Erlent

Enn skothríð í Úsbekistan

Enn má heyra skothríð í bænum Andijan í Úsbekistan þar sem íbúar risu upp gegn yfirvöldum fyrir helgi. Svo virðist sem uppreisnin sé að breiðast út um landið því að yfirvöld hafa nú einnig lokað nálægum landamærabæ vegna mótmæla og óeirða. Talið er að nokkur hundruð manns hafi látið lífið í átökum í Andijan á föstudaginn var. Yfirvöld hafa hins vegar lokað bænum, sem og bænum Korasuv sem er skammt frá, og því er erfitt að fá nákvæmar fregnir af framvindu mála. Þá hefur frést af óeirðum í þriðja bænum. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, krafðist þess í dag að fréttamönnum, Rauða krossinum og erlendum erindrekum yrði hleypt inn í þessa bæi til að meta ástandið. Hann lýsti yfir áhyggjum yfir þeim fréttum að hermenn hafi skotið á óbreytta borgara í Andijan. „Þetta er ekki hægt að réttlæta,“ sagði Straw. Islam Karimov, forseti Úsbekistans, sakar öfgamenn múslima um að hafa æst til mótmælanna í því skyni að ræna völdum í landinu en fréttaskýrendur og erlendir hjálparstarfsmenn segja það fjarri lagi. Fólk sé hins vegar orðið langþreytt á ástandinu í landinu; fátækt og atvinnuleysi. Ríflega 500 manns hafa flúið átökin og leitað skjóls í nágrannalandinu Kirgistan. Svo virðist sem hersveitir Úsbekistans hafi skotið á flóttafólkið þegar það reyndi að komast yfir landamærin,



Fleiri fréttir

Sjá meira


×