Íslenska landsliðið lagði Pólverja 38-37 í vináttuleik ytra nú áðan, en leikurinn er liður í fjögurra liða æfingamóti sem fram fer þar í landi. Staðan í hálfleik var 18-17 fyrir Ísland og Ólafur Stefánsson var markahæstur íslenska liðsins með 10 mörk, en Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með 7 mörk.
Danir og Norðmenn skildu jafnir í kvöld á þessu sama móti 28-28, en íslenska liðið leikur við Dani á morgun.