Innlent

Mótmæla afnámi bensínstyrks

Stjórn Vinstri - grænna mótmælir harðlega þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afnema örorkustyrk vegna reksturs bifreiða, eða svokallaðs bensínstyrks, eins og gert er ráð fyrir í fjárlögum sem birt voru í vikunni. Í tilkynningu frá Vinstri - grænum segir að á meðan peningunum sem fengust fyrir Símann sé ausið á báðar hendur, og hamast sé við að finna fleiri „arðvænleg" fyrirtæki í eigu almennings til að afhenda auðmönnum sem aldrei fái nóg, séu tekjur hóps hreyfihamlaðra skertar um umtalsverðar fjárhæðir. Hluta af því fé sem þannig fæst sé úthlutað á hóp manna sem engar atvinnutekjur hafi og þannig reynt etja saman hópum fatlaðra. Stjórn Vinstri - grænna krefst þess að fallið verði frá þessum áformum og fundnar verði aðrar leiðir til að bæta kjör þeirra sem engar aðrar tekjur hafi en lífeyrisgreiðslur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×