hafi sjálfar tekið þátt í að kjósa sig inn í félagið. Í tilkynningunni segir orðrétt: Í tilefni af skrifum Sivjar Friðleifsdóttur, ritara Framsóknarflokksins, á heimasíðu hennar viljum við taka eftirfarandi fram:Við undirritaðar sátum aðalfund Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, fimmtudaginn 27. janúar. Þar fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf skv. auglýstri dagskrá. Þar voru rúmlega 40 nýjir (svo) félagsmenn sem gengið höfðu í félagið skv. grein 2.2 í lögum Framsóknarflokksins. Hún hljóðar svo: „Inntökubeiðnir í flokkinn og úrsagnir úr honum skulu vera skriflegar eða með rafrænum hætti. Allar inntökubeiðnir og úrsagnir skal tilkynna til skrifstofu Framsóknarflokksins.“Voru þessar konur skráðar inn í félagið af starfsmanni á skrifstofu Framsóknarflokksins og staðfesting á því lögð fram á aðalfundinum. Var óskað eftir því af einum fundarmanna að gengið væri úr skugga um að fundarmenn væri í raun þær konur sem skráðar voru í félagið. Las formaður félagsins upp nöfn þeirra og bauð síðan velkomnar í félagið. Það er því rangt sem Siv Friðleifsdóttir segir á heimasíðu sinni að fundarkonur hafi sjálfar tekið þátt í að kjósa sig inn í félagið. Slík kosning átti sér ekki stað á fundinum enda voru konurnar réttilega skráðar í félagið skv. lögum Framsóknarflokksins.Við upphaf fundarins óskaði fundarstjóri sérstaklega eftir athugasemdum við lögmæti fundarins ef einhverjar væru. Engar athugasemdir bárust.Rétt er að taka fram Siv Friðleifsdóttir var ekki mætt til fundarins þegar ofangreint átti sér stað.Virðingarfyllst,Aðalheiður Sigursveinsdóttir,Sigurbjörn Vilmundardóttir,Björg Jónsdóttir,-sitja í stjórn Freyju.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira