Innlent

Samkomulag um verð á hjartalyfi

 Að sögn Páls Péturssonar, formanns nefndarinnar, lækkaði fyrirtækið fyrirhugað verð umtalsvert, sem var grundvöllur þess að samkomulag næðist. Um er að ræða hjartalyfið Ramipril, sem hefur hlotið íslenska sérheitið Ramil. Ágreiningur stóð um verð lyfsins á markaði hér. "Fyrirtækið lækkaði sínar verðhugmyndir og kom með aðrar sem voru skikkanlegar," sagði Páll. "Nú tekur verðið mið af verði hliðstæðra lyfja í Svíþjóð og Noregi. Það var á mjög lágu verði í Danmörku og þess vegna miðuðum við ekki við það land í þessu tilfelli. Venjulega tökum við mið af þessum þremur löndum. Ég tel að þetta verð sem samkomulag náðist um sé alveg viðunandi. Það er miklu ódýrara en frumlyfið. Það varð góð sátt um þetta og lækkunin umtalsverð," bætti Páll við, en kvaðst ekki vilja tjá sig um það hve mikil lækkunin hefði verið í krónum tali



Fleiri fréttir

Sjá meira


×