Lögsækir ríkið fyrir uppsögn 9. febrúar 2005 00:01 Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hefur stefnt ríkissjóði til greiðslu liðlega þrettán milljóna króna vegna þess að hún var neydd til að segja af sér. Valgerður hefur stefnt íslenska ríkinu vegna málsins og kemur þetta fram í stefnunni, en fyrirtaka var í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Valgerður var skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu til 5 ára frá 1. september 2000. Auk þess var hún formaður Leikfélags Akureyrar í frístundum. Í febrúar 2002 tók hún þátt í ráðningu leikhússtjóra, sú ráðning var kærð og komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn jafnréttislögum. Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra, lýsti opinberlega yfir trausti á Valgerði. Síðar komst Héraðsdómur Norðurlands eystra að sömu niðurstöðu og kærunefndin en þá var Árni Magnússon orðinn félagsmálaráðherra. Í stefnunni kemur fram að Valgerður og Árni hafi átt fundi um málið. Þar hafi komið í ljós að Valgeðrur nyti ekki trausts ráðherra. Valgerður vildi ekki segja af sér en ráðherra taldi að hún ætti að gera það, fyrst og fremst vegna þess hversu málið væri óheppilegt í pólitísku tilliti. Reyndar bauðst Valgerður til að láta af störfum tímabundið, þar til Hæstiréttur hefði komist að niðurstöðu, en ráðherra taldi of langt að bíða eftir því samkvæmt stefnunni. Fyrir rúmu ári komst Hæstiréttur síðan að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið brotið gegn jafnréttislögum í umræddu máli. Í kjölfar þess að Valgerður hætti gerði ráðuneytið Valgerði tilboð um 6 mánaða laun, sem hún samþykkti ekki. Hún telur sig eiga rétt á launum út skipunartímann, eða 18 mánuði, og er til dæmis vísað í starfslok tveggja forstjóra Byggðastofnunar sem báðir eru karlmenn og fengu ríflegar greiðslur. Krafa Valgerðar hljóðar því upp á 18 mánaða laun auk þiggja mánaða uppsagnarfrests og 500 þúsund króna miskabóta. Alls gera það tæplega 13,3 milljónir króna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hefur stefnt ríkissjóði til greiðslu liðlega þrettán milljóna króna vegna þess að hún var neydd til að segja af sér. Valgerður hefur stefnt íslenska ríkinu vegna málsins og kemur þetta fram í stefnunni, en fyrirtaka var í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Valgerður var skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu til 5 ára frá 1. september 2000. Auk þess var hún formaður Leikfélags Akureyrar í frístundum. Í febrúar 2002 tók hún þátt í ráðningu leikhússtjóra, sú ráðning var kærð og komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn jafnréttislögum. Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra, lýsti opinberlega yfir trausti á Valgerði. Síðar komst Héraðsdómur Norðurlands eystra að sömu niðurstöðu og kærunefndin en þá var Árni Magnússon orðinn félagsmálaráðherra. Í stefnunni kemur fram að Valgerður og Árni hafi átt fundi um málið. Þar hafi komið í ljós að Valgeðrur nyti ekki trausts ráðherra. Valgerður vildi ekki segja af sér en ráðherra taldi að hún ætti að gera það, fyrst og fremst vegna þess hversu málið væri óheppilegt í pólitísku tilliti. Reyndar bauðst Valgerður til að láta af störfum tímabundið, þar til Hæstiréttur hefði komist að niðurstöðu, en ráðherra taldi of langt að bíða eftir því samkvæmt stefnunni. Fyrir rúmu ári komst Hæstiréttur síðan að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið brotið gegn jafnréttislögum í umræddu máli. Í kjölfar þess að Valgerður hætti gerði ráðuneytið Valgerði tilboð um 6 mánaða laun, sem hún samþykkti ekki. Hún telur sig eiga rétt á launum út skipunartímann, eða 18 mánuði, og er til dæmis vísað í starfslok tveggja forstjóra Byggðastofnunar sem báðir eru karlmenn og fengu ríflegar greiðslur. Krafa Valgerðar hljóðar því upp á 18 mánaða laun auk þiggja mánaða uppsagnarfrests og 500 þúsund króna miskabóta. Alls gera það tæplega 13,3 milljónir króna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira